Fugl dagsins á Fésbók – skrifstofa lokuð

Lóuþræll. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Fugl dagsins hjá Fuglavernd

Á Fésbókarsíðu Fuglaverndar mun birtast ein færsla á dag um fugl dagsins meðan á samkomubanni stendur.

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum, til að stytta fólki stundir og kannski aðeins að dreifa huganum, þó ekki sé nema í stutta stund á hverjum degi. Ef samkomubannið stendur í fjórar vikur þá komumst við yfir 28 fuglategundir alls, við þurfum þá að velja einhverjar þrjár sem eru ekki í hópi ábyrgðartegunda. Hægt verður að koma með ábendingar á Fésbókarsíðunni. Ef samkomubannið stendur lengur, þá finnum við bara til fleiri fuglategundir, það er af nógu að taka. 

Skrifstofa félagsins lokuð

Skrifstofa félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík verður lokuð á meðan samkomubannið er í gildi, en starfsfólk félagsins mun ýmist vera við vinnu þar, eða heimavið.

Hægt er að ná í starfsfólk félagsins í gegnum tölvupóst og fuglavernd@fuglavernd.is og gegnum samfélagsmiðla. 

Vefurinn er alltaf opinn og pantanir í vefverslun verða afgreiddar og afhentar eftir samkomulagi við viðskiptavini. 

 

Lóa. Ljósmyndari: Alex Máni 2014.

Umsagnir um hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og landsáætlun í skógrækt.

Stjórn Fuglaverndar hefur sent Umhverfis- og auðlindaráðuneyti umsagnir um þrjú mál sem eru í ferli í samráðgsátt stjórnvalda.

Umsagnirnar er að finna undir  Verkefnin > Ályktanir & umsagnir.

Þetta eru umsagnir um:

Umsögn um landsáætlun í skógrækt – drög að lýsingu.pdf  Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.pdf Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.pdf. Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Rjúpa ©Jakob Sigurðsson

Ábyrgð veiðimanna er mikil – Sölubann á rjúpum

Rjúpa© Jakob Sigurðsson

Fuglavernd hvetur alla skotveiðimenn til að sýna hófsemi við veiðar í rjúpu í ár, sem fyrri ár, svo stuðla megi að sjálfbærni rjúpnaveiða.

Þá vill Fuglavernd minna á að í gildi er sölubann þannig að óheimilt er að bjóða til sölu, flytja út eða selja rjúpur eða rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Umhverfisstofnun er falið að fylgja því banni eftir.

Rjúpnaveiðitímabil (Lagopus mutus)

Árin 2019 – 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.

  • Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
  • Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2019 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna- veiðar skuli vera sjálfbærar.

Náttúrufræðistofnun Íslands leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil.

Meira um: veiðiþol rjúpnastofnsins á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sjálfbærni rjúpnaveiða

Markmið veiðistjórnunar á rjúpu er að veiðar verði sjálfbærar þannig að komandi kynslóðir geti stundað veiðar. Veiðistjórnun snýst því að vissu leyti um það langtímasjónarmið að vernda veiðistofna til framtíðar. Undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á þrjú atriði í veiðistjórnun. Sóknardögum hefur verið fækkað verulega, sölubann á rjúpu og rjúpuafurðum var komið á og biðlað var til veiðimanna um að sýna hófsemi á rjúpnaveiðum.

Sölubann á rjúpu er í gildi skv. reglugerð 800/2005 sem eru breytingar á reglugerð 456/1994 og eiga þær sér stoð í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með rjúpnaveiðum.

Þá viljum við minna á öryggi veiðimanna á veiðslóð og bendum á Vef Safetravel.is þar sem veiðimenn geta skilið eftir ferðaáætlun.

Hófsemi veiðimanna er lykillinn að sjálfbærum rjúpnaveiðum.

Veiðiverndarsvæði Suðvestanlands

Á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis kemur fram að líkt og undanfarin ár er veiðiverndarsvæði á SVlandi. Sjá einnig: Kort af veiðiverndarsvæði rjúpu suðvestanlands.

Um svæðið segir í reglugerð 800/2005:

“Allar rjúpnaveiðar eru óheimilar innan svæðis sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa og markast í norðri af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Mosfellsbæ, austurhluta Mosfellsheiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Skálafells og Skálafellshálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð og Kjósarhreppi. Hið friðaða svæði í Skálafelli og Skálafellshálsi markast af Kjósarskarðsvegi (48) frá vegamótum við Þingvallaveg (360) að vegamótum við Meðalfellsveg (461) og þaðan að brú á Svínadalsá og er ánni síðan fylgt að mörkum Reykjavíkur um Svínaskarð. Norðurhluti svæðisins markast síðan af Þingvallavegi frá gatnamótum Kjósarskarðsvegar að Grafningsvegamótum og þaðan af línu sem dregin er í austur frá Grafningsvegamótum í Þingvallavatn. Svæðið markast í austri af Þingvallavatni og fylgir síðan austurbakka Sogs og Ölfusár til sjávar.”

Álftir skotnar á Íslandi

Álftir eru skotnar á Íslandi og það er ólöglegt!

Allir fuglar eru friðaðir skv. lögum nr. 64/1994  með undantekningum, sjá veiðitímabil. Álftir hafa verið alfriðaðar frá árinu 1913.

Ólöglegar veiðar eru engu að síður staðreynd á Íslandi eins og meðfylgjandi mynd af álftum skotnum á Íslandi sýnir.

Rannsóknir á álftum (Cygnus cygnus) hafa verið framkvæmdar með röntgenmyndatöku á lifandi fuglum sem hafa vetrarsetu á Bretlandseyjum. Þær rannsóknir sýna högl í 13,2% – 14,9% allra álfta. Líkurnar á því að álft fái í sig högl, aukast með hækkandi aldri fuglsins.

Í rannsókninni kom einnig fram dánarorsök 361 álfta af 962 hringmerktum sem hafa fundist dauðar síðan 1980.  Af þeim sem höfðu verið skotnar voru 20 skotnar á Íslandi, fimm á Bretlandi, tvær á Írlandi og ein í Frakklandi.

Rannsóknina í heild má lesa hér:

Incidence of embedded shotgun pellets in Bewick’s swans Cygnus columbianus bewickii and whooper swans Cygnus cygnus wintering in the UK

Draga má þá ályktun að umfang ólöglegra veiða hér á landi sé töluvert miðað við þessa rannsókn.

Fuglavernd fordæmir allar ólöglegar veiðar sama um hvaða fuglategund þar á í hlut.

 

Myndir úr rannsókninni:

Fig. 1. Distribution of (a) the NW European Bewick’s swan population and (b) the Icelandic whooper swan population (from Robinson et al., 2004a, Robinson et al., 2004b).
Fig. 1. Distribution of (a) the NW European Bewick’s swan population and (b) the Icelandic whooper swan population (from Robinson et al., 2004a, Robinson et al., 2004b).
Fig. 2. X-ray of a Bewick’s swan with embedded shotgun pellets (arrows) and showing the gizzard (oval).
Fig. 2. X-ray of a Bewick’s swan with embedded shotgun pellets (arrows) and showing the gizzard (oval).
Fig. 3. Percentage of birds with embedded pellets in relation to their age (in years) for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 3. Percentage of birds with embedded pellets in relation to their age (in years) for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 4. Pellet count frequency in Bewick’s and whooper swans, recorded as the percentage of swans of each species found to at least one embedded pellet.
Fig. 4. Pellet count frequency in Bewick’s and whooper swans, recorded as the percentage of swans of each species found to at least one embedded pellet.
Fig. 5. Incidence of shotgun pellets for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 5. Incidence of shotgun pellets for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 6. Percentage of Bewick’s and whooper swans with an increased pellet count on re-capture (n = number of birds shot/number of birds X-rayed more than once).
Fig. 6. Percentage of Bewick’s and whooper swans with an increased pellet count on re-capture (n = number of birds shot/number of birds X-rayed more than once).
Fig. 7. Mean body condition (calculated as the residuals from regressing mid-winter mass with body size) recorded for swans with and without embedded shotgun pellets for (a) Bewick’s swans and (b) whooper swans. For whooper swans, there was only one bird recorded with pellets for cygnet males, cygnet females and yearling females (n = number of birds recorded with mean body condition).
Fig. 7. Mean body condition (calculated as the residuals from regressing mid-winter mass with body size) recorded for swans with and without embedded shotgun pellets for (a) Bewick’s swans and (b) whooper swans. For whooper swans, there was only one bird recorded with pellets for cygnet males, cygnet females and yearling females (n = number of birds recorded with mean body condition).

 

geirfuglinn er útdauður

Áskorun: Neyðarástand í loftslagsmálum

Þann 26. ágúst 2019 sendu forsvarsmenn nokkura náttúruverndarsamtaka bréf til forsætisráðherra, þar sem skorað var á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Bréfið er svohljóðandi:

Kæra Katrín!
Bretland lýsti nýlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og því vekur það furðu að ekkert Norðurlandanna hefur gert slíkt hið sama. Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkur um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þar sem allir norrænu ráðherrarnir koma saman á Íslandi í næstu viku, viljum við hvetja þig til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.

Jafnframt að þú hvetjir hina forsætisráðherrana til að gera slíkt hið sama.

Framtíð okkar allra og komandi kynslóða er í húfi. Þú getur sannarlega haft mikil áhrif.

Með vinsemd og virðingu,

Rakel Garðarsdóttir,
Vakandi

Hólmfriður Arnardóttir,
Fuglavernd

Auður Önnu Magnúsdóttir,
Landvernd

Brynhildur Pétursdóttur,
Neytendasamtökin

Jón Kaldal
IWF

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir,
Samband íslenskra framhaldsskólanema

Eyþór Eðvarðsson,
Votlendissjóður

Jóna Þórey Pétursdóttir
Stúdentaráð Háskóla Íslands

Harpa Júlíusdóttir,
Félag Sameinuðu þjóðanna á Ísland

Heiður Magný Herbertsdóttir,
Plastlaus september

Tómas Guðbjartsson,
Félag íslenskra fjallalækna

Stengrímur Þór Ágústsson,
JCI Reykjavík

Pétur Halldórsson,
Ungir umhverfissinnar

Árni Finnsson,
Náttúruverndarsamtök Íslands

Þorbjörg Sandra Bakke,
Foreldrar fyrir framtíðina

Bára Hólmgeirsdóttir,
Aftur

 

Bréfið er einnig að finna undir Ályktanir & Umsagnir

Lokað skilti

Skrifstofa lokuð 1. júlí – 15. ágúst

Skrifstofa Fuglaverndar að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst.
Á þeim tíma verður tölvupóstur eitthvað lesinn, en stopult svarað. Ef erindið er brýnt má reyna að ná sambandi gegnum samfélagsmiðla.

Lokun á einnig við um vefverslun, þ.e. á þessum tíma verða ekki afgreiddar/afhentar pantir sem berast í gegnum vefverslunina.

Ferðasaga: Fuglaskoðun í Portúgal

Fuglakoðun í Portúgal, samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA.

Þann 18. apríl 2019 héldu 12 kampakátir Íslendingar af stað í fuglaskoðun til Miðjarðarhafslandsins Portúgal. Ferðin var samvinnuverkefni Fuglaverndar og Portúgalska fuglaverndarfélagsins, SPEA. Portúgalarnir skipulögðu ferðina heimafyrir, meðan Fuglavernd sá um að koma hópnum út.

Tveir leiðsögumenn skiptu með sér leiðsögninni fyrir okkur og voru þeir hinir liprustu og þægilegir í umgengni og vildu allt fyrir hópinn gera. Rui Machado leiðsagði fyrri hlutann og Hugo Sampaio þann síðari. Undirritaður var síðan fararstjóri af hálfu Fuglaverndar.

Framan af var ferðast um suður og suðausturhluta landsins, en síðan mjökuðum við okkur inntil landsins og héldum okkur nærri landamærum Portúgal og Spánar. Að endingu var strikið tekið þvert yfir landið og síðustu dagana skoðuðum við okkur um við austanverða ósa Tejo (Tagus) árinnar, gegnt höfuðborginni Lissabon.

Veður var mjög fjölbreytt, frá slagveðursrigningu og yfir í brakandi blíðu og hita. Um tíma náðu skil norðan úr Dumbshafi suður til Pýreneaskagans og dældu þangað köldu lofti, meðan sömu skil hituðu upp loftið hér heima og var þá hlýrra hér en suður þar. Þær aðstæður vörðu stutt, sem betur fer fyrir okkur.

Menningunni var að einhverju leyti sinnt meðfram fuglaskoðun. Við heimsóttum til dæmis miðaldaþorpið Mértola á bökkum Guadiana árinnar, þar sem áður voru landamæri við Spán og hinn sögufræga bæ Évora, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Eftir að ferðinni lauk formlega, 28. apríl, hélt meirihluti hópsins til þeirrar merku borgar Lissabon og dvaldi þar í tvo daga.

Alls sáust 170 tegundir fugla í ferðinni, að meðtöldum innfluttum fuglum. Að sjálfsögðu sáu ekki allir þátttakendur allar fuglategundirnar. Hér að neðan eru taldar upp þær tegundir sem a.m.k. einn leiðangursmanna sá og skv. reglunum eru ekki taldir með fuglar sem leiðsögumaðurinn sér einn.

 

Einn fallegasti og sérstakasti sérstæðasti fugl fararinnar var bláhrani. Hann verpur aðeins á afmörkuðu svæði í Castro Verde í Portúgal. Ljósm. JÓH.

 

Tígulegur flatnefur í votlendi. Ljósm. Jón Hákonarson.
Við sáum fjöldann allan af hvítstorkum og hreiðrin voru víða, bæði á húsþökum, í trjám og á rafmagnsstaurum eða –möstrum. Ljósm. Jón Hákonarson.

Þess má geta að hvítstorkurinn er ein aðalsöguhetjan í árvekniátakið BirdLife sem ber yfirskriftina #FlightForSurvival. Sjá nánar á: https://flightforsurvival.org/

Korkeik skoðuð í Barranco do Velho Miklir áhugamenn og sérfræðingar um gróður, sérstaklega trjágróður, voru með í ferðinni. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Steinrósarunnar Brown Eyed Rockrose. (Cistus Ladanifer) uxu víða og þöktu sums staðar stór svæði. Það er einkennisjurt Castro Verde.
Svipast um eftir ránfuglum af hæð. Ljósm.: Kristinn Vilhelmsson.
Fuglaskoðun við ána Vascão (Ribeira do Vascão) – Næturgali. Næturgalinn söng víða hástöfum, þar sem við komum. Hann sýndi sig þó venjulega ekki en þessi fugl var sannarlega undantekning. Ljósm.: Kristinn Vilhelmsson.
Við gamla brennisteinsnámu í Parque Natural do Vale do Guadiana. Þar mátti meðal annars sjá Picus sharpei (Iberian Green Woodpecker), sem enn hefur ekki hlotið íslenskt heiti, enda nýbúið að splitta henni úr grænspætu. Laufglói lét í sér heyra og við sáum jörfadepil, auk fleiri fugla. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Litskrúðugt „landslag“ í koparnámunum. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Fuglaskoðun í árgljúfri Guadiana árinnar við Pulo do Loba. Þarna mátti m.a. sjá svartstorka og haukerni. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Tígulegur gjóður á eyju í Tejo. Tejo (frbr. Tesou) er portúgalska heitið yfir ána, sem enskumælandi nefna Tagus. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Sigling á Tejo. Ljósm. Kristinn Vilhelmsson.
Plöntuskoðun í Caldeirão hæðunum. Ljósm. JÓH.
Tyrkjadúfan er algeng í Portúgal. Ljósm. Jón Hákonarson.
Brandönd Rindilþvari Svölugleða
Skeiðönd Nátthegri Völsungur
Gargönd Kúhegri Gæsagammur
Stokkönd Mjallhegri Kuflgammur
Kólfönd Bjarthegri Snákerna
Skutulönd Gráhegri Brúnheiðir
Skúfönd Bognefur Gráheiðir
Sandhæna Flatnefur Músvákur
Kornhæna Svartstorkur Skassörn
Dverggoði Hvítstorkur Gullörn
Toppgoði Flæmingi Skálmaörn
Dílaskarfur Vatnagleða Haukörn
Gjóður Skeggþerna Hálmsöngvari
Kliðfálki Sandspjátra Sefsöngvari
Turnfálki Auðnaspjátra Reyrsöngvari
Förufálki Bjargdúfa Skopsöngvari
Smyrill Holudúfa Busksöngvari
Keldusvín Hringdúfa Hjálmsöngvari
Dílarella Tyrkjadúfa Hettusöngvari
Sefhæna Dílagaukur Limsöngvari
Bláhæna Gaukur Gullkollur
Bleshæna Kattugla Flekkugrípur
Grátrana Múrsvölungur Skottmeisa
Dvergdoðra Fölsvölungur Toppmeisa
Trölldoðra Bláþyrill Blámeisa
Háleggur Býsvelgur Flotmeisa
Bjúgnefja Bláhrani Hnotigða
Tríll Herfugl Garðfeti
Þernutrítill Grænspæta1 Laufglói
Vatnalóa Grænpáfi Steppusvarri
Sandlóa Sunnulævirki Trjásvarri
Strandlóa Sandlævirki Skrækskaði
Heiðlóa Stúflævirki Bláskjór
Grálóa Topplævirki Skjór
Rauðbrystingur Kamblævirki Bjargkorpungur
Veimiltíta Trjálævirki Dvergkráka
Lóuþræll Bakkasvala Svartkráka
Sanderla Bjargsvala Hrafn
Hrossagaukur Landsvala Gljástari
Jaðrakan Brandsvala Skúfmænir
Lappajaðrakan Bæjasvala Hettuvefari
Spói Sandtittlingur Fagurstrildi
Fjöruspói Gulerla Tígurstrildi
Lindastelkur Maríuerla
Lonchura punctulata 2
Flóastelkur Fossbúi Gráspör
Sótstelkur Músarrindill Spánarspör
Stelkur Glóbrystingur Trjáspör
Lyngstelkur Næturgali Steinspör
Tildra Húsaskotta Bókfinka
Hettumáfur Hagaskvetta Gulfinka
Lónamáfur Steindepill Grænfinka
Sílamáfur Jörfadepill Þistilfinka
Klapparmáfur Urðardepill Hampfinka
Kóralmáfur Bláþröstungur Álmtittlingur
Sandþerna Svartþröstur Steintittlingur
Þaraþerna Mistilþröstur Korntittlingur
Dvergþerna Blæsöngvari

1 Grænspætu hefur nú verið skipt upp og ný tegund, Picus sharpei (Iberian Green Woodpecker) orðið til.

2 Þessi innflutta tegund hefur ekki enn hlotið íslenskt heiti, heitir á ensku Scaly-breasted Munia.

 

Fyrir hönd Fuglaverndar: Jóhann Óli Hilmarsson

Mannlegur lundi

Til okkar á skrifstofu Fuglaverndar kom í gærmorgun amerískur ferðamaður. Hann hafði hug á því að eyða deginum í borginni og langaði til að láta gott af sér leiða. Hugmynd hans var að veita fólki tækifæri til að taka mynd af sér með mannlegum lunda og láta fé af hendi rakna til Fuglaverndar.

Síðar um  daginn  kom  hann  aftur  og  færði  Fuglavernd  afraksturinn  og  þessa  skemmtilegu  mynd.  Við  þökkum  að  sjálfsögðu  kærlega  fyrir  stuðninginn.