Afmælisfagnaður laugardaginn 20. apríl

Laugardaginn 20. apríl heldur Fuglavernd upp á 50 ára afmæli félagsins í Nauthóli við Nauthólsvík. Kl. 12.30 verður boðið upp á fuglaskoðun í nágrenninu en kl. 13.30 hefjast aðalfundarstörf. Afmælisfagnaðurinn hefst svo klukkan 14.50, með fjölbreyttum og áhugaverðum erindum sem lýkur með hanastélsboði.

Á þessum tímamótum mun Fuglavernd fara yfir hálfrar aldar sögu sína en ekki síður horfa til framtíðar. Ýmis erindi verða um hlýnun loftslags og áhrif hennar á jörð, haf og dýralíf. Yngsti fyrirlesarinn er 16 ára fuglaáhugamaður, sem sýnir fuglaljósmyndir og einnig verður sagt frá verkefninu “Fljúgum hærra”, sem miðar að því að kynna fugla fyrir leikskólabörnum. Í lok dagskrár verður boðið upp á sérblönduðu hanastélin Þröst og Gráþröst undir ljúfum tónum fuglatengdra hljómsveita á borð við Eagles, Byrds og fleiri.

Afmælisdagskrá Fuglaverndar
í Nauthóli, laugardaginn 20. apríl 2013

12.30  Fuglaskoðun í nágrenni Nauthólsvíkur
13.30  Aðalfundur Fuglaverndar – lögbundin aðalfundarstörf – kjör heiðursfélaga
14.30  Kaffihlé
Afmælisdagskrá hefst
14.50  Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar setur samkomuna
15.00  Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar samkomuna
15.10  Fuglavernd í 50 ár – stiklað á stóru í sögu félagsins
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur
15.40  Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla og yfirborð sjávar
Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Jarðvísindadeild HÍ
16.05  Fuglalíf í framtíðinni
Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur
16.30  Fljúgum hærra – handbók leikskólakennara um fugla
Gerður Gylfadóttir og Jóhanna Torfadóttir höfundar og leikskólakennarar
16.45  Fuglalíf á Eyrum
Alex Máni Guðríðarson
17.00  Karrastél þar sem boðið verður upp á léttar veitingar undir ljúfum fuglatengdum tónum

Fundarstjóri er Ólafur K. Nielsen

 

 

Hollvinir Tjarnarinnar

Fuglavernd hefur með Norræna húsinu ákveðið að stofna óformlegan hóp sem er kallaður “Hollvinir Tjarnarinnar”. Tilgangurinn er að virkja krafta þeirra áhugamanna sem tilbúnir eru að leggja góðu málefni lið, nefnilega að hlúa að lífríki Tjarnarinnar. Fyrsta aðgerðin verður 7. apríl kl. 10:00 en þá er ætlunin að  taka til hendinni í Friðlandinu s.s. að hreinsa síkin og friðlandið af rusli, klippa runna inni í friðlandinu og gera hreiður fyrir æðarfuglinn í Stóra hólmanum í Norður-Tjörn. Þeir sem eru tilbúnir til starfans eru beðnir að hafa samband við Fuglavernd og skrá sig; fuglavernd@fuglavernd.is. Nánari áætlun verður tilkynnt þegar nær dregur.

Meðfylgjandi mynd er af álftapari á Reykjavíkurtjörn. Ljósm.JÓH.

Sumar í lífi rjúpunnar – fræðslufundur

Þriðjudaginn 26. mars n.k. mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur fjalla um lífsbaráttu rjúpna að sumarlagi en hann fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðversturlandi.
Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Sá ég spóa – 23. jan.2013

Borgný Katrínardóttir fuglafræðingur mun fjalla um spóann og rannsóknir á vistfræði hans á hálfgrónum áreyrum á fræðslufundi félagsins 23.janúar n.k, en þéttleiki spóa á slíkum búsvæðum er með því hæsta sem þekkist fyrir tegundina.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir. Verðum með fóðrara sem hæfa íslenskum aðstæðum til sölu fyrir fundinn og garðfuglabæklinginn okkar.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Garðfuglahelgi 25.-28.jan.2013

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. – 28. jan. 2013. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudaginn 25. jan., laugardaginn 26. jan., sunnudaginn 27. jan. eða mánudaginn 28. jan. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. , þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem má fá á skrifstofu félagsins.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að fara í krækjuna “skrá niðurstöður” sem er á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt að sækja þangað þartilgert eyðublað og skrá þar upplýsingar í tölvu og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com eða hreinlega í pósti til Fuglaverndar, Skúlatúni 6,105 Rvík.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Jólamarkaður – við Elliðavatn – 7.-8.des.2012

Minnum á jólamarkaðinn núna um helgina á Elliðavatni – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – föstudag og laugardag 7. og 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, silkitoppa og himbrima ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn okkar og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa og annan varning. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf. Hér má sjá frekari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá eða á www.fuglavernd.is.sjá á www.heidmork.is.

Fræðslufundur um farhætti skúma – 13. des.2012

Flestir sjófuglar dvelja langdvölum á hafi úti utan varptíma og því hefur þekking okkar á vistfræði sjófugla að vetrarlagi verið afar takmörkuð. Undanfarna áratugi hefur tækninni fleygt fram og framleiddir hafa verið ritar sem gera okkur kleyft að fylgjast með sjófuglum að vetrarlagi. Sumarið 2008 voru dægurritar settir á 40 fullorðna skúma á Breiðamerkursandi, 16 á eyjunni Foula, Skotlandi og 24 á Bjarnareyju, Noregi. Alls endurheimtust 23 dægurritar á næstu þremur árum og var unnt að finna út staðsetningar fuglanna yfir vetratímann sem gáfu mikilvægar upplýsingar um vetrarstöðvar skúma frá þessum þremur löndum. Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ætlar að segja okkur frá þessum nýju upplýsingum um farhætti skúma.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og opnar húsið klukkan 20:00. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Við verðum með jólakortin okkar og nýja fóðrara til sölu fyrir fundinn. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Sendlingur - Ljósmynd: Gunnar Þór Hallgrímsson

Frá heiðalæpu til þangrottu – fræðslufundur 14.nóv.2013

Fræðslufundur félagsins verður að þessu sinni um sendlinga og lífshlaup þeirra. Sendlingar eru norrænir varpfuglar frá heimskautaeyjum NA Kanada í vestri til Taimyrskaga í Rússlandi. Innan þessa svæðis eru nokkrir stofnar sem eiga það sameiginlegt að halda til í grýttum fjörum í Atlantshafi yfir vetrartímann en engir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega og sendlingarnir. Á Íslandi verpur sérstök undirtegund sendlinga sem talin er vera staðfugl en utan varptímans koma hingað til lands aðrir stofnar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lífshlaup sendlinganna, helstu stofna og ferðalög auk verndargildis þeirra stofna sem tengjast Íslandi. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur heldur erindið en fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjum við kl. 20:30. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

Hjólaævintýri fjölskyldunnar – með fuglaívafi -16. sept.2012

– Á Degi íslenskrar náttúru við upphaf Evrópsku samgönguvikunnar-

Náttúruskóli Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna, Landvernd, Hjólafærni á Íslandi,
Fuglavernd og Framtíðarlandið efna til Hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu. Hjólað verður frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Árbæjarsafni kl. 14. Þar stendur Umhverfisráðuneytið fyrir hátíðardagskrá í tilefni Dags íslenskrar náttúru og Reykjavíkurborg setur Evrópsku samgönguvikuna. Upphafsstaðirnir eru við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði og í Álafosskvosinni Mosfellsbæ, en hægt er að slást í för með hjólaævintýrinu á öllum fræðslustöðunum (sjá kort). Hjólaævintýrin henta allri fjölskyldunni. Fulltrúar hjólreiðafélaganna munu leiða hjólalestirnar. Gott er að hafa með sér eigið nesti og í Árbæjarsafninu verður boðið upp á íslenskar pönnuköku

Hér má sjá hjólaleiðirnar þrjár en fjallað verður um fugla við Bakkatjörn, Ástjörn og í Grafarvoginum.

Hjólaævintýri 1
Bakkatjörn – Árbæjarsafn: 14,6 km

1. Bakkatjörn 10.30 – 10.50
Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir göngufólk segja frá fuglalífinu við
Bakkatjörn og á utanverðu Seltjarnarnesi.
Bakkatjörn í Vatnsmýrina 5,5 km

2. Vatnsmýri/Tjörnin11.35 – 11.55
Katrín Ragnars starfsmaður Norræna hússins verður með kynningu á endurheimt
votlendis í Friðlandinu og breytingar á fuglalífi í kjölfarið.
Vatnsmýrin í Nauthólsvík 2,7 km

3. Nauthólsvík – Böðun og heittvatn12.20 – 12.40
Óttarr Hrafnkelsson, starfsmaður ÍTR í Nauthólsvík, segir frá baðmenningu
Reykvíkinga þá og nú.
Nauthólsvík að Árbæjarstíflu 5,9 km

4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn

Hjólaævintýri 2
Álafosskvos – Árbæjarsafn: 14,8 km

1. Álafosskvos 10.30 – 10.50
Magnús Guðmundsson, sagnfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir frá
nýtingu heita vatnsins í Álafosskvosinni til ullariðnaðar.
Kvos að Úlfarsá 4,5 km 35 mín

2. Við ósa Úlfarsár11.25 – 11.45
Þorkell Heiðarsson, sjávarlíffræðingur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður með
sjávardýr til sýnis og skoðunar og fræðir þátttakendur um helstu sjávardýr í fjörum á
höfuðborgarsvæðinu.
Úlfarsá í Grafarvog 5,8 km 50 mín

3. Grafarvogur 12.35 – 12.55
Sindri Skúlason, fuglaáhugamaður og fuglaljósmyndari segir frá fuglalífi í Grafarvogi.
Grafarvogur að Elliðaárstíflu 4,0 km

4. Elliðaárdalur – Árbæjarstífla13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn

Hjólaævintýri 3
Ástjörn – Árbæjarsafn:14,8 km

1. Ástjörn 10.30 – 10.50
Steinar Björgvinsson skógfræðingur og fuglaáhugamaður verður með kynningu á
fuglunum við Ástjörn.
Vegalengd frá Ástjörn að Sjálandsskóla 6,6 km

2. Sjálandsskóli 11.45 – 12.05
Helgi Grímsson skólastjóri í Sjálandsskóla segir frá vatnalífi Vífilsstaðalækjar sem
rennur um skólalóðina.
Sjálandsskóli að Kópavogsleiru 2,4 km

3. Kópavogsleira / Þinghóll 12.25 – 12.45
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaðurNáttúrufræðistofuKópavogs.
Fjörulífríki og fornmannvist í Kópavogi.
KópavogsleiraaðÁrbæjarstíflu 5,3 km.

4. Elliðaárdalur / Árbæjarstífla 13.30 – 13.45
Friðþjófur Árnason á Veiðimálastofnun segir frá lífríki Elliðaánna, áhrifum
stíflumannvirkja á vistkerfi ánna og endurheimt búsvæða í ánum.
Stífla að Árbæjarsafni 0,5 km

5. Árbæjarsafn

 

Fugl fyrir milljón

logo
Ljósmyndakeppnin Fugl fyrir milljón stendur nú yfir.Áhugasamir ljósmyndarar geta skráð sig til þátttöku í ljósmyndasamkeppni um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Auk ýmissa veglegra verðlauna, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé. Hægt er að skrá sig hjá Brimnes hóteli og Rauðku.

Sjá nánar á síðu keppninnar: http://www.fuglfyrirmilljon.com