Músarrindill © Sindri Skúlason

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar 2023 – Allir geta tekið þátt

Garðfuglahelgi að vetri hefst  27. janúar og stendur til og með 30. janúar 2023. Allir sem hafa áhuga á fuglum eru velkomnir með í þessa helgar könnun sem fer fram í garðinum hjá þér!

Viðburðurinn stendur í 3 daga.

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf   sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

 

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Hægt verður að skrá niðurstöður inn á rafrænt form 

 

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði:

Garðfuglahelgin – eyðublað.pdf (92 kB) 

Garðfuglahelgin – eyðublað.docx (75 kB)

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

 

Garðfuglar

Lestu meira um fóðruhttps://fuglavernd.is/voruflokkur/baeklingar/n garðfuglagarðyrkju í fuglagarðinum og  garðfuglategundir.

Í vefversluninni okkar fást bæði fuglafóðurfuglafóðrarar og fuglahús , bæklingurinn  “Garðfuglar” og bókin  “Væri ég fuglinn frjáls”,  um fyrstu skrefin í fuglaskoðun. 

Gardfuglar 2017 Kápumynd Snjótittlingur ©Daníel Bergmann

Nýr garðfuglabæklingur og garðfuglahelgin

Bæklingurinn Garðfuglar er nú fáanlegur í vefverslun okkar í nýrri og endurbættri útgáfu. Bæklingurinn eru 24 bls. af fróðleik um fuglategundir sem vænta má í görðum, um fuglafæðu og hvaða gróðurtegundir gera garðinn aðlaðandi fyrir fuglalíf. Bæklinginn prýða bæði teiknaðar skýringarmyndir , m.a. eftir  Jón Baldur Hlíðberg, og ljósmyndir eftir nokkra félagsmenn, þá Daníel Bergmann, Hrafn Óskarsson, Jóhann Óla Hilmarsson, Sindra Skúlason og Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 2018

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar er nú um helgina, frá 26. -29. janúar.  Á þessum tíma í janúar er fjöldi fugla í görðum í hámarki og farfuglarnir ekki komnir til landsins. Athuganir garðfuglahelgarinnar gefa því vísbendingar um tegundir og fjölda fugla um hávetur á Íslandi.

Fyrirmynd garðfuglahelgarinnar er komin frá RSPB en í Bretlandi hefur garðfuglahelgin verið haldin frá árinu 1979 en hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2004.

Veldu þér klukkutíma einhvern daganna um þessa helgi og fylgstu með fuglunum í garðinum þínum. Aðeins á að skrá fjölda fugla af ákveðinni tegund sem sjást saman í garðinum, ekki á að telja þá fugla sem fljúga hjá. Best er að tilkynna fjölda flestra fugla sem koma og setjast í garðinn. Það má nefnilega ekki leggja saman, það er gert til þess að forðast tvítalningar á sama fuglinum, sem ef til vill kemur á 15 mínútna fresti í garðinn. Þá er hann skráður sem einn fugl en ekki fjórir. Ef fjöldi fuglanna er slíkur að það getur verið erfitt að telja kvika smáfugla, er gott hjálpartæki að taka mynd og telja fuglana sem sjást á henni.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

Niðurstöðurnar getur þú skráð rafrænt hér:

Garðfuglahelgin 2018, rafræn skráning athugana

 

Vefverslunin

Í vefversluninni okkar finnur þú líka fuglahús og fuglafóður.

 

 

Fræðslukvöld – Garðfuglar

Auðnutittlingar. © Örn Óskarsson

Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður haldið fræðslukvöld um garðfugla hjá Fuglavernd.

Hvar: Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

Hvenær: Kl. 20:00

Örn Óskarsson félagsmaður og umsjónarmaður garðfuglakönnunar Fuglaverndar heldur framsöguerindi um garðfugla, greiningu tegunda og fóðrun þeirra. Að erindinu loknu verður einnig hægt að spyrja spurninga og opið verður á skrifstofu Fuglaverndar, er þar á kaupa fóðurhús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu.

Garðfuglahelgin er svo strax í kjölfarið, helgina 26. – 29. janúar 2018.

Frítt inn fyrir félagsmenn og við viljum bjóða nýja félaga sérstaklega velkomna.

Silkitoppur og skógarþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar

Garðfuglahelgin 2017 er alveg að bresta á. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Ef fuglunum er ekki gefið reglulega þá er gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Epli eru vinsæl hjá mörgum fuglum og auðvelt að koma þeim fyrir með því að skera þau í tvennt og festa á trjágrein.

 

Hér er viðburðurinn: Garðfuglahelgin 2017

Hér er viðburðurinn á Facebook: Garðfuglahelgin 2017 

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Garðfuglahelgin 2017

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma daglega yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Garðfuglar

Lestu meira um garðfugla

Facebook

Garðfuglahelgin, viðburðurinn á Facebook

 

 

Snjótittlingar

Garðfuglahelgin er framundan

Garðfuglahelgin verður að þessu sinni 23. – 26. jan. 2015. Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudaginn 23. jan., laugardaginn 24. jan., sunnudaginn 25. jan. eða mánudaginn 26. jan. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublaðið hér fyrir neðan (nr.1), prenta og fylla það út. Hægt er að senda það í pósti til Fuglaverndar, Hverfisgötu 105,101 Reykjavík.
Einnig er hægt að opna eyðublaðið í tölvunni – sækja eyðublað nr.2- og skrá inn upplýsingarnar beint, vista og hengja við tölvupóst (attachment) og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

[one_third_last][downloads show=”category” cat=”gardfuglahelgi”][/one_third_last]