Fuglaflensa 2022 hvernig á að bregðast við?

Hvað á að gera ef veikur villtur fugl finnst í nærumhverfi manna?

Frekari uppýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST

Samkvæmt lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) bera sveitarfélög ábyrgð á að brugðist sé við að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Þeim sem verða varir við lifandi veika villta fugla í neyð í nærumhverfi manna ættu að:

Gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika fuglinn án sóttvarna svo sem einnota hanska og veiruheldrar grímu
Tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralæknir til aflífunar á sjáanlega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðrum mannúðlegum hætti, sem ekki eykur áhættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfélagsskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lögreglu. Boð eftir dýralækni til hjálpar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ef viðkomandi ætlar sjálfur að greiða fyrir útkallið.

Frekari upplýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST

Köttur með kattakraga

Af fuglum og köttum – ákall Fuglaverndar til kattaeigenda

Vor og farfuglar

Flestir hafa eflaust tekið eftir því að vorhugur er kominn í fugla landsins. Farfuglum sem verpa á Íslandi fjölgar með hverjum deginum og staðfuglar eru komnir í æxlunargír. Heillandi tilhugalíf fuglanna getur gefið hversdagsleika okkar ánægjulega fyllingu, taki menn sér tíma til að njóta fuglasöngsins og fylgjast með varphegðun fiðraðra vina okkar. Þetta tímabil í æviskeiði fuglanna er jafnan mjög krefjandi fyrir þá. Þar reynir bæði á líkamsástand og atferli fuglanna við að koma næstu kynslóð á legg og getur truflun af ýmsum orsökum haft afdrifaríkar afleiðingar. Farfuglarnir eiga að baki langt og strembið ferðalag og staðfuglanir hafa þraukað erfiðan vetur með takmörkuðu aðgengi að fæðu. Allir eiga þeir skilið að geta hugað að varpi án teljandi hindrana að hálfu okkar mannanna.

Kettir og útivera

Margir kettir eru einnig hækkandi sól fegnir og njóta útiverunnar eftir langan og kaldan vetur. Þeir eru flestir forvitnir um fuglana ekki síður en við. Þótt sumir kettir láti sér nægja að fylgjast með annríki fuglanna úr fjarlægð sækja aðrir mjög í að veiða þá. Afrán katta á fuglum og truflun sem þeir valda á varptíma getur aukið verulega á raunir fuglanna á þessu viðkvæma tímabili og gætu haft í senn neikvæð áhrif á einstaklinga og á stofna. Kettir á Íslandi voru fluttir hingað af mönnum og geta veiðar þeirra á fuglum hérlendis því ekki talist náttúrulegar, heldur verður að líta svo á að þær séu á ábyrgð manna. Þær eru þess vegna einn af fjölmörgum þáttum í nútímasamfélagi manna sem hefur neikvæð áhrif á fuglalíf og bætast ofan á neikvæð áhrif vegna búsvæðaeyðingar, loftslagsbreytinga, mengunar og ósjálfbærra veiða svo eitthvað sé nefnt.

Þúfutittlingur á hvönn. Ljósmynd © Árni Árnason
Þúfutittlingur á hvönn. Ljósmynd © Árni Árnason

Kattaeigendur eru stundum óviðbúnir ef í ljós kemur að skemmtilega og gæfa gæludýrið þeirra sé veiðikló. Margir vilja þó leggja sitt af mörkum til að draga verulega úr eða hindra alfarið veiðar kattanna sinna og truflun sem þeir kunna að valda. Til allrar lukku eru ýmis góð ráð til þess.

Fuglavernd hvetur eindregið alla kattaeigendur til að standa vörð um öryggi og velferð villtra fugla með því að:

1) Stýra útivistartíma kattarins. Á varptíma fugla ætti að halda ketti inni eins mikið og unnt er, en helst a.m.k. frá kl. 17 til kl. 9 næsta morgun. Gott er að gefa köttum sem fara út eitthvað sérlega girnilegt að éta hvern dag um það leyti sem þeir eiga að koma inn, til að venja þá við að koma heim á réttum tíma.

2) Nota hjálpartæki til að draga úr veiðum. Fái köttur að fara út ætti fuglakragi (t.d. Birdsbesafe®) að vera staðalbúnaður, en rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þeirra. Í einhverjum tilfellum er æskilegt að bæta við bjöllu líka. Á meðan fuglar liggja á eggjum og þangað til ungar eru orðnir vel fleygir gæti verið nauðsynlegt að setja kattasvuntu (t.d. CatBib®) á sérlega veiðiglaða ketti og þá sem eiga til að klifra í trjám til að komast í hreiður. Kattaeigendur gætu þurft að prófa sig áfram til að finna þá lausn sem virkar best á sinn kött.

3) Sjá til þess að kötturinn fái góða örvun og fæðugjafir við hæfi heima fyrir. Sé köttur saddur og sæll og fær að eltast við leikföng hjá fólkinu sínu er ólíklegra (en þó ekki útilokað) að hann sæki í þá fyrirhöfn og spennu sem fylgir veiðum.

4) Gelda köttinn eigi hann að fá að vera úti. Geldir kettir fara að jafnaði yfir minna svæði þegar þeir eru úti og hafa minni áhuga á veiðum. Þá er gelding útikatta mjög mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir myndun villikattastofna, en slíkir stofnar geta haft verulega neikvæð áhrif á fuglalíf.

Kattakragar

Hægt er að kaupa kattakraga á vef Fuglaverndar, hjá dýralæknum og víðar. Áhugasömum um áhrif katta á fugla er bent á nýlega og efnismikla yfirlitsgrein um viðfangsefnið á íslensku, sem finna má hér: https://fuglavernd.is/wp-content/uploads/2022/03/FUGAR-12-Heimiliskotturinn-besti-vinur-mannsins-en-ogn-vid-fuglalif-.pdf

Vel heppnuð Vorverk í Vatnsmýrinni

Tæplega 20 manns tók þátt í að tína rusl, leggja greinar á tjarnarbakka og snyrta til í friðlandinu í Vatnsmýrinni laugardaginnn 11. apríl s.l.

Það var léttksýjað og nokkur blástur en allir voru í föðurlandi og vel klæddir svo það kom ekki að sök. Nóg var af ruslinu en því miður gleymdist að mynda binginn.

Lóur voru komnar í mýrina svo og tjaldar og  hrossagaukur.:

Urtönd 15

Rauðhöfði 9

Gargönd 1

Stokkönd 10

Hrossagaukur 1

Stari 150

Skógarþröstur 10

Hrafn 2

Skúfönd 7

Lóa 2

Tjaldur 2

 

Tjörnin í Reykjavík skýrsla ársins 2020

Ljsm: Ólafur Karl Nielsen.

“Tjörnin er fuglagarður í miðri borg og umsjón og ábyrgð þessa svæðis er á hendi borgaryfirvalda.
Ástandfuglastofna Tjarnarinnar er óviðunandi og ekki í samræmi við mikilvægi fuglanna
fyrir borgarbúa. Vorin 2014 og 2015 var spyrnt við fótum og borgaryfirvöld stóðu að
andarungaeldi við Tjörnina til að styðja við hnignandi stofna. Það starf hefur borið
árangur og t.d. var eina gargandarkollan sem varp við Tjörnina í sumar úr sleppingum
frá 2015. Haustið 2017 voru ágengar plöntur í kríuvarpinu í Þorfinnshólma upprættar
og haustið 2018 í kríuvarpinu í Vatnsmýrarfriðlandi. Líkt og við höfum áður sagt, þá
fögnum við þessu frumkvæði og hvetjum til að haldið verði áfram á sömu braut.”

Skýrsla ársins 2020 um stöðu Tjarnarinnar í Reykjavík er að finna hér og var unnin af Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Karli NIelsen.

 

Köttur með kattakraga

Vorið, fuglar og kettir

Dagurinn er orðinn lengri en nóttin og vorið skríður hægt áfram. Farfuglar eru farnir að koma til landins og það styttist í að loftin fyllast af söngi friðlara og ungatísti úr hreiðrum. Í kjölfarið fylgir aukin veiði katta.

Fuglavernd hefur í nokkur ár selt kattakraga frá fyrirtækinu BirdsBeSafe, Vermont, Bandaríkjunum. Kannanir hafa sýnt að kragarnir virka betur heldur en bjöllur á hálsólum til að vara fugla við aðvífandi hættu; köttur.  Aftur á móti hafa kettir lært að þekkja að hljóð úr bjöllu þýðir að köttur sé í næsta nágrenni og þá er best fyrir köttinn að undribúa sig undir kattafund eða koma sér í öruggt skjól.

Í greininni sem er hlekkjuð hér  kemur fram að þegar kettir fengu kraga þá fækkaði skiptunum þegar þeir komu heim með bráð. Einnig kemur fram  að flestum köttum var alveg sama þó að kraganum hefði verið bætt við utanum hálsól þeirra. Aftur á móti var hluti katta  mjög ósáttur við þessa viðbót og sýndu kettirnir það í verki m.a. með því að tosa kragann af sér.

BirdsBeSafe eru með safn greina á heimasíðu sinni um virkni kattakraganna. Sumar eru almenns eðlis aðrar eru vísindagreinar um sama efni. 

Á heimasíðu Fuglaverndar má lesa ýmislegt um veiðar katta.

Í tímaritinu Fuglar nr.12 2019 var birt grein eftir Menju Von Schmalensee um efnið kettir  “Heimiliskötturinn, besti vinur mannsins en ógn við fuglalíf?”

 

Rauðbrystingar á flugi

Fuglaskoðun bætir líðan fólks

Vissuð þið að fuglar og gróður í næsta nágrenni  eykur hamingju fólks?

í Þættinum Samfélagið á rás 1 var umhverfisspjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem vildi nefna eitthvað jákvætt á þessum drungalegu tímum neikvæðrar loftslagsskýrslu og stríðs.

Náttúruskoðun og  fuglaskoðun fólks hefur verið rannsökuð og er vísindalega sannað að náttúruskoðun og sérstaklega fuglaskoðun hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks og dregur úr þunglyndi.  Fjöldi fugla í þéttbýli eykst með meiri gróðurþekju og hefur það bein áhrif á líðan fólks að vera með meiri gróður og þar af  fleiri fugla í næsta umhverfi.

Hér er hægt að hlusta á umhverfisspjallið

 

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson
Skógarþröstur, stari og gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson.

Alþjóða dýralífsdagurinn 3. mars

Mörg félög nota dýr og fugla í merkjum sínum. Fuglavernd er með mynd af spóa. Ef enginn væri spóinn væri merki félagsins tómlegt.

Alþjóða dýralífsdagur Sameinuðu þjóðanna  er til að minna okkur á að veröld okkar væri fátæk ef ekki væri fyrir allar dýrategundir,  þar með taldir fuglar, sem umkringja okkar líf frá smáum glóbrystingi á grenigreini upp í súlur sem steypa sér í hafið eftir æti.

Fuglar veraldar eru margir hætt komnir þar sem þeir eru að missa búsvæði sín og þurfa þá  að færa sig um set og ef ekkert sambærilegt búsvæði finnst  þá þurfa þeir að horfast í augu við útrýmingu.

Við á íslandi berum ábyrgð á mörgum fuglategundum hvað varðar búsvæði: Heiðlóur, spóar, álkur, lundar, súlur, heiðargæsir, stormsvölur  og fleiri. IBA  (Important Bird and Biodiversity Areas) svæði eru 121 á Íslandi og eru frekari upplýsingar um þau að finna á heimasíðu NÍ.

 

 

Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.
Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.

Dæmi um fuglategundir  sem er mjög hætt komnar er örnin okkar á Íslandi og skeiðtíta sem er sjaldgæfasti vaðfugl jarðar sem verpir norður við Barentssund.

Skeiðtítan er smávaxinn fugl og er karlinn 14-16 cm á lengd og 29-34 g þungur, á stærð við steindepil.

Hér er hægt að skoða nokkur myndbönd um skeiðtítuna, 

 

Tjaldur í fæðisleit Ljsm Alex Máni

Hvað gera tjaldar ef fæðuskortur er yfirvofandi?

Ljsm. Alex Máni.

Graham Appleton hefur unnið með íslenskum vísindamönnum að rannsóknum á vaðfuglum sem dveljast bæði á Íslandi og Bretlandseyjum og ferðast milli eyjaklasanna og eru þar með sameiginlegir fuglar okkar.

Hann heldur úti blogginu  “Wader tales”.  Mjög áhugaverð lesning og póstuðum við blogg hans um líf Tjaldafeðra  í fyrra árið 2021

Að þessu sinni vakti þetta blogg athygli en það fjallar um hvað Tjaldar gera þegar fæðuskortur gerir vart við sig. Fara þeir annað eða leggja þeir upp laupana og deyja? Graham Appleton og sjálfboðaliðar rannsökuðu þetta og svona skrifar hann á blogginu sínu.

Margæs (Margæs (Branta bernicla). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Uppfyllingar í Skerjafirði skaða alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði

Ólafur Karl Nielsen formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson fyrrum formaður Fuglaverndar birtu grein í Kjarnanum 6. febrúar 2022 til varnar lífríki Skerjafjarðar.

Skerja­fjörð­ur, grunn­sævi og fjör­ur, er flokk­aður sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grá­gæsa, margæsa, æðar­fugla, síla­máfa og send­linga sem þar búa eða fara um vor og haust. Kópa­vogur og Garða­bær hafa fyrir löngu sam­þykkt form­lega vernd síns hluta Skerja­fjarð­ar. Reykja­vík hefur ekki stigið það skref og ætlar með þessari landfyllingu að skerða verulega búsvæði þessara fugla og fjölda annarra sem koma þarna við árið um kring.  Fuglavernd vill benda á að búsvæðamissir er helsti áhrifaþáttur líffræðilegrar fjölbreytni og margt smátt gerir eitt stórt.  Endilega lesið þessa grein en hana má finna hér.