Starar við vatnsbólið. ©Örn Óskarsson.

Fuglarnir í garðinum

Fimmtudagskvöldið 25. október verður opið hús hjá Fuglavernd á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105 2. Hæð, 101 Reykjavík.

Spjall á léttu nótunum, þar sem við ætlum að hittast og deila reynslu af fuglafóðrun.  Reyna að svar spurningum eins og:

  • Hvað get ég gefið fuglunum í garðinum að borða?
  • Hvað eru margir fuglar að koma til mín í mat?

Garðfuglakönnun Fuglaverndar verður kynnt og hægt að sjá hvernig á að fylla út talningarblöð.

Garðfuglakönnunin hefst þann 28. október 2018 þennan veturinn og talningin stendur í 26 vikur.

Allir velkomnir, jafn félagsmenn sem utanfélagsmenn.

skjáskot af myndbandi um garðfugla

Myndband um garðfugla og fóðrun

Undir Verkefnin>Garðfuglar höfum við sett inn myndband um garðfugla og fóðrun þeirra.

Örn Óskarsson, http://ornosk.com/ hélt fræðsluerindi um garðfugla og fóðurgjafir fimmtudagskvöldið 25. janúar 2018. Í erindinu fjallar hann um helstu tegundir garðfugla á Íslandi, fóðurgjafir, vatn, hreinlæti og allt það helsta sem skiptir máli.

Þá viljum við minna á að í vefversluninni okkar finnur þú fuglafóður og fuglahús til styrktar félaginu.

 

Gardfuglar 2017 Kápumynd Snjótittlingur ©Daníel Bergmann

Nýr garðfuglabæklingur og garðfuglahelgin

Bæklingurinn Garðfuglar er nú fáanlegur í vefverslun okkar í nýrri og endurbættri útgáfu. Bæklingurinn eru 24 bls. af fróðleik um fuglategundir sem vænta má í görðum, um fuglafæðu og hvaða gróðurtegundir gera garðinn aðlaðandi fyrir fuglalíf. Bæklinginn prýða bæði teiknaðar skýringarmyndir , m.a. eftir  Jón Baldur Hlíðberg, og ljósmyndir eftir nokkra félagsmenn, þá Daníel Bergmann, Hrafn Óskarsson, Jóhann Óla Hilmarsson, Sindra Skúlason og Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 2018

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar er nú um helgina, frá 26. -29. janúar.  Á þessum tíma í janúar er fjöldi fugla í görðum í hámarki og farfuglarnir ekki komnir til landsins. Athuganir garðfuglahelgarinnar gefa því vísbendingar um tegundir og fjölda fugla um hávetur á Íslandi.

Fyrirmynd garðfuglahelgarinnar er komin frá RSPB en í Bretlandi hefur garðfuglahelgin verið haldin frá árinu 1979 en hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2004.

Veldu þér klukkutíma einhvern daganna um þessa helgi og fylgstu með fuglunum í garðinum þínum. Aðeins á að skrá fjölda fugla af ákveðinni tegund sem sjást saman í garðinum, ekki á að telja þá fugla sem fljúga hjá. Best er að tilkynna fjölda flestra fugla sem koma og setjast í garðinn. Það má nefnilega ekki leggja saman, það er gert til þess að forðast tvítalningar á sama fuglinum, sem ef til vill kemur á 15 mínútna fresti í garðinn. Þá er hann skráður sem einn fugl en ekki fjórir. Ef fjöldi fuglanna er slíkur að það getur verið erfitt að telja kvika smáfugla, er gott hjálpartæki að taka mynd og telja fuglana sem sjást á henni.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

Niðurstöðurnar getur þú skráð rafrænt hér:

Garðfuglahelgin 2018, rafræn skráning athugana

 

Vefverslunin

Í vefversluninni okkar finnur þú líka fuglahús og fuglafóður.

 

 

Fræðslukvöld – Garðfuglar

Auðnutittlingar. © Örn Óskarsson

Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður haldið fræðslukvöld um garðfugla hjá Fuglavernd.

Hvar: Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

Hvenær: Kl. 20:00

Örn Óskarsson félagsmaður og umsjónarmaður garðfuglakönnunar Fuglaverndar heldur framsöguerindi um garðfugla, greiningu tegunda og fóðrun þeirra. Að erindinu loknu verður einnig hægt að spyrja spurninga og opið verður á skrifstofu Fuglaverndar, er þar á kaupa fóðurhús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu.

Garðfuglahelgin er svo strax í kjölfarið, helgina 26. – 29. janúar 2018.

Frítt inn fyrir félagsmenn og við viljum bjóða nýja félaga sérstaklega velkomna.

Silkitoppur og skógarþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar

Garðfuglahelgin 2017 er alveg að bresta á. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Ef fuglunum er ekki gefið reglulega þá er gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Epli eru vinsæl hjá mörgum fuglum og auðvelt að koma þeim fyrir með því að skera þau í tvennt og festa á trjágrein.

 

Hér er viðburðurinn: Garðfuglahelgin 2017

Hér er viðburðurinn á Facebook: Garðfuglahelgin 2017 

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Garðfuglahelgin 2017

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma daglega yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Garðfuglar

Lestu meira um garðfugla

Facebook

Garðfuglahelgin, viðburðurinn á Facebook

 

 

Garðfuglakönnun 2016-2017

Markmiðið með Garðfuglakönnuninni er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar í tegundasamsetningu yfir vetrarmánuðina, og skoða breytileika milli ára. Árangur í starfi sem þessu veltur að sjálfsögðu á ykkur / þátttakendunum.  Vakin er athygli á vef um garðfugla á þessum slóðum: Garðfuglar og hér á okkar síðu einnig.

Könnunin er með sama sniði og liðna vetur, en fyrsta Garðfuglakönnunin á vegum Fuglaverndar var gerð veturinn 1994-95.

Hér eru nokkur eyðublað til útfyllingar en þar má finna fáeinar spurningar um eðli og umfang garðsins/garðanna.
Garðfuglakönnun 16-17 – pdf skjal  og hér er eyðublað í Word
Garðfuglakönnun_Skraningarblad_excel
Garðfuglakönnun_fyrir_vinnustaði

Könnunin hefst 30. október 2016 og lýkur 29. apríl 2017 en það er hægt að byrja hvenær sem er.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að slá inn talningar sínar í meðfylgjandi skjal og senda síðan félaginu á tölvutæku formi, slíkt mun spara þann tíma sem fer í innslátt á talningum. Einnig er hægt að prenta út eyðublaðið og færa niðurstöður inn á blaðið. Við hvetjum sem flest ykkar til að taka þátt, hvort sem þið gefið fuglum eða ekki.

Sendið útfyllt eyðublöð sem fyrst eftir lok könnunar, í síðasta lagi fyrir maílok 2017. Netfangið er: gardfugl@gmail.com.
Ef niðurstöður eru sendar með pósti þá er utanáskriftin: Fuglavernd Garðfuglakönnun Hverfisgötu 101 – 105 Reykjavík

Þessa ljósmynd af skógarþresti, stara og svartþresti tók Örn Óskarsson

Garðfuglahelgin nálgast

Garðfuglahelgin verður að þessu sinni dagana 29.janúar-1.febrúar 2016. Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma  föstudaginn 29. jan., laugardaginn 30. jan., sunnudaginn 31. jan. eða mánudaginn 1. feb. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublaðið hér fyrir neðan (nr.1), prenta og fylla það út. Hægt er að senda það í pósti til Fuglaverndar, Hverfisgötu 105,101 Reykjavík.
Einnig er hægt að opna eyðublaðið í tölvunni – sækja eyðublað nr.2- og skrá inn upplýsingarnar beint, vista og hengja við tölvupóst (attachment) og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

[one_third_last][downloads show=”category” cat=”gardfuglahelgi”][/one_third_last]

Fuglalíf í Laugardalnum – 3. maí kl. 11

Á sunnudagsmorgun kl. 11 verður boðið upp á fuglagöngu í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal en í garðinum er fjölskrúðugt fuglalíf. Hannes Þór Hafsteinsson, garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður,leiðir gönguna. Hannes mun fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla. Gestum er bent á að gaman getur verið að taka með sér sjónauka í gönguna.
Mæting við aðalinnganginn kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

JÓH tók þessa mynd af auðnutittlingi.