Kría (Sternea Paradisa) ©Ljósmynd: Alex Máni

Fuglaflensan enn að smitast

Kría. Ljósmynd Alex Máni.

Frétt frá Matvælastofnun 22. ágúst 2022

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla. Stofnunin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafa færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst en mánuðina á undan.

Kríur hafa bæst á lista þeirra tegunda sem hafa greinst með fuglaflensu. Í júlí fundust veikar kríur á Höfn í Hornafirði. Rannsókn leiddi í ljós að þær voru smitaðar af skæðri fuglaflensu af gerðinni H5N1, en þessi gerð hefur greinst í 90% jákvæðra sýna það sem af er (27/30). Nú liggur fyrir staðfesting á skæðri fuglaflensu í kríum, en einungis 7 tilkynningar um 9 dauðar kríur hafa borist Matvælastofnun það sem af er ári og því erfitt að segja til um hvort og þá hvaða áhrif smitið muni hafa á kríustofninn.

Sjá alla fréttina hér

 

Hvað á að gera ef villtur fugl finnst dauður?

Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.

Nánari upplýsingarnar á heimasíðu MAST

Hægt er að vera í sambandi við héraðsdýralækna viðkomandi umdæmis hér finnst upplýsingar um þau

Í Reykjavík er hægt að hafa samband við Dýraþjónustu Reykjavíkur:  https://reykjavik.is/dyr