Fuglaskoðunarhúsið í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

Sunnudaginn 18. júní 2017, býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður þennan sunnudaginn verður formaður Fuglaverndar Jóhann Óli Hilmarsson.

Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins. Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skóm því það er frekar blautt á.

Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla, skoða bækur í vefverslun.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Lómar berjast um óðal. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

Sunnudaginn 11. júní 2017, á sjómannadaginn, býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni verður einn okkar dyggu sjálfboðaliða, Alex Máni Guðríðarson.

Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins.

Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skóm því það er frekar blautt á.

Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla, skoða bækur í vefverslun.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun: Friðlandið í Flóa

Sunnudaginn 4. júní 2017 býður Fuglavernd upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni verður Hlynur Óskarsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og forsvarsmaður Votlendisseturs Íslands.

Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir.
Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.
Fugl ársins 2017, lómurinn, er einkennisfugl svæðisins.

Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skóm því það er frekar blautt á.

Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.

 

Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn – Alþjóðlegi farfugladagurinn

Mæting:  Kasthúsatjörn, Álftanesi, ekið eftir Norðurnesvegi

Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn miðvikudaginn 17.maí undir leiðsögn Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.  Fuglalíf við tjörnina og ný endurheimt votlendi skoðað.

Fræðslan og fuglaskoðunin er haldin í samstarfi við Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd og er hluti af sögugöngum ársins sem er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garðabæjar.

Allir velkomnir

Viðburðurinn á Facebook:

Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

 

 

Leyndardómar Borgarfjarðar

Fuglaskoðun – Dagsferð

Hvenær: 13. Maí 2017

Tímasetning: 9:00 – 18:00

Hvar: Brottför frá Hverfisgötu 105 101 Reykjavík, komið þangað aftur. (Einnig hægt að koma upp í bílinn á leið í Borgarfjörðinn)

Leiðsögumaður: Jóhann Óli Hilmarsson

Verð: 15.000 kr.

Fjöldi: Lágmark 9 manns, hámark 19 manns.

Hafa með: Nesti fyrir daginn, hlýjan og skjólgóðan fatnað og skó, sjónauka, ljósmyndabúnað og handbækur um fugla.

Skráning: ER LOKIРer bindandi og haft verður samband við þátttakendur vegna greiðslu um leið og lágmarksfjölda er náð.

 

Ferðalýsing – Leyndardómar Borgarfjarðar

Farið verður sem leið liggur í Grunnafjörð. Grunnafjörður er eitt af sex Ramsar-svæðum á Íslandi og hið eina sem liggur að sjó.  Víðlendar leirur eru í Grunnafirði og má segja að fjörðurinn sé frekar leirulón en eiginlegur fjörður.  Margæs (um fjórðungur stofnsins) og rauðbrystingur  hafa viðkomu á ferðum sínum til og frá vetrarstöðvum í Evrópu og varpstaða á heimskautasvæðunum. Tjaldur, heiðlóa, sandlóa og lóuþræll eru og algeng á fartíma. Í firðinum er mikið af æðarfugli. Margar fuglategundir treysta á Grunnafjörð á veturna, t.d. tjaldur.

Síðan verður ekið í Borgarfjörð. Borgarfjörður er grunnur og víðáttumikill fjörður með miklu grunnsævi og leirum, sem fóstra þúsundir fugla.  Utarlega í firðinum eru stærstu fellistöðvar æðarfugls á landinu, en innar er helsti brandandastaður landsins, þar má sjá nokkur hundruð fugla af þessum nýja landnema síðsumars, en við munum sjá varppörin í fjörugum biðilsleikjum.  Fjörðurinn er mikilvægur fyrir farfugla, bæði gæsir, endur og vaðfugla vor og haust.  Fyrir botni fjarðarins er Hvanneyri.  Þar er fyrsta búsvæðisverndarsvæði landsins, sem á að tryggja grænlensku blesgæsinni athvarf á Íslandi, sem jafnframt er Ramsar-svæði.  Um 10% stofnsins hefur viðkomu vor og haust, þær nátta sig á firðinum, eta á engjum og túnum og baða sig á Vatnshamravatni.  Við munum væntanlega ná í stélið á blesgæsafarinu.

Álftanes, Akrar og Löngufjörur með Sauratjörn er strandsvæði sem einkennist af víðáttumiklum leirum, sjávarfitjum, sandfjöru, grunnsævi, eyjum og skerjum auk mýrlendis, vatna og tjarna. Fjölbreytt andfuglalíf er á tjörnum við Álftanes, m.a. hafa skeiðönd, grafönd og gargönd sést þar. Grunnsvæðið er mjög mikilvægt fyrir æðarfugl og mikill fjöldi vaðfugla (svo sem rauðbrystingur, sanderla, stelkur, lóuþræll o.fl.) og margæs fer um svæðið vor og haust. Sex af átta varpstöðum dílaskarfs við Faxaflóa eru í skerjum á svæðinu. Lómur er óvíða algengari, t.d. er þétt varp í Hjörsey og við Akra og stór hópur álfta fellir flugfjaðrir.  Ernir sjást tíðum svífa þöndum vængjum. Útselur kæpir í Hvalseyjum og Tjaldeyjum og landselir halda sig að staðaldri við Löngufjörur.

Viðburðurinn á Facebook: Fuglaskoðun – Leyndardómar Borgarfjarðar 

Ljósmynd: Brandendur í Djúpavogi. Ljósmyndari: Jóhann Óli Hilmarsson.

Dagur Jarðar í Grasagarðinum

Á laugardaginn, á Degi Jarðar, stóð Fuglavernd fyrir fuglaskoðun í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur. Alls komu um 60 manns í fuglaskoðunina, svo hópnum var skipt upp í tvo hópa til að njóta betur leiðsagnar um garðinn. Leiðsögumenn voru Einar Þorleifsson og Hannes Þór Hafsteinsson. Að lokinni göngunni komu hóparnir í garðskálann (Kaffi Flóru) þar sem kynning var á starfsemi Fuglaverndar, fuglahúsum og fuglafóðri.

Að lokinni dagskrá í Grasagarðinum tók við dagskrá hjá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem boðið var upp á súpu og brauð í hádeginu. Þar voru kynnt starfsemi Garðyrkjufélagsins og býflugnarækt.

Myndir frá Degi Jarðar 2017

 

 

Dagur Jarðar – Fuglaskoðun í Grasagarðinum

Laugardaginn 22. apríl n.k. er dagur Jarðar. Af því tilefni standa Grasagarður Reykjavíkur, Garðyrkjufélag Íslands , Fuglavernd – BirdLife Iceland og Býræktarfélag Íslands fyrir áhugaverðri og skemmtilegri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri.

Byrjað verður á fuglaskoðun og fuglafræðslu í Grasagarðinum og svo verður haldið í sal Garðyrkjufélags Íslands þar sem hægt verður að fræðast um býflugnarækt; lífsferil, byggingu og atferli býflugna. Í víðsjá verður hægt að skoða drottningu, drunta og þernur og settir verða saman rammar og vaxplötur bræddar í þá.

Dagskrá

Kl. 11:00 í Grasagarði Reykjavíkur – Fuglalíf í Laugardal
Fuglalífið verður skoðað á göngu um garðinn. Þátttakendur eru hvattir til að taka kíkja með í gönguna sem Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiðir.

Í garðskálanum (Kaffi Flóra) verður Fuglavernd með kynningu á garðfuglabæklingnum, fuglafóðri, fuglahúsum og almennt um starf félagsins.


Kl. 13:00 Í húsi Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin). Súpa og brauð fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Kl. 13:30 Kynning á Degi Jarðar – Björk Bjarnadóttir

Kl. 13:40 Eitur og óáran v/innflutnings á býflugum – Erla Björg Arnardóttir

Kl. 14:00 Kaffihlé

Kl. 14:15 Hunang: Efnasamsetning og geymsluþol – Herborg Pálsdóttir

Kl. 14:30 Mistök í býflugnarækt – Svala Sigurgeirsdóttir

Kl. 14:45 Lok

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

 

Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Máfahátíð á Húsavík

Þann 9. – 10. mars verður Máfahátíð á Húsavík haldin í fyrsta sinn.

Máfahátíð verður í fyrsta skipti haldin á Húsavík dagana 9. til 10. mars nk.  Það er Fuglastígur á Norðausturlandi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila. Henni er ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er gert með viðburðum af ýmsu tagi og er kastljósinu beint að öllum fuglum, stórum jafnt sem smáum, vinsælum jafnt sem óvinsælum. Þegar á botninn er hvolft, eru þeir allir jafn áhugaverðir – náttúran minnir á sig og þolmörk sín í gegnum þá.

Undanfarin ár hefur sambærileg hátíð notið mikillar velgengni í Varanger, nyrst í Noregi og mun forsprakki hennar, Tormod Amundsen frá arkitektastofunni Biotope, koma ásamt fleiri erlendum gestum. Hann mun greina frá tilurð hátíðarinnar,  undraverðum árangri í uppbyggingu fuglaskoðunar í Varanger og möguleikum okkar á því sviði. Þá mun hinn heimsþekkti fuglamyndlistamaður, Darren Woodhead, lyfta vetrarfuglunum á stall með pensli sínum. Hann mun kynna listsköpun sína í opinni dagskrá og vera með sérstakt námskeið fyrir nemendur Borgarhólsskóla.

Kvölddagskrá Máfahátíðarinnar í Safnahúsinu 9. mars kl. 20:00-22:00:

  • Darren Woodhead, heimsþekktur fuglalistmálari, málar fuglana
    okkar og segir frá listsköpun sinni.
  • Yann Kolbeinsson, starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands,
    afhjúpar líf máfanna – hvað er máfur?
  • Tormod Amundsen segir frá undraverðri uppbyggingu fuglaskoðunar
    í Varanger í Norður-Noregi og möguleikum okkar á því sviði.

Tilboð um gistingu til gesta hjá Hótel Húsavíkurhöfða: Eins manns herbergi kr. 9.000 | Tveggja manna herbergi kr. 12.000

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Garðfuglahelgin 2017

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma daglega yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Garðfuglar

Lestu meira um garðfugla

Facebook

Garðfuglahelgin, viðburðurinn á Facebook

 

 

Silkitoppur og skógarþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar

Garðfuglahelgin 2017 er alveg að bresta á. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Ef fuglunum er ekki gefið reglulega þá er gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Epli eru vinsæl hjá mörgum fuglum og auðvelt að koma þeim fyrir með því að skera þau í tvennt og festa á trjágrein.

 

Hér er viðburðurinn: Garðfuglahelgin 2017

Hér er viðburðurinn á Facebook: Garðfuglahelgin 2017