Canon, Fuglavernd og Origo standa fyrir skemmtilegum viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 4. maí nk. þar sem Canon notendum gefst kostur á að prófa mikið úrval af Canon ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður.
Þeir Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni, sem báðir gjörþekkja Friðlandið í Flóa, verða þátttakendum innan handar og leiðbeina um helstu staði og umgengni um svæðið og starfsmenn frá Origo aðstoða með Canon búnað.
Viðburðurinn er aðeins fyrir Canon notendur og er mikilvægt að fólk komi með sinn eigin búnað.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Aðeins 30 sæti í boði.
Athugið að ef apríl verður blautur þá er gott að mæta með stígvél.
Fuglalífið
Á þessum árstíma er fuglalífið í Friðlandinu í sínu fínasta pússi. Lómarnir fljúga um gólandi eða slást um varpstaði á tjörnunum, jaðarkanar, lóuþrælar, hrossagaukar og þúfutittlingar iðka söngflug sitt af krafti og ef við erum heppin, sýna fyrstu óðinshanar vorsins sig. Ýmsar endur, álftir, gæsir og fleiri vaðfuglar eru að búa í haginn fyrir varp eða fuglarnir eru þegar orpnir.
Aðkoma
Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs að bænum Sólvangi og framhjá honum og síðan sem leið liggur norður Engjaveg framhjá Flóagaflshverfinu og stuttu síðar beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.
Fuglavernd, Canon og Origo efna til viðburðar þann 9. apríl 2019 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun.
Á viðburðinum munu eftirfarandi ljósmyndarar vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við myndirnar: Bjarni Sæmundsson, Björgvin Sigurbergsson og Yann Kolbeinsson.
Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar, opnar viðburðinn og mun hann fjalla um grunnstoðir fuglaverndar, þ.e. tegundavernd, búsvæðavernd, sjálfbæra nýtingu og endurheimt vistgæða og þá hvernig ljósmyndarar með verkum sínum geta miðlað þessu til almennings.
Origo mun sýna úrval af Canon myndavélum og linsum, m.a. langar aðdráttarlinsur. Við verðum t.d. með hina nýju EF 400/2.8L IS III USM sem er léttasta 400mm f/2.8 linsa í heimi.
Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37 105 Reykjavík og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig.
Ekki missa af fræðslu og fuglafjöri með Fuglavernd, Canon, Nýherja og Pedromyndum.
Þriðjudaginn 16. maí nk. verður mikið fugla- og ljósmyndafjör í safnaðarheimili Akureyrarkirkju þegar áhugaljósmyndarar á sviði fugla og fuglaáhugamenn munu sýna ljósmyndir og veita fræðslu um fuglaljósmyndun.
Á viðburðinum munu þeir Eyþór Ingi Jónsson, Yann Kolbeinsson og Gaukur Hjartarson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður, veita fræðslu um fuglalíf í Eyjafirði.
Ofur aðdráttarlinsur til sýnis
Við höfum fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon Europe sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II!
Fuglafjörið er opið fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun.
Húsið opnar kl. 19:00. Ókeypis inn, en nauðsynlegt að skrá sig.
Fuglavernd, Canon og Nýheri efna til viðburðar fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 19:30 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir auk þess sem veitt verður fræðsla um fuglaljósmyndun.
Á viðburðinum munu Eyþór Ingi Jónsson, Gunnlaugur Sigurjónsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir.
Þá mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunar.
Úrval af Canon ljósmyndabúnaði til sýnis.
Frá Canon Europe hefur Nýherji fengið lánaðar aðdráttarlinsur sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400 mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500 mm f/4L IS II USM.
Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II.
Viðburðurinn fer fram hjá Nýherja, Borgartúni 37 og hefst kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað.
Frítt inn og allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig á vef Nýherja.
Jól 2024: Hægt er að versla í vefverslun og fá sent í pósti til kl. 14 þann 23. desember. Hægt verður að sækja vöru og versla á staðnum á skrifstofu Fuglaverndar til kl. 15 sama dag. Það verður lokað um jól og Fuglavernd opnar aftur á nýju ári fimmtudag 2. janúar kl. 9. Gleðilega hátíð, fuglavinir nær og fjær. Loka
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna