Fuglaskoðun á Reykjanesi

Laugardaginn 11. maí bauð Fuglavernd upp á fuglaskoðun við Garðskagavita. Tilefnið var Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori, en hans er minns bæði vor og haust. Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og ritari stjórnar Fuglaverndar hélt utan um viðburðinn. Um 15 manns komu til að skoða sjófugla í sól en heldur nöpru veðri að öðru leyti.

Kíkir er gott hjálpartæki við fuglaskoðun. Ljósmynd: © Trausti Gunnarsson.
Fuglaskoðun við Garðskagavita. Ljósmynd: © Trausti Gunnarsson

Kort: Fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Fuglaskoðun á Reykjanesi, kort á íslensku eða ensku.

Fuglaskoðun á Reykjanesi er samstarfsverkefni Þekkingarseturs Suðurnesja, Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykjanes UNESCO Global Geopark og Markaðsstofu Reykjaness. Kortið er fáanlegt á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Nálgast má eintök af því á skrifstofu Fuglaverndar.

 

Fuglaskoðun við Garðskagavita

Ljósmynd: Háleggur ©Sölvi Rúnar Vignisson

Laugardaginn 11. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Að því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Garðskagavita kl. 14:00. Trausti Gunnarsson ritari Fuglaverndar og leiðsögumaður verður þar með fjarsjá, leiðbeinir um fugla sem hægt er að sjá og um staði í nágrenninu þar sem hægt er að skoða fugla.

Alþjóðlegi farfugladagurinn í ár leggur áherslu á plastmengun í sjó og hvernig við getum verið hluti af lausninni. Sjá nánar á: https://www.worldmigratorybirdday.org/

Öflugur sjónauki er á Garðskaga þar sem skoða má sjófugla að veiðum og hvali í Garðsjónum.

Veitingahúsið Röstin er til húsa í Byggðasafninu og er opið árið um kring.

Þátttakendur koma sér á eigin vegum á staðinn og eru allir velkomnir.

Fuglaskoðun fyrir krakka

Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal hefur Fuglavernd reglulega boðið upp á fuglaskoðun að vori.

Laugardaginn 18. maí bjóðum við upp á fuglaskoðun fyrir krakka í samstarfi við Reykjavík iðandi af lífi og Landvernd í aðdraganda Dýradagsins sem haldinn verður þann 22. maí.

Við hvetjum krakka til að koma og skoða fuglana í dalnum með okkur og það er velkomið að taka pabba og mömmu, afa og ömmu eða einhverja aðra fullorðna með.

Fuglum er gefið í Grasagarðinum svo þar er hægt að sjá margar fuglategundir, stórar sem smáar. Leiðsögumenn verða Björk Þorleifsdóttir og Snorri Sigurðsson.

Gott er að taka með sér kíki.

Viðburðurinn hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11 og þátttaka er ókeypis.

 

Fuglarnir í skóginum

Í byrjun árs og til þess að hita upp fyrir garðfuglahelgina ætlum við að bjóða uppá vetrarfuglaskoðun í Höfðaskógi. http://skoghf.is/hoefeaskogur
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er þar með starfsstöð sína, suðvestan Kaldárselsvegar skammt frá Hvaleyrarvatni.

Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri og ræktunarstjóri gróðrastöðvarinnar Þallar verður til leiðsagnar, segir frá starfi þeirra og fuglafóðrun í skóginum.

Mæting er við gróðrastöðina Þöll og verður gengið þaðan, auðveld ganga.

Gott er að hafa meðferðis kíki og þeir sem vilja geta tekið með sér hressingu til að njóta í skóginum að fuglaskoðun lokinni.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Svartþröstur. Ljsm. Sigurður Ægisson

Fuglalíf að vetri

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 8. desember kl. 11.

Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 8. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkja.

Einnig hvetjum við gesti til að taka með nesti sem má gæða sér á í ljósum prýddum garðskálanum en boðið verður upp á te og kakó í skálanum að göngu lokinni. Fuglavernd verður með fuglahús og fuglafóður til sölu í garðskálanum, til fjáröflunar fyrir félagið.

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni

Fuglaskoðun IV – Friðlandið í Flóa

Lómur (Gavia stellata) – Ljósmynd © Alex Máni Guðríðarson

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Laugardaginn 30. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni er Alex Máni Guðríðarson fuglaljósmyndari sem þekkir hverja þúfu og hvern poll í Friðlandinu.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun I – Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Laugardaginn 2. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari, höfundur Fuglavísis og formaður Fuglaverndar.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa

Alþjóðlegi farfugladagurinn – fuglaskoðun í Grasagarðinum

Laugardaginn 12. maí bjóða Grasagarður Reykjavíkur og Fuglavernd upp á göngu um fuglalíf í Laugardal en í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur leiða gönguna sem fer fram á alþjóðlega farfugladeginum. Þeir munu fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber auk þess að skoða hvaða tegundir plantna laða fugla að. Snjallsímar verða notaðir til að spila fuglahljóð til að lokka fuglana að en þetta ráð hefur virkað vel til að sjá  glókolla og músarrindla.

Fuglarnir í Grasagarðinum eru margir hverjir búnir að verpa og sum svartþrastapör virðast vera komin með unga. Auk þess hefur sést til glóbrystings í garðinum núna í vor.

Gangan hefst kl. 11 við aðalinngang, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Gestir eru hvattir til að koma með kíkja með sér í gönguna.

Flækingsfuglar á Suðurnesjum

Háleggur. Ljósmynd ©Sölvi Rúnar Vignisson

Suðurnesin eru eitt af áhugaverðustu svæðum landsins þegar kemur að fjölbreyttu fuglalífi og þar hafa margir sjaldgæfir flækingsfuglar sést á síðustu árum. Á þessu fræðslukvöldi verður fjallað um flækingsfugla á Suðurnesjum og helstu fuglaskoðunarsvæði í máli og myndum.

Fuglaskoðarar og ljósmyndarar munu kynna helstu fuglaskoðunarstaði, sýna myndir af sjaldséðum fargestum og ræða breytingar í fuglaskoðun í gegnum árin.

Nýverið kom út fuglaskoðunarkort af Reykjanesi sem unnið var í samstarfi Þekkingarseturs Suðurnesja, Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness og verður fuglaskoðunarkortið og vefsvæði þess kynnt fyrir þátttakendum.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Fuglavernd, Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness og fer fram í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Kennari: Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.

Verð: Fræðslukvöldið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Tígluþerna. Ljósmynd ©Sölvi Rúnar Vignisson
Tígluþerna. Ljósmynd ©Sölvi Rúnar Vignisson

Fuglalíf að vetri

Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal stendur Fuglavernd fyrir fuglaskoðun laugardaginn 9. desember kl. 11.

Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður mun leiða fræðslugöngu þar litið verður til fuglalífsins í Grasagarði Reykjavíkur. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem barrfinku, glóbrystings og bókfinku.

Gangan fer af stað frá aðalinngangi Grasagarðsins. Gott er að hafa með sér kíki. Núna eru smáfuglarnir í garðinum: skógar- og svartþröstur, stari, auðnutittlingur, glókollur, músarrindill en svo skemmtilega vill til að það eru tveir glóbrystingar fastagestir hérna og fjallafinka líka.

Við vekjum athygli á að Flóran Café/Bístró verður lokuð á aðventunni vegna framkvæmda í Grasagarðinum. Garðskálinn og lystihúsið eru þó ljósum prýdd og opin alla daga frá 10-15 þótt kaffihúsið sé lokað. Því er tilvalið að taka með sér hressingu, heitt kakó eða kaffi á brúsa og eitthvað góðgæti til að maula með og nýta aðstöðuna í garðskálanum.

Myndin er tekin af sýnir svartþrastarkvenfugl gæða sér á epli sem hefur verið þrætt upp á grein á yllirunna.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis