Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Gæsatalning helgina 30.- 31. október.

Ágætu gæsaáhugamenn bæði í þéttbýli og strjábýli

Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um helgina, 30. – 31. október 2021 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar upplýsingar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar, sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/
Vinsamlega sendið þessar upplýsingar til Svenju Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands):  svenja@ni.is .  Einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís ats@verkis.is  á móti slíkum upplýsingum.

Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason

Samstarf Fuglaverndar, Landgræðslu, LBHÍ, Votlendissjóðs, RSPB og Cairngorm Connect

Í lok septembermánaðar síðastliðins heimsótti framkvæmdastjóri Fuglaverndar Hólmfríður Arnardóttir þjóðgarðinn Cairngorms í Skotlandi ásamt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins og Sveini Runólfssyni stjórnarmanni.  Frá Landgræðslunni fór Sigurjón Einarsson og fyrir hönd Lanbúnaðarháskólans fór Hlynur Óskarsson. Heimsóknin var styrkt af ELP sjóðnum (The Endangered Landscapes Programme) og er liður í undirbúnings verkefni sem íslensku aðilarnir og RSPB (The Royal Society for the Protection of Birds) eru í samstarfi um. RSPB eru ein stærstu umhverfisverndarsamtök í heiminum og hafa verið samstarfsaðilar okkar í fjölda ára og Votlendissjóðsins frá stofnun hans.  Frá RSPB komu Zbig Karopwicz og Mark Day. Hópurinn naut leiðsagnar sérfræðinga á sviði votlendis og enduheimtar þeirra. Farið var í votlendisgöngur og fræðst um sögu svæðanna, lífríki og starf. Meðal annars var fylgst með gröfumanni sem sérhæfir sig í að fylla í skurði og vinna í votlendi án þess að skilja eftir sig mikil spor.

Hópurinn heimsótti og fræddist um  Inch Marshes, náttúruverndarsvæði  í eigu RSPB og á lista Ramsar samningsins yfir mikilvæg alþjóðleg votlendissvæði. Mýrin sú arna er kjörin á varptíma fyrir tegundir sem við þekkjum hér á landi; spóa, stelk, álft, hrossagauk sem og vepju. Enda var ein ástæða heimsóknarinnar að skoða endurheimt og viðhald svæða sem eru kjörlendi tegunda sem einnig verpa á Íslandi og eiga undir högg að sækja á svæðum þar sem landbúnaður, skógrækt og framræsla mýra eru í sókn.  Því þessar aðgerðir minnka varpsvæði þessara tegunda.

Í heimsókninni í Cairngorms hitti hópurinn marga mæta sérfræðinga: Jeremy Roberts, Chiara Alagia og Sidney Henderson frá Cairngorm Connect, Mark Hancock RSPB, Thijs Claes RSPB, Fergus Cumberland RSPB.

Ljsm Hjalti Lúðvíksson

Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti laugardaginn  9. okóber 2021

Ljósm. ofan Hjalti Lúðvíksson

Níu manns á vegum Fuglaverndar hittust við Garðskagavita og skoðuðu og hentu tölu á fuglaflóruna þar á farfugladegi að hausti.  Enn fremur voru skoðaðir fuglar í Sandgerði og á Fitjum í Njarðvíkum.

Heilmikið sást af gylltum heiðlóum, hettulausum hettumáfum og  svo ekki sé minnst á vaðfugla eins og tildrur, sandlóur og sendlinga í haust eða vetrarbúning.   Það gekk á með skúrum en allir voru vel klæddir og vopnaðir sjónaukum. Eftir tveggja tíma úthald fór að hellirigna og þá var gert súpuhlé á veitingastaðnum Röstinni og þar var skipst á fuglasögum af krafti. Síðan var ekið til Sandgerðis og veðurguðirnir voru hópnum hliðhollir því það stytti upp skamma stund þegar staldrað var við þar og tjaldar, topendur og fleiri fuglar skoðaðir.  Síðasti áfangastaður var Fitjar í Njarðvíkum en þar hellirigndi en hópurinn setti upp hetturnar og fór út að skoða rauðhöfðaendur og álftir og sáu þá eina flæking dagsins; ljóshöfðastegg.  24  tegundir sáust samanlagt,

Fyrir utan hvað það er gaman að skoða fugla og reyna að greina nýjar tegundir er mikil skemmtun af því að hitta aðra félaga Fuglaverndar. Margir sem hafa áhuga á fuglaskoðun eru einir á báti í áhugamálinu og  hafa ekki alltaf skilning vina og kunningja á þessu. Sumir eiga auðvitað fullt af fuglaskoðunarvinum en fyrir þá sem eru einir á báti í áhugamálinu sínu þá mælum við í Fuglavernd með að koma á viðburðina okkar, hvort sem er í Friðlandinu, Garðskaga, í skógarferðir, langferðir um landið eða í fuglaskoðanir erlendis. Maður þarf ekki að vera fulllærður í faginu til að njóta þess. Alltaf er gott  að læra eitthvað nýtt. Þrátt fyrir að fuglar séu skemmtilegt viðfangsefni þá er maður manns gaman líka. Í þessum túr var Anna-María Lind starfsmaður skrifstofu Fuglaverndar fararstjóri, áhugakona um fugla en ekki enn sérfræðingur.  Innan vébanda Fuglaverndar er urmull færra fuglaskoðara sem við fáum með til leiks þegar þannig ber undir.

ljósmyndir Katrín Guðjónsdóttir

Vinnuferð í Friðlandi í Flóa í október

Það þarf að viðhalda fuglaskoðunarhúsinu, rampi og palli í Friðlandinu. Fyrsta laugardag í október hittist þriggja manna hópur í Friðlandinu í Flóa til að vinna að viðhaldi mannvirkjanna þar. Fyrr á árinu mætti hópur á staðinn og hreinsaði lausa málningu af rampi og palli. Haust hópurinn náði að skrapa enn fremur og  olíubera allan rampinn og borð og bekk á pallinum. Eftir stendur þá að fínskrapa pallinn og húsið sjálft og síðan olíubera pallinn og mála húsið næst þegar gefur. Gert er ráð fyrir að það verði næsta vor.

Smáfugladrápi með lími og haglabyssum linnir ekki á Kýpur- hvað getum við gert?

Systurfélag Fuglaverndar á Kýpur sendi ákall um hjálp.

Eftir að hafa með þrotlausri vinnu í 20 ár tekist að fá veiðar á smáfuglum í farflugi bannaðar á Kýpur þá breytti þingið nýverið  lögunum aftur og lækkuðu sektir úr 2000 evrum í 200 fyrir brot á lögunum. Eins og þekkt er hafa þessar veiðar farið fram með lími á greinum og haglabyssum.  Meðal þeirra 14 tegunda sem eru mest vinsælar til veiðar og flokkast sem “lostæti” eru fuglar sem sjást árlega hér á landi: Hettusöngvari (sylvia atricapilla), bókfinka (fringilla coelebs), gráspör (passer domesticus), laufsöngvari (phylloscopus trochilus), gransöngvari (phylloscopus collybita) og glóbrystingur (erithacus rubecula).

BirdLife Cyprus vilja ná 15000 undirskriftum til að til að leggja fyrir þingið. Fuglavernd ásamt öðrum félögum í náttúruvernd hafa ljáð málinu stuðning. Félagar í Fuglavernd sem og utanfélags geta skráð nafn sitt á undirskriftarlista sem má finna hér.

Hér er frétt um málið á heimasíðu BirdLlife Cyprus

 

 

Hér er hægt að skrifa undir

 

 

Margæs (Margæs (Branta bernicla). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Þrengt að fuglalífi við Bessastaðatjörn – ályktun send

Vegna ábendinga fóru fulltrúar frá Fuglavernd og Landvernd að skoða svæði á Norðurnesi á Álftanesi þar sem til stendur að byggja  golfvöll. Hann mun þrengja að fuglalífi og þeir sem þekkja til sjá væntanlega fyrir sér margæsir vappandi um völlinn á meðal golfspilara.

Landvernd og Fuglavernd hafa kynnt sér drög að deiliskipulagi á Norðurnesi. Uppdrátturinn sýnir að áformað er að fara með golfvöllinn alveg niður að bökkum Bessastaðatjarnar. Þá er svæðið á milli tveggja læna sem ganga vestur úr Tjörninni notað sem „græna (green)“. Gangi þessi áform eftir mun þrengja mjög að fuglalífi við Bessastaðatjörn sem skýrslur um fuglalíf sýna að er bæði mikið og vermætt. Svæðið eins og það er í dag hefur einnig mikið upplifunargildi fyrir bæði íbúa og gesti. Hætt er við að þetta spillist ef farið verður að þessum tillögum.

Félögin hafa sent ályktun til Garðabæjar vegna málsins sem má finna hér .

SveinnJonsson_stelkur

Bráðskemmtilegur útvarpsþáttur: Fuglar þáttur Höllu Ólafsdóttur á rás 1 í apríl s.l.

Ljosmynd, Sveinn Jónsson;stelkur

Tilvalið að hlusta og ekki verra að deila til þeirra sem vita ekkert um fugla.

Fjallað m.a. um fordóma og þekkingu á fuglum og hvernig maður verður fuglaáhugamaður.

Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir.

Hér er hægt að hlusta

SveinnJonsson_stelkur
SveinnJonsson_stelkur