Fuglaskoðun í Vatnsmýrinni 29. júní

Fuglavernd í samvinnu við Norræna húsið býður upp á fuglaskoðun í friðlandinu í Vatnsmýrinni og að Tjörninni núna á laugardaginn 29.júni. Lagt verður af stað frá andyri norræna hússins klukkan 16:00 en gangan tekur um klukkutíma. Arnór Þrastarson mun leiða gönguna en skoðað verður fuglalífið á Hústjörn, Vatnsmýrartjörn og Þorfinnstjörn. Þetta er síðasta gangan í þessari röð. Róleg og þægileg fuglaskoðun í miðborginni.

Svo er bara að klæða sig eftir veðri, og taka sjónaukann með.
Hér fyrir neðan er linkur á vefmyndavél sem Norræna húsið hefur sett upp í vatnsmýrinni – mjög athyglisvert þar sem maður getur stjórnað því sjálfur frá hvaða sjónarhorni er horft.