Rauðbrystingar á flugi

Fuglaskoðun bætir líðan fólks

Vissuð þið að fuglar og gróður í næsta nágrenni  eykur hamingju fólks?

í Þættinum Samfélagið á rás 1 var umhverfisspjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem vildi nefna eitthvað jákvætt á þessum drungalegu tímum neikvæðrar loftslagsskýrslu og stríðs.

Náttúruskoðun og  fuglaskoðun fólks hefur verið rannsökuð og er vísindalega sannað að náttúruskoðun og sérstaklega fuglaskoðun hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks og dregur úr þunglyndi.  Fjöldi fugla í þéttbýli eykst með meiri gróðurþekju og hefur það bein áhrif á líðan fólks að vera með meiri gróður og þar af  fleiri fugla í næsta umhverfi.

Hér er hægt að hlusta á umhverfisspjallið

 

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson
Skógarþröstur, stari og gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson.
Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Rjúpnastofninn vaktaður – hvernig fer slíkt fram?

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um framkvæmd rjúpnatalninga og metur aldurshlutföll og holdafar en Umhverfisstofnun safnar gögnum um veiði og sókn. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð, viðkomu og afföll og langtímabreytingar á þessum þáttum.

Á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar  er hægt að fræðast um vöktun rjúpnastofnsins.

Í vefverslun Fuglaverndar er hægt að versla jólakort með mynd af rjúpu.

Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Gæsatalning helgina 30.- 31. október.

Ágætu gæsaáhugamenn bæði í þéttbýli og strjábýli

Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um helgina, 30. – 31. október 2021 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar upplýsingar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar, sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/
Vinsamlega sendið þessar upplýsingar til Svenju Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands):  svenja@ni.is .  Einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís ats@verkis.is  á móti slíkum upplýsingum.

Mik­il fækk­un mó­fugla við vegi

Um­ferð um vegi lands­ins virðist hafa um­tals­verð áhrif á fugla­líf og benda nýj­ar niður­stöður rann­sókn­ar til þess að sum­um teg­und­um mó­fugla fækki um meira en helm­ing við vegi þar sem um­ferðin er frá því að vera lít­il og upp í um 4.000 bíla á sum­ar­dög­um.

Þetta má lesa út úr niður­stöðum rann­sókn­ar eða for­könn­un­ar þriggja höf­unda á áhrif­um um­ferðar á fugla­líf, sem birt er á vef Vega­gerðar­inn­ar og um fjallað í Morg­un­blaðinu í dag. Kannaður var þétt­leiki al­gengra mó­fugla við vegi með mis­mikla um­ferð og vökt­un­ar­gögn­um safnað við vegi á Suður­landi 2011-2018.

„Niður­stöður benda til að veg­ir minnki þétt­leika sumra mó­fugla langt út fyr­ir veg­inn. Flest­ir vaðfugl­arn­ir eru sjald­gæfari nær veg­um og sum­um þeirra fækk­ar meira nær um­ferðarþyngri veg­um,“ seg­ir þar.

Skýrslan: Áhrif umferðar á fuglalíf.pdf

Hvers vegna er lundinn að hverfa?

Stytt úr grein NY Times: Why Are Puffins Vanishing? The Hunt for Clues Goes Deep (Into Their Burrows)

Ofveiði fisktegunda, veiðar og mengun eru meðal þátta sem valda álagi á fuglana en loftslagsbreytingar gætu reynst stærsta áskorunin.

“Lundinn er algengasti fugl Íslands” segir dr. Erpur Snær Hansen, stjórnarmaður í Fuglavernd og starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. “Og hann er líka mest veiddur”.

Ásamt dr. Fayet, frönskum vísindamanni við Háskólann í Oxford, vinnur Erpur Snær Hansen að rannsókn hennar við vöktun á fjórum lundabyggðum, tveimur á Íslandi, einni í Wales og einni í Noregi. Frá árinu 2010 hefur dr. Erpur Snær einnig framkvæmt talningar tvisvar á ári, “lundarallið” þar sem hann ferðast tæpa 5.000 km hringinn í kringum landið og heimsækir um 700 merktar lundaholur í 12 lundabyggðum. Talin eru egg og ungar.

Hitastig sjávar umhverfis Ísland stjórnast af langtímasveiflum þar sem hlýskeið og kuldaskeið skiptast á. Frá 1965-1995 ríkti kuldaskeið og núverandi er hlýskeið. Dr. Erpur Snær segir að mælingar á hitastigi að vetri sýni hlýnun um 1°C, sem virðist vera lítið en hefur mikil áhrif á sandsíli. Kenning hans er þessi: “Ef hitastig hækkar um eina gráðu, breytir það vaxtarhraða og getu þeirra til að lifa af veturinn”.

Lundarallið hefur sýnt að 40% lundaunga léttast með tíma, sem er önnur slæm vísbending.

Þegar fullorðnu fuglarnir geta ekki veitt nóg til að fæða sjálfa sig og ungana, þá taka þeir ákvörðun með eðlisávísun sinni; ungarnir svelta.

Dr. Fayet kallaði leit sína “hjartabrjótandi”: “Þú stingur hendinni inn í lundaholuna og þreifar fyrir þér, finnur lítinn bolta á gólfinu, en áttar þig þá á því að hann er kaldur og hreyfir sig ekki”.

Dr. Hansen with a puffin chick pulled out of its burrow. ©Josh Haner – NY Times
Dead puffins taken by hunters that Dr. Hansen encountered on Lundey Island. ©Josh Haner – NY Times
Taking a break while hauling equipment on Iceland’s southeastern coast. ©Josh Haner – NY Times

Greinin í heild í NY Times: Why Are Puffins Vanishing? The Hunt for Clues Goes Deep (Into Their Burrows)

Ástand fuglastofna heimsins - púlsinn tekinn á plánetunni. Forsíða.

Ástand fuglastofna heimsins

Fuglavernd eru aðilar að BirdLife International sem eru ein elstu náttúruverndarsamtök heims en sögu þeirra má rekja aftur til 1922.

Í samantekt BirdLife um ástand fuglastofna heimsins kemur m.a. fram að einn af hverjum átta fuglastofnum er talinn vera í útrýmingarhættu.  Þrátt fyrir að fréttirnar séu slæmar þá er hægt að grípa til ýmissa ráða, um það má líka lesa í skýrslunni.

Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.

Skýrslan í heild sinni

BirdLife: State of the World’s Birds – taking the pulse of the planet.  

Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu

CAFF stendur fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna eða verndun gróðurs og dýralífs á Norðurskautinu var að gefa út skýrslu: State of the Arctic Marine Biodiversity Report eða Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu.  Efni skýrslunar er mjög yfirgripsmikið allt frá botndýrum og svifi yfir í fiska, sjávarspendýr og sjófugla.

Sem dæmi má nefna að mörgum tegundum sjófugla fækkað í Norðaustur Atlantshafi, í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.  Ísmáfinum hefur fækkað um 80-90% síðustu 20 ár í heimskautaeyjum Kanada og Norðaustur Atlantshafi og í Rússlandi hefur útbreiðsla skroppið saman í samræmi við hopun ísjaðarsins til norðurs.

Allir þeir sem láta sig umhverfið varða, sem og fuglavernd ættu ekki að láta þetta efni framhjá sér fara.

State of the Arctic Marine Biodiversity Report

Hér er vefslóð á skýrsluna https://www.arcticbiodiversity.is/marine en efni hennar hefur líka verið tekið saman í stutt myndbönd, sem sjá má í heild sinni hér.

Fundur um fuglameðafla við grásleppuveiðar

Þann 8. mars 2017 kallaði Fuglavernd saman hagsmunaaðila í grásleppuveiðum til að ræða rannsóknir sem við höfum verið að sinna undanfarin tvö ár um fuglameðafla í grásleppunetum.

Hingað komu fulltrúi frá Landssambandi smábátaeiganda, fulltrúar frá samtökum um sjálfbærar fiskveiðar á Íslandi (ISF), Hafró, Fiskistofu og MSC (Marine Stewardship Council) og funduðu með fulltrúum Fuglaverndar, Hólmfríði Arnardóttir framkvæmdastjóra og Rory Crawford verkefnastjóra.

Forsaga málsins er sú að 2015 og 2016 fékkst styrkur í gegnum Breska fuglaverndarfélagið og BirdLife til að rannsaka hve mikill fuglameðafli raunverulega sé í grásleppunetum og réðum við bæði árin, sjávarlíftæknisetrið Biopol til athugunarinnar. Þriðja ár rannsóknanna er 2017.

Við áttum okkur á því að ekki verður staðar numið hér. Til þess að öðlast betri skilning á umfangi og draga úr meðafla á fuglum við grásleppuveiðar er eftirfarandi lagt til:

  • Haldið verði áfram að afla gagna með sambærilegum hætti og gert var í verkefninu árin 2015 og sérstaklega árið 2016.
  • Fundnar verði leiðir til að bæta áreiðanleika skráninga í afladagbækur.
  • Framkvæmdar verði tilraunir til þess að reyna að minnka meðafla á fuglum við hrognkelsaveiðar og gerð verði yfirgripsmikil talning á sjófuglum við Ísland til þess að meta stofnstærð þeirra.

Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Meira um verkefnið: Fuglameðafli