Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.
Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.
í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi: “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”
“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á meðal sjór allt að sex metra dýpi.”
Hér má lesa meira um votlendi á heimasíðu Votlendissjóðs
Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.
Magnús Bergsson hefur tekið upp hljóð viða um Ísland. Hér er hljóðmynd með upptöku úr Friðlandi í Flóa, sem er sannkallað votlendi, frá árinu 2012.