Veljið hófsemi við rjúpnaveiðar!

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudegi til og með þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.

Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu.

Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og fyrir hendi er stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting.

Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2022 

Tillögur Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á rjúpu 2022

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár.

Fuglavernd hvetur veiðimenn að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi en slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Veiðimenn eru hvattir  til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.

 

Fuglavernd á Arctic Circle laugardag 15. október

Fuglavernd mun taka þátt í Hringborði norðurslóða / Arctic Circle  þetta ár í samvinnu við RSPB, The Royal Society for the Protection of Birds.

Dagskrá Fuglaverndar og RSPB á Arctic Circle 15. október 2022 :
11:05 – 12:00

Glíma við loftlagsbreytingar og tap á líffræðilegum fjölbreytileika á norðlægum slóðum og víðar.

TACKLING BIODIVERSITY LOSS AND CLIMATE CHANGE TOGETHER IN THE
ARCTIC AND BEYOND –

Staðsetning: Salurinn Akrafjall, Harpa

● Pawel Wasowicz, Botanist, Icelandic Institute of Natural History;
Chair, Group of Experts on Invasive Alien Species of the Bern
Convention: How to Save the Planet and not Ruin the
Environment?
● Kenna Chisholm, Area Manager, RSPB Scotland; Flow Country
Partnership, United Kingdom: The Flow Country: Lessons
Learned in Scaling up Habitat Restoration – for People, Climate
and Nature
● Jeremy Roberts, Programme Manager, Cairngorms Connect,
Endangered Landscapes Programme, RSPB Scotland:
Cairngorms Connect – the UK’s Biggest Habitat Restoration
Project – for Biodiversity, Climate and People
● Jonathan Spencer, Independent Adviser, Ecologist and
Re-wilding Consultant, NA, United Kingdom: Ecosystem
Restoration Options that Could Shape the Future Landscape of
the Arctic – with Multiple Benefits
Chair: Tómas Grétar Gunnarsson, Director, the South Iceland
Research Centre, University of Iceland: Tackling Biodiversity
Loss and Climate Change Together in the Arctic and Beyond

Hefurðu áhuga á fuglum? Taktu þátt í Fuglavernd

Hefurðu áhuga á fuglum? Taktu þátt í Fuglavernd

Langar þig að kynnast fólki sem hefur gaman að  því að fara út með sjónauka og horfa á fugla?

Þá er Fuglavernd rétti vettvangurinn fyrir þig. Fyrir utan að kynnast fólki með sama áhugamál þá muntu styrkja félag  sem:

Starfar að  vernd fuglategunda sem eru í útrýmingarhættu á Íslandi, bæði stað- og farfugla.

Rekur friðlönd fyrir fugla: Sjálfboðaliðar koma að viðhaldi þeirra.

-Vinnur að fræðslu um fugla og búsvæði þeirra: Sjálboðaliðar leiða fuglaskoðanir t.d. í Friðlandi í Flóa.

Heldur myndasýningar um fugla: Sjálfboðaliðar Fuglaverndar sýna myndir og segja frá. Frítt inn fyrir félaga en myndasýningarnar eru einnig opnar almenningi sem greiðir aðgangseyri.

Fuglavernd er vettvangur fyrir fólk sem hefur áhuga á fuglum og náttúruvernd.

Hér geturðu skráð þig í félagið.

Taktu þátt í Fuglavernd; friðlönd

Loftmynd af Friðlandi í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Loftmynd af Hafnarhólma. Ljósmynd: ©Daníel Bergmann.

Fuglavernd rekur friðlönd fyrir fugla og hvetur til að  miklvæg svæði verði vernduð með tilliti til  fugla:

Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.

Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd, vertu með í Fuglavernd!

ljsm. Guðrún Lára Pálmarsd. Fuglaskpun Friðlandi Flóa

Taktu þátt í Fuglavernd

Taktu þátt í Fuglavernd!

Hvað er Fuglavernd?
Í stuttu máli: Fuglavernd eru frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar. Félagið var stofnað 1963 af áhugamönnum um verndun hafarnarins. Fuglavernd vinnur að því að fuglar og búsvæði þeirra skaðist sem minnst vegna framkvæmda.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.
Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd.
Hér geturðu sótt um félagsaðild
Hér geturðu lesið um HAFÖRNINN á heimasíðu Fuglaverndar

 

Kettir á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert.  Lang best væri að kettir væru inni yfir varptímann en einhvern vegin þarf að tækla ketti sem eru vanir útigöngu.

Á þessum tíma er mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Sagt er að kettir stundi mest veiðar í ljósaskiptunum en  norðarlega á hnettinum lengist dagurinn að vori og senn renna dagur og nótt saman í eitt.  Veiðar katta einskorðast því ekki við ljósaskiptin.

Hægt er að venja kött á að vera inni á nóttunni. Þegar kallað er á hann um kvöldmatarleiti og hann kemur inn þá ber að verðlauna með kattagóðgæti. Svo á ekki að hleypa honum út fyrr en daginn eftir og reyna að takamarka útiveruna við fáeinar klukkustundir.

Kattakragar hafa reynst gott meðal til að minnka veiðar katta og þeir virka betur heldur en bjöllurnar.  Fuglavernd selur kattakraga í vefverslun sinni.

Framleiðendur kraganna Birdsbesafe eru með mikið af fróðleik og upplýsingum um rannóknir á virkni kraganna. Hér má lesa um það á ensku.

Bjöllur og kragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

 

• halda köttum inni, sérstaklega frá kvöldi og fram á morgun (helst frá kl. 17 seinnipart dags og til kl. 9 að morgni),
• gefa köttum sérlega ljúffenga máltíð (kjöt) seinni partinn (þá venjast þeir á að koma heim og eru líklegri til að vilja vera inni, saddir og sælir)
• setja litríka kattakraga utan um ólar kattanna
• setja aukabjöllur á ólarnar