Fræðslufundur um farhætti skúma – 13. des.2012

Flestir sjófuglar dvelja langdvölum á hafi úti utan varptíma og því hefur þekking okkar á vistfræði sjófugla að vetrarlagi verið afar takmörkuð. Undanfarna áratugi hefur tækninni fleygt fram og framleiddir hafa verið ritar sem gera okkur kleyft að fylgjast með sjófuglum að vetrarlagi. Sumarið 2008 voru dægurritar settir á 40 fullorðna skúma á Breiðamerkursandi, 16 á eyjunni Foula, Skotlandi og 24 á Bjarnareyju, Noregi. Alls endurheimtust 23 dægurritar á næstu þremur árum og var unnt að finna út staðsetningar fuglanna yfir vetratímann sem gáfu mikilvægar upplýsingar um vetrarstöðvar skúma frá þessum þremur löndum. Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ætlar að segja okkur frá þessum nýju upplýsingum um farhætti skúma.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og opnar húsið klukkan 20:00. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Við verðum með jólakortin okkar og nýja fóðrara til sölu fyrir fundinn. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Ný jóla- og tækifæriskort

Fuglavernd hefur gefið út tvö ný glæsileg jólakort. Himbrimi með unga prýðir annað kortið en falleg silkitoppa á grein prýðir hitt . Nýrri kort eru á 200 kr. stk. en eldri kort á 150 kr. stk en við erum með þó nokkuð úrval. Einnig má panta kortapakka með 11 kortum á 1500 kr. en þar eru valin saman bæði ný og eldri kort og þannig hægt að gera góð kaup.

Kortasalan eru liður í að styrkja fjárhag og kynna félagið. Pantið beint á pöntunarsíðunni okkar eða hafið samband við skrifstofu í síma 562 0477 /fuglavernd@fuglavernd.is . Ljósmyndarar eru Sindri Skúlason (himbrimann) og Hrafn Óskarsson (silkitoppuna).

Sendlingur - Ljósmynd: Gunnar Þór Hallgrímsson

Frá heiðalæpu til þangrottu – fræðslufundur 14.nóv.2013

Fræðslufundur félagsins verður að þessu sinni um sendlinga og lífshlaup þeirra. Sendlingar eru norrænir varpfuglar frá heimskautaeyjum NA Kanada í vestri til Taimyrskaga í Rússlandi. Innan þessa svæðis eru nokkrir stofnar sem eiga það sameiginlegt að halda til í grýttum fjörum í Atlantshafi yfir vetrartímann en engir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega og sendlingarnir. Á Íslandi verpur sérstök undirtegund sendlinga sem talin er vera staðfugl en utan varptímans koma hingað til lands aðrir stofnar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lífshlaup sendlinganna, helstu stofna og ferðalög auk verndargildis þeirra stofna sem tengjast Íslandi. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur heldur erindið en fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjum við kl. 20:30. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

Fuglavernd hvetur til hófsamra veiða

Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði – það er allra hagur að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar til framtíðar Rjúpan er hænsnfugl og sá eini sem lifir villtur á Íslandi. Rjúpan er þýðingamikill fugl í íslensku vistkerfi og m.a. forsenda fyrir tilvist fálka hér á landi.Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofnstærð virðist ná hámarki á um 10 ára fresti og getur verið allt að tífaldur munur á rjúpnamergð í lágmarki og hámarki. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem hafa áhrif á sveiflurnar svo sem fæðan, sníkjudýr og afrán. Uppi eru kenningar um að umferð veiðimanna um búsvæði rjúpunnar auki viðbótarafföll umfram það sem veitt er. Við hvetjum til hóflegra veiða og að boð og bönn séu virt og minnum á að sá sem kaupir eða selur rjúpu eða afurðir hennar er að brjóta lög. Þessa fallegu mynd tók Daníel Bergmann og hefur hún einnig prýtt jólakort Fuglaverndar.

Garðfuglakönnunin framundan

Nú er komið að því að hefja árvissa garðfuglakönnun Fuglaverndar en Fuglavernd hefur um árabil staðið fyrir rannsókn á garðfuglum og fengið félagsmenn og aðra áhugasama í lið með sér. Markmiðið er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar á samsetningu tegunda yfir vetrarmánuðina. Sem athugunarsvæði má nota húsagarða, afmörkuð svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða skógarlundi. Meginatriðið er að sama svæði sé talið og reglulega sé fylgst með því í viku hverri. Fylgst er með fuglalífinu frá því í lok október fram í lok apríl – og niðurstöðurnar skráðar á þar til gert eyðublað.

Veturinn 2012-2013 er garðfuglakönnun Fuglaverndar frá 28. október 2012 til 27. apríl 2013. Á Garðfuglavefnum má lesa nánar um könnina en hér má nálgast eyðublaðið sem fylla á út.

Áhugafólk um fugla er hvatt til að taka þátt – engin binding – lítið umstang en mjög skemmtilegt.

Undirskriftasöfnun

Landvernd hefur hafið undirskriftasöfnun til að knýja á um stöðvun framkvæmda við Mývatn þar til nýtt umhverfismat hefur verið gert. Sjá: http://landvernd.is/myvatn. Fuglavernd og Landvernd sendu fyrr í mánuðinum skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Þetta svæði er eitt þriggja svæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum sem fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, 
ekki síst vegna fjölbreytts fuglalífs. Í milliðinni hefur Landsvirkjun hafið viðamiklar framkvæmdir í Bjarnarflagi án þess að spurningum um mögulega mengun frá fyrirhugaðri virkjun hafi verið svarað, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis.

Framkvæmdir við Mývatn

Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Mývatns- Laxársvæðið er eitt þriggja Ramsarsvæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum, en hann fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, ekki síst vegna fuglalífs.

Landvernd og Fuglavernd fara þess á leit við Ramsarskrifstofuna að hún grípi til eftirfarandi aðgerða:

  • Krefji íslensk stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framfylgd samningsins hér á landi, um upplýsingar um þær hættur sem kunni að steðji að vistkerfi Mývatns og Laxár frá hinni fyrirhuguðu jarðhitavirkjun Landsvirkjunar í Bjarnarflagi.
  • Taki til skoðunar að tilnefna Mývatn-Laxá svæði á Montreux-lista samningsins sem er nokkurs konar válisti Ramsarsvæða sem sérstök hætta steðjar að og eru undir sérstöku eftirliti Ramsar-samningsins.
  • Krefji íslensk stjórnvöld um viðunandi eftirlit og vöktun á lífríki Mývatns.

Í þessu sambandi benda samtökin á að leita þurfi svara við spurningum sem varða mengun frá virkjuninni. Þar ber hæst förgun affallsvatns og möguleg kæling á grunnvatnsstreymi sem getur minnkað kísilstreymi til Mývatns, sem er ein undirstaða fjölbreytts lífríkis vatnsins. Einnig benda samtökin á að Landsvirkjun hefur ekki útskýrt hvernig fyrirtækið hyggist standast kröfur varðandi brennisteinsmengun frá virkjuninni.

Garðfuglabæklingurinn er fáanlegur á skrifstofu

Nú fer að koma tími á að gefa fuglunum okkar. Garðfuglabæklingurinn, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um þá fugla sem vænta má í görðum. Þar má finna nöfn þeirra og lýsingu á þeim og mynd af hverjum og einum og einnig eru upplýsingar um hvernig má fóðra fuglana –  t.a.m. hvað hverri tegund þykir best.

Einnig er að finna upplýsingar sem nýtast vel á öðrum árstímum eins og um fuglahús og varp og er garðrækt fyrir fugla tekin fyrir, bæklingurinn inniheldur m.a. plöntulista yfir plöntur sem gefa af sér fæðu, skjól og varpstaði.

Bæklingurinn er fáanlegur á skrifstofunni og kostar kr. 500,- og sjálfsagt að senda hann í pósti líka og kostar hann þá 650 með póstburðargjaldi. Netfangið okkar er fuglavernd@fuglavernd.is og símanúmer 5620477.

Áskorun frá Fuglavernd

Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.
Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur, svo og á röddinni.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér, en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.
Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.

Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu. Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.

Hjólaævintýri fjölskyldunnar – með fuglaívafi -16. sept.2012

– Á Degi íslenskrar náttúru við upphaf Evrópsku samgönguvikunnar-

Náttúruskóli Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna, Landvernd, Hjólafærni á Íslandi,
Fuglavernd og Framtíðarlandið efna til Hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu. Hjólað verður frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Árbæjarsafni kl. 14. Þar stendur Umhverfisráðuneytið fyrir hátíðardagskrá í tilefni Dags íslenskrar náttúru og Reykjavíkurborg setur Evrópsku samgönguvikuna. Upphafsstaðirnir eru við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði og í Álafosskvosinni Mosfellsbæ, en hægt er að slást í för með hjólaævintýrinu á öllum fræðslustöðunum (sjá kort). Hjólaævintýrin henta allri fjölskyldunni. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar. Gott er að hafa með sér eigið nesti og í Árbæjarsafninu verður boðið upp á íslenskar pönnuköku

Hér má sjá hjólaleiðirnar þrjár en fjallað verður um fugla við Bakkatjörn, Ástjörn og í Grafarvoginum.

Hjólaævintýri 1
Bakkatjörn – Árbæjarsafn: 14,6 km

1. Bakkatjörn 10.30 – 10.50
Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir göngufólk segja frá fuglalífinu við
Bakkatjörn og á utanverðu Seltjarnarnesi.
Bakkatjörn í Vatnsmýrina 5,5 km

2. Vatnsmýri/Tjörnin11.35 – 11.55
Katrín Ragnars starfsmaður Norræna hússins verður með kynningu á endurheimt
votlendis í Friðlandinu og breytingar á fuglalífi í kjölfarið.
Vatnsmýrin í Nauthólsvík 2,7 km

3. Nauthólsvík – Böðun og heittvatn12.20 – 12.40
Óttarr Hrafnkelsson, starfsmaður ÍTR í Nauthólsvík, segir frá baðmenningu
Reykvíkinga þá og nú.
Nauthólsvík að Árbæjarstíflu 5,9 km

4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn

Hjólaævintýri 2
Álafosskvos – Árbæjarsafn: 14,8 km

1. Álafosskvos 10.30 – 10.50
Magnús Guðmundsson, sagnfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir frá
nýtingu heita vatnsins í Álafosskvosinni til ullariðnaðar.
Kvos að Úlfarsá 4,5 km 35 mín

2. Við ósa Úlfarsár11.25 – 11.45
Þorkell Heiðarsson, sjávarlíffræðingur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður með
sjávardýr til sýnis og skoðunar og fræðir þátttakendur um helstu sjávardýr í fjörum á
höfuðborgarsvæðinu.
Úlfarsá í Grafarvog 5,8 km 50 mín

3. Grafarvogur 12.35 – 12.55
Sindri Skúlason, fuglaáhugamaður og fuglaljósmyndari segir frá fuglalífi í Grafarvogi.
Grafarvogur að Elliðaárstíflu 4,0 km

4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn

Hjólaævintýri 3
Ástjörn – Árbæjarsafn:14,8 km

1. Ástjörn 10.30 – 10.50
Steinar Björgvinsson skógfræðingur og fuglaáhugamaður verður með kynningu á
fuglunum við Ástjörn.
Vegalengd frá Ástjörn að Sjálandsskóla 6,6 km

2. Sjálandsskóli 11.45 – 12.05
Helgi Grímsson skólastjóri í Sjálandsskóla segir frá vatnalífi Vífilsstaðalækjar sem
rennur um skólalóðina.
Sjálandsskóli að Kópavogsleiru 2,4 km

3. Kópavogsleira / Þinghóll 12.25 – 12.45
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaðurNáttúrufræðistofuKópavogs.
Fjörulífríki og fornmannvist í Kópavogi.
KópavogsleiraaðÁrbæjarstíflu 5,3 km.

4. Elliðaárdalur / Árbæjarstífla 13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn