Kattakragar – minnkum veiðar katta

Kattakragar
Frábærir kragar sem að gera ketti sýnilegri fyrir fugla.
Kettir eru mjög duglegir að leynast, sama hvort þeir eru bröndóttir, skjöldóttir, mjallahvítir eða annara lita þá geta þeir gert sig nær ósýnilega með því einu að liggja grafkyrrir jafnvel á miðri grasflöt. Fuglar sjá liti mjög vel og með því að setja litríkan kattakraga á köttinn þá er búið að auka líkur á því að fuglarnir komi auga á köttinn áður en það er um seinan.
Á kattakrögunum sem að Fuglavernd selur er endurskinsrönd á ystu brún kragans. Endurskinsröndin getur bjargað köttum frá því að verða undir bíl í skammdeginu en endurskinið sést í nær 100 m fjarlægð í ljósgeisla bílsins. Endurskinmerkislaus köttur sést ekki fyrr en hann er stokkinn út á götu framfyrir bílinn, og það getur verið of seint fyrir kisa, jafnvel þó kettir kváðu eiga níu líf.

Sjá nánar í vefverslun Fuglaverndar

 

Kattakragi - litríkar bylgjur
Kattakragi með litríkum bylgjum.

Birkifræ eftir sumarið 2023

Eins og allir fuglavinir vita, þá eru birkifræ ein aðalfæða auðnutittlinga sem nú sækja í sólblómafræ í görðum þeirra er fóðra fugla. Fuglavernd hafði samband við Skógrækt Reykjavíkur og spurðist fyrir um hvernig stæði á því að það væri svo lítið af birkifræjum eftir sumarið 2023. Gústaf Jarl Víðarsson svaraði eftirfarandi:

“Sammála að það er ekki gott fræár hjá birki og fleiri trjátegundum. Ég hef heyrt að það sé svolítið af birkifræi á Vestfjörðum, en held að það sé lítið um það annars staðar.
Ég tel að ástæðan sé veðrið í vor, þar sem bar töluvert á trjáskemmdum á lauftrjám sem voru byrjuð að laufgast en fóru í illa í kaldri SV-átt sem var ríkjandi þegar kom fram á vor, en trén voru komin nokkuð af stað í apríl og farin að laufgast. Þá voru laufin svört og veðurbarin á mörgum lauftrjám og það hefur verið umtalsvert áfall fyrir þau. Trén náðu að laufgast aftur, en þetta hefur kostað þau talverða orku og hafa trén því ekki átt fyrir fræmyndun.

Síðastliðin ár hafa birkiþéla og birkikemba verið áberandi í birki og mætti kalla það faraldra sem hafa geisað í skógunum að vori og hausti. Þessi faraldrar hafa gert það að verkum að trén missa af ljóstillífun, ný laufblöð þurfa að vaxa og eiga þá ekki inni nægilega orku til þess að mynda fræ eins og þau gerðu annars. Vonandi minnkar það vandamál með sníkjuvespu sem nam land í sumar. Sjá; Náttúrulegur óvinur birkiþélu finnst á Íslandi | Skógræktin (skogur.is)

Ég gæti trúað að það verði ágætis fræár á næsta ári, þar sem sumarið varð síðan hlýtt og haustið langt.”

 

Fuglavernd þakkar Gústafi Jarli fyrir svarið.

Kettir og fugladráp þeirra – hvað er til ráða?

Áskorun til kattaeigenda á varptíma

Nú er vorið komið og með hækkandi hitastigi og meiri birtu fara dýr af flestum tegundum að huga að vorverkum og eru meira á ferðinni en yfir vetrartímann. Fuglar af öllum stærðum og gerðum hafa mikið að gera á þessum tíma. Sumir hafa haft mikið fyrir því að koma sér til landsins. Þeir parast, gera sér hreiður og liggja á eggjum í marga sólarhringa áður en ungarnir skríða út. Fjölmörg höfum við gaman af að fylgjast með öllu ferlinu.
Heimiliskettir hrista líka af sér vetrarslenið og eru oft meira úti við. Kettir eru rándýr og geta valdið miklum afföllum hjá fuglum, sér í lagi á varptíma. Til eru nokkur ráð fyrir ábyrga kattaeigendur til að reyna að minnka þann skaða sem þeirra kettir mögulega valda. Til dæmis er hægt að halda köttum inni yfir varptímann en hafa þarf í huga að kettir þurfa þá meiri leik og athygli á þeim tíma. Hægt er að halda köttunum inni ákveðinn tíma sólarhrings og þá helst yfir kvöld og nótt (u.þ.b. frá kl. 17:00 til kl. 09:00). Til að venja ketti á að koma inn seinni partinn má prófa að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Æskilegt er að setja bjöllur á hálsólar og einnig hafa kattakragar sem settir eru á ólarnar gefið góða raun.

Samkvæmt grein á heimasíðu Fuglaverndar  drepa kettir með litríka kraga mun færri fugla en kettir með engan kraga en hér eru nokkrar greinar um veiðar katta, kraga og annað tengt því. Kragana er hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, , Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum.

 

Í vor vilja Fuglavernd – BirdLife Iceland, Kattavinafélag Íslands, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Dýraþjónusta Reykjavíkur í sameiginlegu átaki skora á kattaeigendur að gæta katta sinna vel og reyna að lágmarka fugladráp þeirra.

Músarrindill © Sindri Skúlason

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar 2023 – Allir geta tekið þátt

Garðfuglahelgi að vetri hefst  27. janúar og stendur til og með 30. janúar 2023. Allir sem hafa áhuga á fuglum eru velkomnir með í þessa helgar könnun sem fer fram í garðinum hjá þér!

Viðburðurinn stendur í 3 daga.

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.

Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf   sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

 

Skráning niðurstaðna

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Hægt verður að skrá niðurstöður inn á rafrænt form 

 

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði:

Garðfuglahelgin – eyðublað.pdf (92 kB) 

Garðfuglahelgin – eyðublað.docx (75 kB)

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

 

Garðfuglar

Lestu meira um fóðruhttps://fuglavernd.is/voruflokkur/baeklingar/n garðfuglagarðyrkju í fuglagarðinum og  garðfuglategundir.

Í vefversluninni okkar fást bæði fuglafóðurfuglafóðrarar og fuglahús , bæklingurinn  “Garðfuglar” og bókin  “Væri ég fuglinn frjáls”,  um fyrstu skrefin í fuglaskoðun. 

Jólaopnun Fuglaverndar í Grasagarðinum í Reykjavík og fuglaskoðun krakka

Í stað jólaopnunar á Hverfisgötu verður Fuglavernd  í Grasagarðinum  3. desember í garðskálanum

Fuglavernd mun verða með ýmislegt á boðstólum:

-Fuglamatseðill til sýnis

-Fuglafóðrarar

-Fuglafóðurhús

-Fuglapóstkort/jólakort

-Fræðirit

-Kattakragar

-Sjónaukar

-…og fleira

Kl. 11 verður fuglaskoðun fyrir krakka á vegum Grasagarðsins.

Krökkum og fjölskyldum þeirra býðst að koma og kanna fuglalífið í garðinum og læra um fuglafóðrun. Þátttakendur eru hvattir til að koma með kíki með sér en einnig verður hægt að fá lánaðan kíki á staðnum.

Fuglaskoðunin hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti til að borða í ljósum prýddum garðskálanum eftir fuglaskoðunina.

Þátttaka er ókeypis og hjartanlega velkomin!

Margar gerðir fuglafóðrara

Skógarþröstur

Garðfuglakönnun 2022-23

Garðfuglakönnun 2022-23 hefst 30. október

Ljsm. Sindri Skúlason, skógarþröstur.

Garðfuglakönnun er árlegur viðburður Fuglaverndar sem snýst um að telja fugla í garðinum sínum. Fuglar heimsækja mest þá garða þar sem fóður stendur til boða. Könnunin er ætluð öllum sem hafa áhuga á fuglum og er ekki ýkja flókin þó hún virðist vera það við fyrstu sýn.

Það er hægt að telja fugla daglega, vikulega t.d. bara um helgar.

Eyðublöð eru tilbúin á heimasíðu Fuglaverndar sem hægt er að hlaða niður og prenta út ef vill.

Fyrir daglega notkun er oft handhægara að nota rissblað eða stílabók. Dæmi um skráningarblað sem maður notar daglega hér fyrir neðan. Þar sést t.d. að fyrst sáust 5 starar og það var skráð. En þegar næst var skoðað, skömmu seinna, voru þeir orðnir 12. Þá leggur maður ekki saman fimm og tólf heldur notar hærri töluna tólf sem fjölda stara þennan dag. Á þessu blaði eru skráðir þeir fuglar sem eru venjulega í görðum en það geta verið aðrar tegundir sem heimsækja garða reglubundið.  Þegar vikan er liðin tekur maður saman tölurnar, hæstu tölur hverrar tegundar, og færir inn í eyðublaðið sem finna má hér.

 

Það er ágætt að undirbúa garðfuglakönnunina með því að byrja að æfa sig í talningu og skráningu og þeir sem  fóðra fugla geta hafið fóðrun nokkrum dögum fyrir. Það má nefna að fólk sem bæði fóðrar fugla og tekur þátt í garðfuglakönnuninni lærir ótrúlega mikið um hegðun ýmissa fuglategunda bara með því að fylgjast með þeim.

Hvað gefur maður garðfuglum að éta? Hér eru upplýsingar

Fuglavernd selur einnig prentaða bæklinginn Garðfuglar í vefversluninni

Fuglavernd garðfuglafóðrun, Dýraþjónusta Reykjavíkur; björgun fugla, Grasagarðurinn; fuglafóðrarar

Á sunnudaginn kemur 20. nóvember.

-Fuglavernd kynnir garðfuglafóðrun; matseðill garðfugla og vörur tengdum fuglafóðrun.  Til sölu verða fræðslurit,  kattakragar og fóðrarar.  Fuglavernd mun einnig kynna Garðfuglakönnunina fyrir gestum.

-Dýraþjónusta Reykjavíkur kynnir starfsemi sína sem að snýr að fuglum.

-Grasagarðurinn býður upp á listasmiðju fyrir börn: Hvernig býr maður til fuglafóðrara?Þórey Hannesdóttir, listgreinakennari, mun leiða listasmiðju um fugla fyrir börn og fjölskyldur þeirra á alþjóðlegum degi barna.
Náttúruleg efni sem Skógræktarfélag Reykjavíkur skaffar verður notuð til að búa til fuglafóðrara sem hægt verður að nota í vetur.

Öll eru velkomin og þátttaka er án endurgjalds.

Viðburðurinn mun fara fram í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur.

Viðburðurinn er samstarf Grasagarðsins,Fuglaverndar, Dýraþjónustu Reykjavíkur  og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Rándýrin í garðinum

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Kettir veiða helst algenga garðfugla: (smellið á tegundina til að sjá varptíma)

 – skógarþröstur

 – svartþröstur

 – stari

– snjótittlingur

– auðnutittlingur

þúfutittlingur

Rannsóknir

Í Bandaríkjunum árið 2013 hjá The Smithsonian Conservation Biology Institute and the U.S. Fish and Wildlife Service var gerð rannsókn. Þar var talið að útikettir drepi um 2, 4 milljarða fugla á hverju ári og séu þar stærsta dánarorsök af mannavöldum í landinu. Síðan þá hafa svipaðar niðurstöður komið fram í Kanada og í Ástralíu.

Meira um rannsóknirnar:
The impact of free-ranging domestic cats on wildlife of the United States

Estimated Number of Birds Killed by House Cats (Felis catus) in Canada

How many birds are killed by cats in Australia?

Kattarkragar

Þá hafa kattakragar verið að gefa góða raun við fælingarmátt. Kattarkragar eru í skærum litum og gera það að verkum að rándýrinu tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel.

Rannsóknir sýna að kettir með kraga drepa allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Þá hafa kragar sem eru marglitir (regnbogalitir) gefið betri árangur en rauðir eða gulir.

Meira má lesa um kattarkraga:
Birds be safe: Can a novel cat collar reduce avian mortality by domestic cats (Felis catus)?

Assessing the effectiveness of the Birdsbesafe® anti-predation collar cover in reducing predation on wildlife by pet cats in Western Australia

Kattarkraga má víða finna í vefverslunum t.d. birdsbesafe.com