Fuglavernd stóð fyrir málþingi 31. október síðastliðinn þar sem eitt mikilvægasta og fjölbreyttasta vistkerfi landsins, votlendi Íslands, var í brennidepli. Um 60 manns mættu á málþingið og tæplega 160 horfðu á streymi frá Norræna húsinu. Tíu sérfræðingar á ólíkum sviðum héldu erindi og deildi Rán Flygering einstaklega áhugaverðri hugvekju með gestum. Rannveig Magnúsdóttir stýrði fundinum með miklum sóma.
Menja von Schmalensee formaður Fuglaverndar opnaði málþingið og benti á að stór hluti fugla byggði afkomu sína á votlendi og því væri vel við hæfi að Fuglavernd beitti sér fyrir verndun votlendis og miðlun þekkingar um það.
Á málþinginu var fjallað um ýmsa anga er tengjast votlendi og var meðal annars fjallað um nýjustu rannsóknir og reynslu fólks sem vinnur að verndun og endurheimt votlendis. Rætt var um fugla, gróður, jarðveg, kolefnisbúskap, fiska og landnotkun – og margt fleira.
Ályktun fundargesta
Í lok málþings ályktuðu fundargestir eftirfarandi, byggt á öllum þeim fróðleik sem fram hafði komið í erindum dagsins, sem og umræðum sem spunnust í kjölfar erinda:
Íslensk votlendi eru sérstök og mikilvæg – og verður að vernda betur en nú er gert.
Allt votlendi Íslands á að njóta verndar, óháð flatarmáli hvers svæðis. Nú þegar hefur um 70% votlendis á láglendi verið raskað og rannsóknir hafa sýnt að litlir votlendisblettir eru ekki síður mikilvægir en þeir sem stærri eru. Enn er votlendi raskað en nú er mál að linni.
Auka þarf verulega endurheimt votlendis. Þótt einhver endurheimt hafi verið framkvæmd og ýmis verkefni séu fram undan, dugar það ekki til.
Brot á náttúruverndarlögum verða að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn brotlega. Fráleitt er að þeir sem raska votlendi í leyfisleysi þurfi ekki að sæta viðurlögum.
Ábyrgðartegundir Íslands, sem og tegundir í hættuflokkum á íslenskum válista, verða að öðlast lagalega stöðu sem tryggir betur vernd þeirra og búsvæða þeirra, þar á meðal votlenda.
Einnig vildu fundargestir koma eftirfarandi hvatningum á framfæri:
Opinberar stofnanir á sviði náttúruverndarmála eru hvattar til að auka samstarf, samtal og samráð sín á milli.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er hvattur til að standa með náttúrunni.
Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan:
Hér má sjá myndir frá málþinginu:
Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar.
Mynd: Bára Huld Beck
Rán Flygering
Mynd: Bára Huld Beck
Rannveig Magnúsdóttir, fundarstjóri málþings um votlendi
Vernd og endurheimt votlendis er eitt af áhersluatriðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Ágústa Helgadóttir líffræðingur og verkefnastjóri endurheimtar votlendis hjá Landi og skógi var í viðtali hjá morguvaktinni á Rás 1. Land og skógur er í samstarfi við Fuglavernd um endurheimt votlendis.
Á Íslandi er að finna fjölmörg ólík votlendi sem eru mismunandi að stærð og sem m.a. standa undir eða styðja við stofna yfir fimmtíu fuglategunda. Þar af ber Ísland stóran hluta af heimsstofni tíu þeirra. Núverandi löggjöf gerir einungis ráð fyrir að þau votlendi sem ná tveimur hekturum að flatarmáli njóti verndar. Þessi löggjöf endurspeglar það viðhorf sem var algengt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, að stærri verndarsvæði skili meiri árangri við náttúruvernd en smærri. Þetta viðhorf hefur verið mjög umdeilt og talsvert rannsakað síðustu hálfa öldina. Umræður um það hafa á ensku gengið undir heitinu „the SLOSS debate”, sem stendur fyrir “single large or several small” (eitt stórt eða mörg lítil). Þetta verkefni kannar réttmæti stærðarmarka í núverandi náttúruverndarlögum á Íslandi með því að skoða tengsl þéttleika og fjölbreytni fugla við flatarmál votlendisbletta á suður-, suðvestur- og vesturhluta landsins. Niðurstöðurnar sýna að þéttleiki fugla var hæstur á minnstu votlendisblettunum og minnkaði með aukinni stærð votlendis. Aftur á móti jókst heildarfjöldi fugla og fjölbreytni fuglalífs með aukinni stærð votlendisbletta. Þetta sýnir að minni votlendisblettir, þar á meðal blettir vel undir tveimur hekturum, geta gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fuglalíf landsins og að horfa verður til samhengis en ekki eingöngu flatarmáls þegar teknar eru ákvarðanir um vernd votlendis. Skilningur á mikilvægi þess að aðgerðir í þágu náttúruverndar hafi bæði jákvæð áhrif líffræðilega fjölbreytni og loftslag eru að aukast og þær niðurstöður sem hér eru kynntar nýtast í þeim tilgangi.
Fimmtudaginn 15. júní verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Anna-María Lind Geirsd, starfsmaður skrifstofu Fuglaverndar.
Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu
Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 fimmtudag 15. júní.
Gera má ráð fyrir rúma klukkustund í göngu og stöður til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.
Hlýr fatnaður er t.d. tvær peysur undir vindheldum stakki jafnvel lopapeysa eða dúnúlpa. Húfa, vettlngar og ullarsokkar. Það er júní og sumar en getur orðið svalt á kvöldin.
Votlendisfuglar
Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.
Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins Árborgar.
Mánudaginn 5. júní verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og varamaður stjórnar Fuglaverndar.
Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu
Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 miðvikudag 15. júní.
Gera má ráð fyrir rúma klukkustund í göngu og stöður til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.
Hlýr fatnaður er t.d. tvær peysur undir vindheldum stakki jafnvel lopapeysa eða dúnúlpa. Húfa, vettlngar og ullarsokkar. Það er júní og sumar en getur orðið svalt á kvöldin.
Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.
Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins Árborgar. Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir alla jafnt einstaklinga og fjölskyldur að upplifa lifandi náttúru.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 mánudag 5. júní
Lógó eða merki Fuglavernar prýðir spói. Ef enginn væri spói á merki félagsins væri það heldur ljótt eins og konan sagði. Þannig er lógó Fuglaverndar í þessari færslu.
Aljóðlegur dagur náttúrunnar er í dag og þá skulum við leiða hugann að því hvernig heimur það væri sem að innihéldi ekki neitt gras, tré, mosa, fugla, spendýr og þar fram eftir götunum. Hvernig það verður að vera lifa í malbikuðum og steyptum plastheimi þar sem lítið líf annað en mannkyn og veirur þrífast eða bara veirur. Er það framtíðin?
Mikið hefur gengið á votlendi landsins undanfarna áratugi. Í kjölfar jarðræktarlaga (1923) og með tilkomu stórvirkra vinnuvéla á fimmta áratug þessarar aldar, urðu þáttaskil í nýtingu mýrlendis hér á landi. Upphófst þá tímabil stórfelldrar framræslu sem styrkt var með framlögum úr opinberum sjóðum.
Til að byrja með voru láglendismýrar, sem eru víða frjósamar og vel fallnar til ræktunar, ræstar fram til túngerðar. Seinna meir jókst mjög framræsla mýra til að bæta þær sem beitiland. Vegagerð og þéttbýlismyndun hafa einnig tekið sinn toll og við virkjanir fallvatna hefur straumvötnum verið breytt og landi sökkt undir miðlunarlón.
Nú er svo komið að tiltölulega lítið er eftir af óröskuðu votlendi á láglendi. Sem dæmi má nefna að athuganir hafa leitt í ljós að einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi er eftir óraskað og einungis 18% votlendis á Vesturlandi (sjá: Íslensk votlendi. Verndun og nýting – Háskólaútgáfan 1998).
Þessi saga hnignunar votlendis hér á landi er ekki einsdæmi; svipaða sögu er að segja um allan heim þar sem örar tækniframfarir hafa orðið.
Kort af Friðlandinu í Flóa
Fuglavernd, í samstafi við Árborg hefur endurheimt votlendi í Flóanum norðan Eyrarbakka við bakka Ölfusár.
Á dögunum hlaut Fuglavernd í samstarfi við Landgræðsluna, Hafrannsóknastofnun og Konunglega Breska Fuglaverndarfélagið (RSPB) styrk til að kanna möguleika á endurheimt búsvæða í lækjum, vötnum og votlendi fyrir fiska, fugla og aðrar lífverur. Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands munu einnig koma að verkefninu.
Straumvatn í mýri
Verkefnið er framhald verkefnis þar sem gerð var úttekt á vatnsvæði Kálfalækjar á Mýrum. Þar kom í ljós að framræsla votlendis hafði eyðilagt farleiðir fiska upp læki á svæðinu, auk þess að hafa slæm áhrif á hrygningar- og uppeldissvæði þeirra. Aftur á móti fundust hrygningarsvæði urriða í einu tilviki í skurði, en slíkt þarf að hafa í huga ef endurheimt verður á svæðinu.
Urriði
Nú er hugmyndin að stækka rannsóknarsvæðið svo að þá nái yfir Mýrar, Hnappadal og alla leið að ósi Straumfjarðarár fyrir neðan Snæfelssnesveg. Svæðið er tilnefnt til Náttúruminjaskrár af Náttúrufræðistofnun vegna búsvæða vað- og vatnafugla. Ásamt aðliggjandi fjörum og grunnsævi er það einnig skilgreint sem Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (IBA) af BirdLife International. Vötn og lækir á svæðinu eru líklega mikilvæg búsvæði silungs og áls, en áli hefur fækkað mikið í Evrópu og er nú talinn vera í útrýmingarhættu.
Lækir milli vatna
Í verkefninu verða lækir og vatnasvæði sem hafa orðið fyrir áhrifum framræslu kortlagaðir með tilliti til búsvæða fiska, sérstaklega urriða og áls. Hindranir verða skrásettar og metið verður hvaða áhrif endurheimt hefur á aðrar lífverur eins og fugla og gróðurfar. Mannfólkið er ekki heldur undanskilið en mikilvægt er að huga að landnýtingu og afstöðu landeigenda til endurheimtar. En ef endurheimt verður á svæðinu er mögulegt að aukin nýting fiskistofna verði í framtíðinni.
Styrkurinn var veittur af Open Rivers Programme sem hefur það að markmiði að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika og náttúrulega rennslishætti vatnsfalla í Evrópu. Þá aðallega með því að fjarlægða manngerðar hindranir eins og stíflur úr ám og lækjum. Nú er einungis verið að kanna möguleika á endurheimt, en ef gott samstarf og valkostir eru fyrir hendi, er mögulegt að vinna verkefnið yfir á framkvæmdastig í samvinnu við landeigendur.
Skrifað hefur verið undir stofnun Votlendissjóðsins. Tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verndari sjóðsins er Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Kynningarfundur var haldinn á Bessastöðum þann 30. apríl 2018.
Votlendissjóðurinn er stofnaður um samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að fá fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að fjármagna endurheimt hluta þess votlendis sem þegar hefur verið raskað hérlendis. Víðtækt samstarf liggur að baki þessu verkefni svo sem Landgræðsla Ríkisins, Landbúnaðarháskólinn, Háskóli Íslands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Vegagerðin, Fuglavernd, Landvernd, Klappir, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, sveitarfélög, bændur og landeigendur.
Verkefnið verður unnið með hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem íbúar fá kynningu á verkefninu og landeigendur fá boð um að taka þátt. Sveitarfélagið Fjarðabyggð ríður á vaðið og verður þar tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Reynt verður að fá ríkið til að endurheimta votlendi á þeim ríkisjörðum sem ekki eru í notkun.
Ásbjörn Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins.
Myndir
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslunnar
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson
Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Björn Barkarson frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu.
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslunnar og Kristín Ágústsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands.
Í tilefni af Alþjóðlegum degi votlendis þann 2. febrúar standa Landgræðslan, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands saman að Hrafnaþingi miðvikudaginn 31. janúar kl. 15:15.
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Hvanneyri flytur erindið „Endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni“ á Hrafnaþingi hjá Náttúrufræðistofnun.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.