Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson sýna myndir og segja frá fuglaskoðun í Portúgal.
Myndakvöldið verður í sal Arion banka í Borgartúni, Reykjavík 2. febrúar og hefst kl. 19:30.
Frítt fyrir félagsmenn og 1000 kr fyrir utanfélagsmenn.
Fuglaskoðun í Portúgal, samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA. Þann 18. apríl 2019 héldu 12 kampakátir Íslendingar af stað í fuglaskoðun til Miðjarðarhafslandsins Portúgal. Ferðin var samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA. Portúgalarnir skipulögðu ferðina heimafyrir, meðan Fuglavernd sá um að koma hópnum út.
Nýverið gaf Daníel Bergmann út bókina Fálkinn. Hann mun sýna myndir af fálkum og segja frá tilurð myndanna í sal Arionbanka.
Fálkinn er stærsti og glæsilegasti fulltrúi fálkaættarinnar. Hann er harðgerður ránfugl sem lifir nyrst á hjara veraldar í löndunum umhverfis Norðurheimskautið. Fálkinn er sérhæfður ránfugl og háður rjúpunni sér til lífsviðurværis. Þetta sérstaka samband ránfugls og bráðar hefur orðið uppspretta kvæða og þjóðasagna. Á öldum áður voru fálkar fangaðir, fluttir úr landi og þjálfaðir til veiða. Íslenskir fálkar voru konungsgersemi og eftirsóttir af aðlinum í Evrópu til veiðileikja. Frá 1940 hefur fálkinn verið alfriðaður og sérstakt leyfi þarf til að nálgast hreiður hans á varptíma. Fálkinn var um tíma í skjaldarmerki þjóðarinnar og við hann er kennd fálkaorðan, æðsta heiðursmerki sem forseti Íslands veitir. Ókrýndur sem slíkur er fálkinn ótvíræður þjóðarfugl Íslendinga.
Daníel Bergmann hefur fylgst með fálkum og ljósmyndað þá í náttúru Íslands í rúma tvo áratugi. Aldrei áður hefur birst á prenti slíkt samansafn ljósmynda en í bókinni eru 115 myndir teknar á 23 ára tímabili. Myndirnar gefa innsýn í líf fálkans á öllum árstímum og þeim til stuðnings er margvíslegur fróðleikur og frásagnir af fálkum.
Aðgangseyrir:
Félagar Fuglaverndar: Innifalið í árgjaldi.
Utanfélagsmenn: 1000 kr . Enginn posi á staðnum vinsamlega komið með seðla.
Fuglavernd, Canon og Origo efna til viðburðar þann 9. apríl 2019 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun.
Á viðburðinum munu eftirfarandi ljósmyndarar vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við myndirnar: Bjarni Sæmundsson, Björgvin Sigurbergsson og Yann Kolbeinsson.
Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar, opnar viðburðinn og mun hann fjalla um grunnstoðir fuglaverndar, þ.e. tegundavernd, búsvæðavernd, sjálfbæra nýtingu og endurheimt vistgæða og þá hvernig ljósmyndarar með verkum sínum geta miðlað þessu til almennings.
Origo mun sýna úrval af Canon myndavélum og linsum, m.a. langar aðdráttarlinsur. Við verðum t.d. með hina nýju EF 400/2.8L IS III USM sem er léttasta 400mm f/2.8 linsa í heimi.
Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37 105 Reykjavík og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig.
Miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl. 20:00 heldur Yann Kolbeinsson myndasýningu í sal Arion banka Borgartúni 19 105 Reykjavík og segir frá ferð sinni til Vestur Papúa.
Haustið 2017 fóru Yann Kolbeinsson og Charla Basran til Nýju Gíneu í Eyjaálfu. Um er að ræða aðra stærstu eyju heims en ferðalagið var bundið við vesturhluta svæðisins. Það er í daglegu tali kallað Vestur Papúa og tilheyrir Indónesíu.
Nýja Gínea er vafalítið frægust fyrir sína margbreytilegu og litskrúðuga paradísarfugla. Langflestar tegundir þessa hóps eru bundnar við eyjuna og hennar næsta nágrenni en eftir að hafa komið á þessar slóðir er auðskilið hvers vegna þessi leyndardómsfulla ætt fugla er kennd við paradís. Ósnortin náttúra einkennir enn þennan heimshluta.
Hvort sem um er að ræða líf á landi eða í sjó þá er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá handan við næsta horn. Á þessu þriggja vikna ferðalagi sáust nærri 240 tegundir fugla en dágóður hluti ferðarinnar fór einnig í að njóta strandlífs sem og skoða hin fjölbreytilegu kóralrif þar sem upp úr stóð heimsins stærsti fiskur, hvalháfurinn.
Sýningin hefst kl. 20:00.
Allir velkomnir, frítt inn fyrir félagsmenn Fuglaverndar. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Einstakt dýralíf á Galapagos og litskrúðugir fuglar í Ekvador.
Miðvikudaginn 14. nóvember heldur Gunnlaugur Sigurjónsson myndasýningu í Arion banka við Borgartún og segir frá ferð sinni til Galapagoseyja og regnskóga Ekvador.
Síðastliðið vor hélt Gunnlaugur ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni, formanni Fuglaverndar í ævintýrasiglingu um Galapagos eyjaklasann. Eyjarnar eru þekktar fyrir hið einstaka dýralíf og er fjöldi einlendra (endemiskra) tegunda mikill.
Fyrir utan finkurnar, sem komu Darwin á sporið varðandi þróun tegundanna, eru þar t.d. einu mörgæsir og albatrosar í heimi, sem verpa norðan miðbaugs. Súlur, skrofur, sæsvölur, skarfar, hegrar, vaðfuglar og freigátufuglar eru á hverju strái. Fuglarnir eru allir mjög spakir, sem og Iguana eðlurnar, risaskjaldbökurnar, sæljónin og fjöldi annarra dýra, sem eru á og við eyjarnar.
Galapagoseyjar eru eldfjallaeyjar og minna um margt á Vestmanneyjar, en úrkoman miklu minni og gróður allur annar. – Á leiðinni stoppuðu þeir félagar í 6 daga í regnskógum Ekvador og mynduðu afar skrautlega fugla, þar af um 25 tegundir kólibría. Ekvador er eitt tegundaríkasta land í heimi.
Sýningin hefst kl. 20:00.
Allir velkomnir, frítt inn fyrir félagsmenn Fuglaverndar. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Þriðjudagskvöldið 20. mars kl. 20:00 mun Helgi Guðmundsson leiðsögumaður sýna myndir og segja frá ferð sem hann fór ásamt bróður sínum til Tansaníu á síðasta ári.
Í ferðinni bar fyrir augu fjölda fugla og dýra og varð afraksturinn m.a. aragrúi ljósmynda. Ætlunin er að stikla á stóru og verður borið niður hér og hvar af handahófi í myndahaugnum.
Að vanda er frítt inn fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 krónu aðgangseyrir fyrir utanfélagsmenn.
Fuglavernd, Canon og Nýherji verða með fræðslufund um fuglaljósmyndun fimmtudagskvöldið 19. mars 2015 ásamt því að sýna aðdráttarlinsur frá Canon. Þar munu bæði atvinnumenn og áhugafólk um fuglaljósmyndun veita fræðslu, en meðfram því að leggja áherslu á fuglavernd verður farið í tæknileg atriði sem og praktíska hluti, eins og t.d. hvernig er best að nálgast fugla í sínu náttúrulega umhverfi. Viðburðurinn fer fram í Nýherja, Borgartúni 37, og hefst kl. 19:30. Þátttaka er ókeypis en óskað er eftir skráningu (hér er linkur á skráningarsíðu). Jóhann Óli Hilmarsson fjallar um virðingu fyrir viðfangsefninu og kemur þar aðeins inná löggjöf um fuglavernd. Þá fjallar hann um góða staði til að ljósmynda fugla ásamt því að sýna myndir af fuglum í umhverfi sínu. Sindri Skúlason fer yfir listina að mynda fugla ásamt því að fara lauslega í tæknileg atriði og hvernig best er að nálgast fugla og hvað sé mikilvægt að hafa í huga við fuglaljósmyndun (hann tók myndina af flórgoðanum). Ásta Magnúsdóttir og Helga Guðmundsdóttir sýna valdar myndir og segja sögurnar á bak við þær. Nýherji hefur fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon sem verða til sýnis, m.a. hina nýju EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM, EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Skemmtilegur og spennandi viðburður fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun!
Miðvikudaginn 25.febrúar næstkomandi mun Gunnlaugur Sigurjónsson áhugaljósmyndarisegja frá, í máli og myndum, ferð sem farin var til Svalbarða sumarið 2013. Atburðurinn verður haldinn í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30.
Gunnlaugur, Jóhann Óli Hilmarsson og Daníel Bergmann fóru sumarið 2013 með fjölþjóðlegum hópi ljósmyndara til Svalbarða. Sýndar verða myndir af landslagi, dýra- og fuglalífi Svalbarða. Í upphafi ferðar var nokkrum dögum eytt í nágrenni Longyearbyen og svo var farið í siglingu norður fyrir Svalbarða inn í hafísinn þar sem komist var í návígi við ísbirni og rostunga.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30 og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Samkvæmt venju verður hægt að nálgast hreiðurkassana okkar, fóðrara, fuglakort og eldri tölublöð af Fuglum – en við erum ekki með posa.
Ljósm: Gunnlaugur Sigurjónsson.
Fuglavernd í samvinnu við Nýherja og Canon efnir til myndasýningar í Nýherja miðvikudaginn 9. október 2013 þar sem ljósmyndararar Óskar Andri, Sindri Skúlason og Jóhann Óli Hilmarsson sýna glæsilegar fuglamyndir úr náttúru Íslands. Húsið opnar kl.17:00 þar sem gestir geta skoðað Canon ofuraðdráttarlinsur. Meðfylgjandi mynd er af haferni eftir Sindra Skúlason. Ókeypis er á viðburðinn en óskað eftir að fólk skrái sig hér.
Jól 2024: Hægt er að versla í vefverslun og fá sent í pósti til kl. 14 þann 23. desember. Hægt verður að sækja vöru og versla á staðnum á skrifstofu Fuglaverndar til kl. 15 sama dag. Það verður lokað um jól og Fuglavernd opnar aftur á nýju ári fimmtudag 2. janúar kl. 9. Gleðilega hátíð, fuglavinir nær og fjær. Loka
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna