Afmælisfagnaður laugardaginn 20. apríl

Laugardaginn 20. apríl heldur Fuglavernd upp á 50 ára afmæli félagsins í Nauthóli við Nauthólsvík. Kl. 12.30 verður boðið upp á fuglaskoðun í nágrenninu en kl. 13.30 hefjast aðalfundarstörf. Afmælisfagnaðurinn hefst svo klukkan 14.50, með fjölbreyttum og áhugaverðum erindum sem lýkur með hanastélsboði.

Á þessum tímamótum mun Fuglavernd fara yfir hálfrar aldar sögu sína en ekki síður horfa til framtíðar. Ýmis erindi verða um hlýnun loftslags og áhrif hennar á jörð, haf og dýralíf. Yngsti fyrirlesarinn er 16 ára fuglaáhugamaður, sem sýnir fuglaljósmyndir og einnig verður sagt frá verkefninu “Fljúgum hærra”, sem miðar að því að kynna fugla fyrir leikskólabörnum. Í lok dagskrár verður boðið upp á sérblönduðu hanastélin Þröst og Gráþröst undir ljúfum tónum fuglatengdra hljómsveita á borð við Eagles, Byrds og fleiri.

Afmælisdagskrá Fuglaverndar
í Nauthóli, laugardaginn 20. apríl 2013

12.30  Fuglaskoðun í nágrenni Nauthólsvíkur
13.30  Aðalfundur Fuglaverndar – lögbundin aðalfundarstörf – kjör heiðursfélaga
14.30  Kaffihlé
Afmælisdagskrá hefst
14.50  Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar setur samkomuna
15.00  Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar samkomuna
15.10  Fuglavernd í 50 ár – stiklað á stóru í sögu félagsins
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur
15.40  Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla og yfirborð sjávar
Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Jarðvísindadeild HÍ
16.05  Fuglalíf í framtíðinni
Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur
16.30  Fljúgum hærra – handbók leikskólakennara um fugla
Gerður Gylfadóttir og Jóhanna Torfadóttir höfundar og leikskólakennarar
16.45  Fuglalíf á Eyrum
Alex Máni Guðríðarson
17.00  Karrastél þar sem boðið verður upp á léttar veitingar undir ljúfum fuglatengdum tónum

Fundarstjóri er Ólafur K. Nielsen