Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Upphaf aldauðans

31.10.2020 @ 15:00 - 01.11.2020 @ 17:00

Hvað er þetta?
Sýning með verkum eftir Ólöfu Nordal, Ragnhildi Ágústsdóttur og Örlyg Kristfinnsson sem hverfast um fugla. Samhliða sýningunni er fagnað útgáfu bókarinnar „Fuglinn sem gat ekki flogið“ eftir Gísla Pálsson.
Auk þess verður efnt til opinnar málstofu um aldauðann og skipulögð barnanámskeið.
➖ Hvar?
Í Ásmundarsal & á vefnum þar sem allri dagskrá verður streymt hér.
Af hverju skyldi aldauði geirfuglsins vera á dagskrá?
Tegundin leið undir lok við Ísland, á Eldey við Reykjanes 3. júní 1844. Örlög geirfuglsins voru skráð í einstöku handriti, Geirfuglabókum, sem skráðar voru í Íslandsleiðangri tveggja Breta (1858) en lítið hefur verið fjallað um. Geirfuglinn varð tilefni almennrar umræðu á nítjándu öld um aldauða tegunda. Nú á tímum vofir yfir allsherjar aldauði tegunda.
LAUGARDAGUR, 31. okt
Dagskrá hefst kl.14:00 þegar fólk safnast saman í Skerjafirði þar sem Geirfugl Ólafar Nordal blasir við og síðan verður haldið í Ásmundarsal. Þar hefst bókakynning kl.15:00, auk þess sem Geirfuglarnir leika nokkur lög út í garði (ef veður leyfir).
Í Ásmundarsal verða til sýnis verk eftir Ólöfu Nordal, Ragnhildi Ágústsdóttir og Örlyg Kristfinnson – ásamt verkum barna, sem hafa tekið þátt í vinnustofu um fágæta fugla 30. október.
SUNNUDAGUR, 1. NÓV  Málþing kl.15:00 undir yfirskriftinni ALDAUÐI SAMTÍMANS.
Eftirtalin flytja stutt erindi:
  • Ólöf Nordal, myndlistarkona
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur.
  • Errol Fuller, fuglafræðingur.
  • Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur.
  • Gísli Pálsson, mannfræðingur.
Að erindum loknum verða umræður.
Fjöldi gesta í Ásmundarsal ræðst af sóttvarnarreglum. Tekið verður tillit til aðstæðna með forskráningu og streymi frá viðburðinum.
Skráning á málþing fer fram hér:
https://forms.gle/QrcFwGvm68KPvdgL9

Streymi verður á Facebooksíðu Ásmundarsals: https://www.facebook.com/events/351695369495437

Bók Gísla Pálssonar fæst í vefversluninni: Fuglinn sem gat ekki flogið

Upplýsingar

Byrja:
31.10.2020 @ 15:00
Enda:
01.11.2020 @ 17:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,

Skipuleggjandi

Fuglavernd
Phone
5620477
Netfang
fuglavernd@fuglavernd.is
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Ásmundarsalur
Freyjugata 41
Reykjavik, 101 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website