NAUÐSYNLEGT AÐ STÖÐVA LUNDAVEIÐAR

NAUÐSYNLEGT AÐ STÖÐVA LUNDAVEIÐAR

Í nýútkominni skýrslu Náttúrustofu Suðurlands um stofnvöktun lunda kemur fram að árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landsvísu er undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum og hefur líklega verið það að mestu leyti allt frá árinu 1995. Í skýrslunni er lagt til að stöðva veiðar þar til stofnvöxtur verður nægjanlegur fyrir náttúruleg afföll og hóflega veiði. Hófleg veiði telur skýrsluhöfundur að hægt sé að ná fram með sölubanni, þegar kemur að því að veiðar verði leyfðar á ný.

Fuglavernd hvetur eindregið til þess að farið verði eftir veiðiráðgjöf sérfræðinga og að lundaveiðar verði stöðvaðar strax. Nauðsynlegt er að gefa stofninum tækifæri til þess að jafna sig eftir þau áföll sem hann hefur gengið í gegnum undanfarin ár. Á meðan stofninn er í þessari stöðu eru allar veiðar ósjálfbærar.

 

Nánar er hægt að lesa um stöðu lundastofnsins  í þessari skýrslu

 

Grágæsir, Ljósm, Jóhann Óli Hilmarsson

Bann sett við sölu á grægæs

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undiritað bann við sölu á grágæs og afurðir hennar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Með breytingunni er óheimilt að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. Einnig er óheimilt að flytja hana út. Heimilt er þó að selja uppstoppaða gæs.

Á undanförnum árum hefur grágæsarstofninum hnignað og er sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni.

Hér má lesa umsögn Fuglaverndar um breytingu laganna til verndunar grágæsa

Hér má lesa fréttina í heild sinni á heimasíðu Stjórnarráðsins

Lundi. Ljsm. Sindri Skúlason

NACES hafsvæðið verður verndað að öllu leyti, einnig sjávarbotninn.

Fuglavernd hvatti félagasmenn og alla fuglaunnendur að skrifa undir áskorun til OSPAR nefndarinnar um vernda sjávarbotn NACES svæðisins, ekki bara yfirborðið.

OSPAR nefndin hefur ákveðið að svæðið allt þ.m.t. hafsbotninn verði verndað.

Hvers vegna er mikilvægt að vernda sjávarbotninn?

Vistkerfi sjávarbotns eru lykillinn að því að viðhalda fæðukeðjunni sem tegundir á svæðinu reiða sig á. Flæði vatns þýðir að vistkerfi sjávar – frá yfirborði til sjávarbotns – eru í eðli sínu tengd. Hverskyns breytingar á öðrum þessara tveggja þátta (t.d. af völdum mannlegra athafna) hljóta að hafa áhrif á og trufla hinn. Meðal gesta NACES svæðisins eru þekktar fuglategundir eins og lundinn, krían og haftyrðilinn. Íslenskir óðinshanar koma þar við í langferðum sínum milli heimsálfa.
En svæðið er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjófugla. Undir yfirborðinu eru heimkynni mikils líffræðilegs fjölbreytileika sjávarlífvera. Svæðið er mikilvægt fyrir nokkrar tegundir í hættu eins og steypireyði, leðurskjaldböku, klumbudrögu (skjaldbökutegund), túnfiska, beinhákarl, kóralla og djúpsjávarsvampa. Án verndaðs sjávarbotns er þetta athvarf náttúrunnar berskjaldað fyrir hættu af mannavöldum.

Smelltu hér til að sjá hvar í veröldinni  NACES er statt.

 

 

Lundi er ein margra fuglategunda sem að dvelst þar veturlangt.

 

Nánari frétt um verndun  NACES frá botni til yfirborðs á heimasíðu BirdLife International

Kría með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benedíktsdóttir.

Vegna aðgerða Ísafjarðarbæjar gegn kríuvörpum

Snemma í júní sendi Fuglavernd bréf til Ísafjarðarbæjar vegna aðgerða sveitarfélagsins gegn kríuvörpum.

,,Fuglavernd vill með bréfi þessu koma á framfæri miklum áhyggjum af aðgerðum
Ísafjarðarbæjar í kríuvörpum, sem lýst hefur verið í fjölmiðlum undanfarið og hafa það að
markmiði að fæla kríu úr varplöndum nálægt byggð.”

Lögin

,,Bent er á að samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum (nr. 64/1994) er krían friðaður fugl. Í lögunum, sem meðal annars hafa það að
markmiði að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna, kemur fram að:
Úr 1. gr.:
Friðun: bann við veiðum og öðrum aðgerðum sem geta aukið vanhöld eða dregið úr
viðkomu dýra af tiltekinni tegund. Þegar rætt er um friðun tekur hún einnig til eggja og
hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar.”

Krían komin á válista

,,Krían er stórkostleg lífvera. Hún er heimsmetshafi í öllu dýraríkinu þegar kemur að árlegum
farvegalengdum. Krían er langlíf, verður að jafnaði um 30 ára, og ferðast um 80-90.000 km á
ári, sem jafngildir því að hver fugl fari um þrisvar sinnum fram og til baka til tunglsins á ævi
sinni. Það er því kannski engin furða að hún verji afkvæmi sín með miklum tilþrifum, eftir að
hafa lagt á sig þetta mikla ferðalag til að komast á varpstöðvar.1
Því miður hefur krían átt verulega undir högg að sækja frá því snemma á þessari öld, að
öllum líkindum vegna breytinga í hafinu sem mögulega eru til komnar vegna loftslagsvár af
mannavöldum. Hún telst vera tegund í nokkurri útrýmingarhættu (VU) skv. válista íslenskra
fugla. Mikilvægt er að hafa í huga að 20–30% af heimsstofni kríunnar er að finna hér á landi
á sumrin.”

Válisti fugla á heimasíðu NÍ

Aðgerðir og lögin

,,Að lokum vill Fuglavernd leggja áherslu á að kjósi Ísafjarðarbær að halda uppteknum hætti
með notkun fælingaraðgerða er mjög brýnt að rannsóknir á áhrifum þessara aðgerða fari
fram, til að skilja til fullnustu hvaða áhrif þær hafa á bæði kríuna og aðra friðaðar tegundir
sem verpa á svipuðum slóðum, og til að mæla hversu langt frá fælingarbúnaðinum þau áhrif
ná. Fuglavernd getur haft milligöngu um að koma slíkum rannsóknum á, en áréttar þó að
notkun fælingarbúnaðar í vörpum friðaðra fuglategunda stríðir gegn markmiðum gildandi
laga.”

Bréfið í heild sinni má lesa hér.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

Erindið var tekið fyrir í bæjarráði Ísafjarðarbæjar og afgreitt á eftirfarandi hátt: „Kríuvarp í Tunguhverfi: Lagt fram bréf frá Fuglavernd dags. 5. júní 2023, þar sem komið er á framfæri áhyggjum af aðgerðum Ísafjarðarbæjar í kríuvörpum, sem lýst hefur verið í fjölmiðlum undanfarið og hafa það að markmiði að fæla kríu úr varplöndum nálægt byggð. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs þann 12. júní sl. þar sem eftirfarandi var bókað „Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar. Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutulsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess. Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og verður áfram, og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave, auk Fuglaverndar vegna málsins.“

 

Kettir og fugladráp þeirra – hvað er til ráða?

Áskorun til kattaeigenda á varptíma

Nú er vorið komið og með hækkandi hitastigi og meiri birtu fara dýr af flestum tegundum að huga að vorverkum og eru meira á ferðinni en yfir vetrartímann. Fuglar af öllum stærðum og gerðum hafa mikið að gera á þessum tíma. Sumir hafa haft mikið fyrir því að koma sér til landsins. Þeir parast, gera sér hreiður og liggja á eggjum í marga sólarhringa áður en ungarnir skríða út. Fjölmörg höfum við gaman af að fylgjast með öllu ferlinu.
Heimiliskettir hrista líka af sér vetrarslenið og eru oft meira úti við. Kettir eru rándýr og geta valdið miklum afföllum hjá fuglum, sér í lagi á varptíma. Til eru nokkur ráð fyrir ábyrga kattaeigendur til að reyna að minnka þann skaða sem þeirra kettir mögulega valda. Til dæmis er hægt að halda köttum inni yfir varptímann en hafa þarf í huga að kettir þurfa þá meiri leik og athygli á þeim tíma. Hægt er að halda köttunum inni ákveðinn tíma sólarhrings og þá helst yfir kvöld og nótt (u.þ.b. frá kl. 17:00 til kl. 09:00). Til að venja ketti á að koma inn seinni partinn má prófa að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Æskilegt er að setja bjöllur á hálsólar og einnig hafa kattakragar sem settir eru á ólarnar gefið góða raun.

Samkvæmt grein á heimasíðu Fuglaverndar  drepa kettir með litríka kraga mun færri fugla en kettir með engan kraga en hér eru nokkrar greinar um veiðar katta, kraga og annað tengt því. Kragana er hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, , Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum.

 

Í vor vilja Fuglavernd – BirdLife Iceland, Kattavinafélag Íslands, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Dýraþjónusta Reykjavíkur í sameiginlegu átaki skora á kattaeigendur að gæta katta sinna vel og reyna að lágmarka fugladráp þeirra.

Ljsm Yves Adams

NACES MPA – the North Atlantic Current and Evlanov Seamount

Í viðamiklu samstarfsverkefni, undir forystu BirdLife International, fannst svokallaður heitur reitur sjófugla sem er á stærð við Frakkland í miðju Norður-Atlantshafi. Svæðið er eitt það mikilvægasta fyrir sjófugla í Atlantshafinu og fyrsta sjófuglaþyrping af þessari stærðargráðu sem skráð hefur verið í úthöfunum. Svæðið nær yfir tæplega 600,000 km2 og yfir 5 milljón sjófuglar halda til þar. Svæðið sem kallast NACHES fékk stöðu verndarsvæðis í hafi samkvæmt OSPAR-samningnum í október 2021 (Fundirnir voru haldnir í Osló og París) . Þetta eru frábærar fréttir en því miður var sjávarbotn svæðisins ekki tekin með sem hluti af verndarsvæðinu.

Hvers vegna er mikilvægt að vernda sjávarbotninn?

Vistkerfi sjávarbotns eru lykillinn að því að viðhalda fæðukeðjunni sem tegundir á svæðinu reiða sig á. Flæði vatns þýðir að vistkerfi sjávar – frá yfirborði til sjávarbotns – eru í eðli sínu tengd. Hverskyns breytingar á öðrum þessara tveggja þátta (t.d. af völdum mannlegra athafna) hljóta að hafa áhrif á og trufla hinn. Meðal gesta NACES svæðisins eru þekktar fuglategundir eins og lundinn, krían og haftyrðilinn. Íslenskir óðinshanar koma þar við í langferðum sínum milli heimsálfa.
En svæðið er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjófugla. Undir yfirborðinu eru heimkynni mikils líffræðilegs fjölbreytileika sjávarlífvera. Svæðið er mikilvægt fyrir nokkrar tegundir í hættu eins og steypireyði, leðurskjaldböku, klumbudrögu (skjaldbökutegund), túnfiska, beinhákarl, kóralla og djúpsjávarsvampa. Án verndaðs sjávarbotns er þetta athvarf náttúrunnar berskjaldað fyrir hættu af mannavöldum.

BirdLife samstarfið skorar á OSPAR-nefndina að greiða atkvæði með aukinni vernd, í kosningum í júní 2023. Þetta mikilvæga svæði NACES MPA – the North Atlantic Current and Evlanov Seamount.

Hér geturu lesið nánar um málið á heimasíðu Bird Life International

Hjálpaðu okkur að vernda NACES frá hafsbotni til sjávaryfirborðs með því að skrifa undir áskorun okkar og sýna OSPAR-nefndinni að þér þykir vænt um velferð og heilsu hafsins!

Hér getur þú skrifað undir áskorun til OSPAR nefndarinnar um að vernda einnig hafsbotninn

 

Veljið hófsemi við rjúpnaveiðar!

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudegi til og með þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.

Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu.

Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og fyrir hendi er stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting.

Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2022 

Tillögur Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á rjúpu 2022

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár.

Fuglavernd hvetur veiðimenn að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi en slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Veiðimenn eru hvattir  til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.

 

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Stofnstærð rjúpu hefur verið ofmetin

Fuglavernd sendi 5. nóvember 2022 erindi til Umhverfisstofnunar vegna tillagna stofnunarinnar sem hún sendi umhverfisráðuneytinu í vikunni, erindið er svohljóðandi:
Í tillögum Umhverfisstofnunar til ráðherra umhverfis- og auðlindamála frá 4. október varðandi veiðifyrirkomulag á rjúpu er lagt til að fjölga veiðidögum rjúpu frá því í fyrra.

Fuglavernd mótmælir þessu harðlega og félagið vill benda á eftirfarandi:
• Viðkomubrestur var hjá rjúpu á Norðausturlandi og viðkoman var léleg á Vesturlandi. Ástandið í öðrum landshlutum er óþekkt. Hér á varúðarreglan að gilda (e. precautionary principle) við alla ákvarðanatöku.
• Miðað við nýlega greiningu á stofnstærð rjúpu og veiðiafföllum, þá hefur stofnstærð rjúpu verið ofmetin og veiðiafföll vanmetin með þeim aðferðum sem NÍ hefur beitt frá 2005 (Rit LbhÍ 141 sjá https://www.lbhi.is/skolinn/rannsoknir/utgefid-efni). Veiðiafföllin samkvæmt þessu nýja mati eru við eða vel ofan við þau mörk sem t.d. Norðmenn meta sem ásættanleg.

Í ljósi þessa ætti frekar að fækka leyfilegum veiðidögum en að fjölga þeim líkt og tillögur UST gera.

Veiðiþol rjúpnastofnsins

Árlega er Fuglavernd ásamt öðrum hagsmunaaðilum boðið á fund um ástand rjúpnastofnsins á Náttúrufræðistofnun. Viðkoma rjúpnastofnsins er því miður mjög slök í ár og fáir ungar hafa lifað af sumarið. Auðvitað eru það vonbrigði því talningar í vor sýndu að stofninn væri nærri hámarki á Norð-vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum, en nú hefur þessi lélegi varpárangur aldeilis breytt þeirri stöðu.
Það er ekki einfalt mál að áætla veiðiþol stofnsins og ekki alltaf þakklátt verkefni en það er nú eitt af því sem þessi vöktun snýst um. Alltaf eru uppi háværar raddir um að ekki sé hægt að fullyrða um stofnstærðina vegna skorts á vöktun eða að sveiflna í stofni. En svokölluð stofnvísitala rjúpunnar sýnir að til lengri tíma litið hefur rjúpnastofninum okkar hrakað og það sama má segja um varpárangur fuglanna. Mikilvægt er þó að við gefum rjúpnastofninum rými til að vaxa þegar svona stendur á, og drögum úr veiði eða jafnvel hættum henni alveg, gefum fuglinum frí. Við þökkum samráðið og vonum að rjúpan fái að njóta vafans ef einhver er.

Nánar er hægt að lesa um veiðiþol rjúpnastofnsins hér 
Meira hér um viðkomubrest hjá rjúpunni í sumar.

 

Köttur með kattakraga

Af fuglum og köttum – ákall Fuglaverndar til kattaeigenda

Vor og farfuglar

Flestir hafa eflaust tekið eftir því að vorhugur er kominn í fugla landsins. Farfuglum sem verpa á Íslandi fjölgar með hverjum deginum og staðfuglar eru komnir í æxlunargír. Heillandi tilhugalíf fuglanna getur gefið hversdagsleika okkar ánægjulega fyllingu, taki menn sér tíma til að njóta fuglasöngsins og fylgjast með varphegðun fiðraðra vina okkar. Þetta tímabil í æviskeiði fuglanna er jafnan mjög krefjandi fyrir þá. Þar reynir bæði á líkamsástand og atferli fuglanna við að koma næstu kynslóð á legg og getur truflun af ýmsum orsökum haft afdrifaríkar afleiðingar. Farfuglarnir eiga að baki langt og strembið ferðalag og staðfuglanir hafa þraukað erfiðan vetur með takmörkuðu aðgengi að fæðu. Allir eiga þeir skilið að geta hugað að varpi án teljandi hindrana að hálfu okkar mannanna.

Kettir og útivera

Margir kettir eru einnig hækkandi sól fegnir og njóta útiverunnar eftir langan og kaldan vetur. Þeir eru flestir forvitnir um fuglana ekki síður en við. Þótt sumir kettir láti sér nægja að fylgjast með annríki fuglanna úr fjarlægð sækja aðrir mjög í að veiða þá. Afrán katta á fuglum og truflun sem þeir valda á varptíma getur aukið verulega á raunir fuglanna á þessu viðkvæma tímabili og gætu haft í senn neikvæð áhrif á einstaklinga og á stofna. Kettir á Íslandi voru fluttir hingað af mönnum og geta veiðar þeirra á fuglum hérlendis því ekki talist náttúrulegar, heldur verður að líta svo á að þær séu á ábyrgð manna. Þær eru þess vegna einn af fjölmörgum þáttum í nútímasamfélagi manna sem hefur neikvæð áhrif á fuglalíf og bætast ofan á neikvæð áhrif vegna búsvæðaeyðingar, loftslagsbreytinga, mengunar og ósjálfbærra veiða svo eitthvað sé nefnt.

Þúfutittlingur á hvönn. Ljósmynd © Árni Árnason
Þúfutittlingur á hvönn. Ljósmynd © Árni Árnason

Kattaeigendur eru stundum óviðbúnir ef í ljós kemur að skemmtilega og gæfa gæludýrið þeirra sé veiðikló. Margir vilja þó leggja sitt af mörkum til að draga verulega úr eða hindra alfarið veiðar kattanna sinna og truflun sem þeir kunna að valda. Til allrar lukku eru ýmis góð ráð til þess.

Fuglavernd hvetur eindregið alla kattaeigendur til að standa vörð um öryggi og velferð villtra fugla með því að:

1) Stýra útivistartíma kattarins. Á varptíma fugla ætti að halda ketti inni eins mikið og unnt er, en helst a.m.k. frá kl. 17 til kl. 9 næsta morgun. Gott er að gefa köttum sem fara út eitthvað sérlega girnilegt að éta hvern dag um það leyti sem þeir eiga að koma inn, til að venja þá við að koma heim á réttum tíma.

2) Nota hjálpartæki til að draga úr veiðum. Fái köttur að fara út ætti fuglakragi (t.d. Birdsbesafe®) að vera staðalbúnaður, en rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þeirra. Í einhverjum tilfellum er æskilegt að bæta við bjöllu líka. Á meðan fuglar liggja á eggjum og þangað til ungar eru orðnir vel fleygir gæti verið nauðsynlegt að setja kattasvuntu (t.d. CatBib®) á sérlega veiðiglaða ketti og þá sem eiga til að klifra í trjám til að komast í hreiður. Kattaeigendur gætu þurft að prófa sig áfram til að finna þá lausn sem virkar best á sinn kött.

3) Sjá til þess að kötturinn fái góða örvun og fæðugjafir við hæfi heima fyrir. Sé köttur saddur og sæll og fær að eltast við leikföng hjá fólkinu sínu er ólíklegra (en þó ekki útilokað) að hann sæki í þá fyrirhöfn og spennu sem fylgir veiðum.

4) Gelda köttinn eigi hann að fá að vera úti. Geldir kettir fara að jafnaði yfir minna svæði þegar þeir eru úti og hafa minni áhuga á veiðum. Þá er gelding útikatta mjög mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir myndun villikattastofna, en slíkir stofnar geta haft verulega neikvæð áhrif á fuglalíf.

Kattakragar

Hægt er að kaupa kattakraga á vef Fuglaverndar, hjá dýralæknum og víðar. Áhugasömum um áhrif katta á fugla er bent á nýlega og efnismikla yfirlitsgrein um viðfangsefnið á íslensku, sem finna má hér: https://fuglavernd.is/wp-content/uploads/2022/03/FUGAR-12-Heimiliskotturinn-besti-vinur-mannsins-en-ogn-vid-fuglalif-.pdf