Sá ég spóa – 23. jan.2013

Borgný Katrínardóttir fuglafræðingur mun fjalla um spóann og rannsóknir á vistfræði hans á hálfgrónum áreyrum á fræðslufundi félagsins 23.janúar n.k, en þéttleiki spóa á slíkum búsvæðum er með því hæsta sem þekkist fyrir tegundina.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir. Verðum með fóðrara sem hæfa íslenskum aðstæðum til sölu fyrir fundinn og garðfuglabæklinginn okkar.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]