Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni

Friðland í Flóa – Fuglaskoðunarganga 5. júní

Miðvikudag  5. júní  verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Anna María Lind Geirsdóttir áhugamaður um fugla og náttúru og skrifstofustarfsmaður Fuglaverndar. 

Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu

Fuglaskoðunin hefst kl. 18:30

Tímalengd: 1-1,5 klt.

Nauðsynlegur fatnaður: Gúmmístígvél. Hlýr fatnaður.

Mikilvægur útbúnaður: Sjónauki.

Hámarksfjöldi er 20 manns.

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12  á hádegi þriðjudag 4. júní.

Nánari upplýsingar um svæðið og hvar það er staðsett norðan Eyrarbakka.

 

Gera má ráð fyrir rúma klukkustund í göngu og stöður til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Hlýr fatnaður er t.d. tvær peysur undir vindheldum stakki jafnvel lopapeysa eða dúnúlpa. Húfa, vettlingar og ullarsokkar. Það er júní og sumar en getur orðið svalt á kvöldin.

Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni
Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

 

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins Árborgar.  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir alla jafnt einstaklinga og  fjölskyldur að upplifa lifandi náttúru.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12  á hádegi þriðjudag 4. júní.

 

 

Fuglaskoðun í Friðlandi í Flóa

Fuglaskoðun

Fimmtudaginn 15. júní  verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Anna-María Lind Geirsd, starfsmaður skrifstofu  Fuglaverndar.

Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu

Fuglaskoðunin hefst kl. 18:30

Tímalengd: 1-1,5 klt.

Nauðsynlegur fatnaður: Gúmmístígvél. Hlýr fatnaður.

Mikilvægur útbúnaður: Sjónauki.

Hámarksfjöldi er 20 manns.

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 fimmtudag 15. júní.

Gera má ráð fyrir rúma klukkustund í göngu og stöður til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Hlýr fatnaður er t.d. tvær peysur undir vindheldum stakki jafnvel lopapeysa eða dúnúlpa. Húfa, vettlngar og ullarsokkar. Það er júní og sumar en getur orðið svalt á kvöldin.

 

Votlendisfuglar

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins Árborgar.

Lesa meira um Friðlandið í Flóa, staðsetningu, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir alla jafnt einstaklinga og  fjölskyldur að upplifa lifandi náttúru.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 fimmtudag 15. júní.

Jólaopnun Fuglaverndar í Grasagarðinum í Reykjavík og fuglaskoðun krakka

Í stað jólaopnunar á Hverfisgötu verður Fuglavernd  í Grasagarðinum  3. desember í garðskálanum

Fuglavernd mun verða með ýmislegt á boðstólum:

-Fuglamatseðill til sýnis

-Fuglafóðrarar

-Fuglafóðurhús

-Fuglapóstkort/jólakort

-Fræðirit

-Kattakragar

-Sjónaukar

-…og fleira

Kl. 11 verður fuglaskoðun fyrir krakka á vegum Grasagarðsins.

Krökkum og fjölskyldum þeirra býðst að koma og kanna fuglalífið í garðinum og læra um fuglafóðrun. Þátttakendur eru hvattir til að koma með kíki með sér en einnig verður hægt að fá lánaðan kíki á staðnum.

Fuglaskoðunin hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti til að borða í ljósum prýddum garðskálanum eftir fuglaskoðunina.

Þátttaka er ókeypis og hjartanlega velkomin!

Margar gerðir fuglafóðrara

Skógarþröstur

Garðfuglakönnun 2022-23

Garðfuglakönnun 2022-23 hefst 30. október

Ljsm. Sindri Skúlason, skógarþröstur.

Garðfuglakönnun er árlegur viðburður Fuglaverndar sem snýst um að telja fugla í garðinum sínum. Fuglar heimsækja mest þá garða þar sem fóður stendur til boða. Könnunin er ætluð öllum sem hafa áhuga á fuglum og er ekki ýkja flókin þó hún virðist vera það við fyrstu sýn.

Það er hægt að telja fugla daglega, vikulega t.d. bara um helgar.

Eyðublöð eru tilbúin á heimasíðu Fuglaverndar sem hægt er að hlaða niður og prenta út ef vill.

Fyrir daglega notkun er oft handhægara að nota rissblað eða stílabók. Dæmi um skráningarblað sem maður notar daglega hér fyrir neðan. Þar sést t.d. að fyrst sáust 5 starar og það var skráð. En þegar næst var skoðað, skömmu seinna, voru þeir orðnir 12. Þá leggur maður ekki saman fimm og tólf heldur notar hærri töluna tólf sem fjölda stara þennan dag. Á þessu blaði eru skráðir þeir fuglar sem eru venjulega í görðum en það geta verið aðrar tegundir sem heimsækja garða reglubundið.  Þegar vikan er liðin tekur maður saman tölurnar, hæstu tölur hverrar tegundar, og færir inn í eyðublaðið sem finna má hér.

 

Það er ágætt að undirbúa garðfuglakönnunina með því að byrja að æfa sig í talningu og skráningu og þeir sem  fóðra fugla geta hafið fóðrun nokkrum dögum fyrir. Það má nefna að fólk sem bæði fóðrar fugla og tekur þátt í garðfuglakönnuninni lærir ótrúlega mikið um hegðun ýmissa fuglategunda bara með því að fylgjast með þeim.

Hvað gefur maður garðfuglum að éta? Hér eru upplýsingar

Fuglavernd selur einnig prentaða bæklinginn Garðfuglar í vefversluninni

Kría (Sternea Paradisa) ©Ljósmynd: Alex Máni

AFLÝST – Alþjóðlegi farfugladagurinn – að hausti – AFLÝST

Kría (Sterna paradisaea).  ©Ljósmynd: Alex Máni

Vegna samkomutakmarkana við 20 manns sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa þessum fyrirhugaða viðburði. Vonandi tekst okkur að taka upp þráðinn. – Farið varlega.

Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti er þann 10. október. Af því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Við hittumst á bílastæðinu við Gróttu og brottför þaðan verður kl. 10.00 laugardaginn 10. október.
Til leiðsagnar verður Trausti Gunnarsson, stjórnarmaður Fuglaverndar og leiðsögumaður.

Við hlítum öllum reglum um samkomutakmörk og reynt verður að framfylgja 1 metra reglunni eins og framast er unnt. Fyrir þá sem ekki treysta sér til þess, mælum við með notkun á andlitsgrímu sem hylur bæði nef og munn. Sjá leiðbeiningar á Covid.is

Þá mælumst við til þess að þátttakendur komi með eigin sjónauka.

Búsvæðið Bakkatjörn

Bakkatjörn var friðlýst árið 2000, sjá á Bakkatjörn á vef Umhverfisstofnunar.  Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsakaði lífríki Bakkatjarnar 2008  og árið 2016 skrifaði Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar verndaráætlun fugla og fuglasvæða á Seltjarnarnesi.

Bakkatjörn er orðin heimsþekkt vegna fjölbreytts fuglalífs og hversu mikið af sjaldséðum fuglum hafa stungið þar upp kollinum. Yfir 100 tegundir fugla hafa sést á og við tjörnina. Meðal annars hafa sést þar allar títutegundir (Calidris) sem fundist hafa hér á landi eða alls 17 (að rúkraga meðtöldum).

Fargestir eða umferðarfuglar á leið milli vetrarstöðva í Evrópu og varpstöðva á Grænlandi og íshafseyjum Kanada, nota Bakkatjörn talsvert. Meðal þessara fugla eru margæs, rauðbrystingur, sanderla og tildra, svo og fuglar sem jafnframt verpa hérlendis, en hluti stofnsins heldur áfram: sandlóa, lóuþræll og sendlingur. Margir vaðfuglar nota tjörnina sem flóðsetur: þeir baða sig þar, drekka og hvílast, þegar háflóð hindrar þá í að leita sér ætis í fjörum. Manngerður hólmi hefur aukið möguleika fyrir þessa fugla, sem og varp fugla eins og álftar, tjalds og æðar.

Það sem einkum stuðlar að þessari fuglamergð er gnótt ætis í tjörninni. Mikið er þar af vatnaflóm, augndílum og þyrildýrum og í samanburði við önnur vötn á Innnesjum, er þéttleikinn mjög mikill. Einnig er þar mikið af hornsílum. Gríðarleg frumframleiðsla er meðal svifþörunga og eru grænþörungar ríkjandi. Magn blaðgrænu er það hæsta, sem mælst hefur í ferskvatni hérlendis.

Fjölgun ferðamanna og hróður Bakkatjarnar sem fuglaskoðunarsvæðis, kallar á aukna fræðslu og eftirlit.

Stíga þarf afar varlega til jarðar á þessum viðkvæma stað.

Göngukort af Seltjarnarnesi með fuglamyndum.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Fuglagarðurinn

Fuglagarðurinn á Degi íslenskrar náttúru

Fræðsluganga í Grasagarði Reykjavíkur á degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september.

Í göngunni verða þær plöntur skoðaðar sem eru góðar fyrir fuglalíf í görðum, þ.e. þær plöntur sem veita fæðu, skjól og hreiðurstæði.

Steinar Björgvinsson skógfræðingur og framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Hafnarfjarðar leiðir gönguna sem hefst við aðalinngang Grasagarðs Reykjavíkur kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Fuglaverndar og Reykjavíkur iðandi af lífi.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fuglaskoðun í miðborginni

Fuglavernd og Vesenisferðir bjóða uppá fuglaskoðun í miðborginni þriðjudaginn 2. júní kl. 18:00.

Þetta er fyrsta gangan af þriðjudagsgöngum sem verða í boði í sumar og Fuglavernd er heiður að því að ríða á vaðið.

Fuglaskoðun í miðborginni

Upphafsstaður: Norræna húsið, þar sem er Friðlandið í Vatnsmýrinni. Óformlegur hópur innan Fuglaverndar, Hollvinir Tjarnarinnar taka þar til hendinni, oftast fyrsta laugardag í apríl.

Kl. 17:50 Nokkrar Mullersæfingar fyrir þá sem koma snemma og vilja taka þátt.

Kl. 18 Gangan hefst. Gengið verður um Vatnsmýrina, yfir í Hljómskálagarð, meðfram tjörninni og að höfninni. Á leiðinni veitum við nokkrum tegundum fugla sérstaka athygli og gestir verða fræddir um atferli þeirra. Endað verður við smábátahöfnina og þar er tilvalið að setjast inn á einhvern af stöðunum og fá sér hressingu. Þessi ganga er skipulögð í samvinnu við Fuglavernd og fulltrúi þeirra miðlar fróðleik um fuglategundirnar.

Léttar þriðjudagsgöngur í miðborg Reykjavíkur

Göngurnar eru hugsaðar sem fjölbreytt og stundum fróðleg afþreying í miðborginni síðdegis á þriðjudögum. Göngurnar geta tekið einn til tvo tíma og fer eftir lengd stoppa hversu langan tíma þær taka. Alltaf eru léttar Mullersæfingar tíu mínútum fyrir upphaf göngu og valkvætt hvort fólk mætir snemma til að taka þátt í þeim. Eftir göngu er tilvalið að setjast inn á einhver af veitingahúsum borgarinnar og fá sér hressingu.

Göngurnar eru í umsjón Vesens og vergangs og í samvinnu við Sumarborg Reykjavíkurborgar. Þetta eru alls níu þriðjudagar frá 2. júní til og með 28. júlí.

Alþjóðlegi farfugladagurinn – fuglaskoðun í Grunnafirði

Sanderla. © Ljósmynd: Yann Kolbeinsson

Laugardaginn 9. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Af því tilefni verður boðið uppá fuglaskoðun í Grunnafirði, sem er eitt af sex Ramsarsvæðum á Íslandi, leiðsögumaður verður náttúrfræðingurinn Einar Þorleifsson.

Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. Stærð friðlýsta svæðisins er 1393,2 hektarar.

Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði. Svæðið hefur því verið verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Fjörðurinn er eina Ramsar svæðið á Íslandi sem liggur að sjó. Stærð Ramsar svæðisins er u.þ.b 1470 hektarar.

Grunnafjörður er mikilvægur fyrir margar tegundir fugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt fyrir margæs, rauðbrysting og sanderlu. Um 25% margæsarstofnsins hefur viðkomu í Grunnafirði á ferðum sínum frá meginlandi Evrópu til heimskautasvæðanna bæði vor og haust og um 1% rauðbrystingsstofnsins.

Margir vaðfuglar, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur; byggja tilveru sína á lífríki leiranna. Í firðinum halda einnig æðarfuglar til.  Margar fuglategundir treysta á Grunnafjörð á veturna og má þar meðal annars nefna tjaldinn. Í fuglatalningum hefur orðið vart við nokkrar tegundir á válista s.s. brandönd, branduglu, grágæs, hrafn og svartbak en einnig er vitað að á svæðinu verpir hafarnarpar. Aðrar algengar fuglategundir á svæðinu eru m.a. dílaskarfar, toppendur, heiðlóur, jaðrakanar, sílamáfar, hvítmáfar og hettumáfar en einnig hafa fálkar og smyrlar sést.

Þeir sem ætla sér að njóta leiðsagnar í fuglaskoðuninni, koma sér sjálfir á staðinn. Við hittumst við Laxárbakka (sem er veitingastaður í Melasveit klukkan 9, þaðan verður stefnan tekin á skoðunarstað/i og gera má ráð fyrir að fuglaskoðunin taki um 1 klukkustund.

Nauðsynlegt er að vera vel skóaður og tilvalið að hafa meðferðis sjónauka, fuglahandbók og nesti til að maula.

Músarrindill © Sindri Skúlason

Fuglalíf að vetri

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur í samstarfi við Fuglavernd, laugardaginn 7. desember kl. 11.

Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 7. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér sjónauka.

Einnig hvetjum við gesti til að taka með nesti sem má gæða sér á í ljósum prýddum garðskálanum en boðið verður upp á te og kakó í skálanum að göngu lokinni. Fuglavernd verður með fuglahús og fuglafóður til sölu í garðskálanum, til fjáröflunar fyrir félagið. Þá minnum við á fría heimsendingu jólakorta í vefverslun, fram til jóla.

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Myndina af músarrindlinum tók Sindri Skúlason.

Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa.

Leiðsögn III: um Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða  á sunnudögum í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Sunnudaginn 30. júní 2019 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Alex Máni Guðríðarson, fuglaljósmyndari.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir fjölskyldusamveru í lifandi náttúru og upplagður sunnudagsbíltúr fyrir alla fjölskylduna.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.