Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2. febrúar

Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.

Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.

í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi:  “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”

“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á  meðal sjór allt að sex metra dýpi.”

Hér má lesa meira um votlendi á heimasíðu Votlendissjóðs

Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.

Magnús Bergsson hefur tekið upp hljóð viða um Ísland.  Hér  er hljóðmynd með upptöku úr Friðlandi í Flóa, sem er sannkallað votlendi,  frá árinu 2012. 

Vistheimt 2021-2030 / Ecosystem Restoration in Iceland

Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland

Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.

Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.

Hér er hægt að sjá myndband frá upphafi áratugar endurheimtar vistkerfa 2021-2030 sem var fagnað í Norræna húsinu þann 3. júní 2021. English subtitles in the video in the link

Endurheimt votlendis

Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.

Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Fuglalíf í Vigur 2021

Tveir franskir stúdentar við Háskólasetur Vestfjarða þeir Milesi-Gaches David og Lhériau Alexandre rannsökuðu fuglalíf og töldu fugla í Vigur í sumarið 2021. Þeir töldu teistur, fýla, tjalda og máfa. Þeir skrifuðu vísindagrein sem lesa má hér sem lýsir sérstöðu fuglalífs á Vigur með tilliti til ferðamanna. Greinin er á ensku. 

Aðferðir við talningu eru þekktar og ekkert nýtt kemur  fram hvað varðar aðferðafræði. Greinin er á ensku og er áhugaverð fyrir alla fuglavini, þá sem starfa við ferðaþjónustu og þá sem heimsækja Vigur.

 

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Rjúpnastofninn vaktaður – hvernig fer slíkt fram?

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um framkvæmd rjúpnatalninga og metur aldurshlutföll og holdafar en Umhverfisstofnun safnar gögnum um veiði og sókn. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð, viðkomu og afföll og langtímabreytingar á þessum þáttum.

Á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar  er hægt að fræðast um vöktun rjúpnastofnsins.

Í vefverslun Fuglaverndar er hægt að versla jólakort með mynd af rjúpu.

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

SveinnJonsson_stelkur

Bráðskemmtilegur útvarpsþáttur: Fuglar þáttur Höllu Ólafsdóttur á rás 1 í apríl s.l.

Ljosmynd, Sveinn Jónsson;stelkur

Tilvalið að hlusta og ekki verra að deila til þeirra sem vita ekkert um fugla.

Fjallað m.a. um fordóma og þekkingu á fuglum og hvernig maður verður fuglaáhugamaður.

Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir.

Hér er hægt að hlusta

SveinnJonsson_stelkur
SveinnJonsson_stelkur
Kvenfuglinn (assa, til vinstri) er áberandi stærri en karlfuglinn (ari) og með sterkbyggðari gogg. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Haförninn íslenski 2021

Varp haf­arn­ar­ins gekk vel í ár og komust 58 ung­ar á legg. Krist­inn Hauk­ur Skarp­héðins­son, dýra­vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, seg­ir þetta mesta fjölda unga frá því að hafern­ir voru fyrst tald­ir fyr­ir rétt­um 100 árum árið 1921. Hann rifjar upp að þá hafi upp­lýs­inga verið aflað á mann­talsþing­um, en síðan hafi rann­sókn­ir smám sam­an eflst og arn­ar­stofn­inn sé nú einna best þekkti fugla­stofn lands­ins.

Í ár var orpið á 69 óðulum og komust ung­ar á legg á 45 þeirra. Krist­inn Hauk­ur seg­ir að all­ar vísi­töl­ur arn­ar­ins séu sterk­ar í ár, hreiður, varp, ung­ar og óðul í ábúð sem eru nú 86. Í fyrra komust 52 ung­ar á legg og 56 árið 2019, sem þá var besta árið í 100 ára sögu taln­inga. Nú áætl­ar Krist­inn Hauk­ur að arn­ar­stofn­inn telji á fjórða hundrað fugla, en stór hluti hans séu ung­fugl­ar, sem al­gengt er að byrji að verpa 5-6 ára. Á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar voru arna­pör­in aðeins tal­in vera ríf­lega 20.

Aðal­heim­kynni arn­ar­ins eru frá Faxa­flóa norður og vest­ur um í Húna­flóa. Full­orðnir fugl­ar hafa sést reglu­lega aust­ur í Mý­vatns­sveit en hafa ekki ekki slegið sér niður í varp á þeim slóðum.

„Enn er nokkuð í land að haförn­inn loki hringn­um og fari að verpa í öll­um lands­hlut­um, en ég held að það ger­ist á næstu ára­tug­um ef þessi hag­fellda þróun held­ur áfram,“ seg­ir Krist­inn Hauk­ur.

Hann seg­ir að tíðarfarið á und­an­förn­um árum hafi verið ern­in­um hag­stætt og stofn­inn hafi fengið meiri frið og svig­rúm til að þró­ast og þrosk­ast en áður.

Þetta er úr frétt Morgunblaðisins

 

Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungar á þurru landi

Fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni  og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Þeir eru í tugum á götum Víkur þegar þetta er ritað.

Fæstum fýlsungum þarf að bjarga, þeir spjara sig oftast sem hafa lent á söndum, túnum, engjum
eða viðlíka “flugbraut”. Þeir léttast á nokkrum dögum og verja tíma sínum við að styrkja vængi.
Þeir sem lenda á bílastæðum, vegum, skógi, háu grasi og í lúpínubreiðu gæti hinsvegar þurft að bjarga.

ATH: Þegar fýlsungar verja sig þá spýja eða æla þeir lýsiskenndu magainnihaldi sínu. Bunan getur verið
hátt í 2 m á lengd. Það er vissara að varast að lenda í bununni.

Flesta fýlsunga sem lenda á vegum þarf ekki að flytja á brott, yfirleitt er nóg að koma þeim af vegi
sjávarmegin við veginn.

EF ÞAÐ ÞARF AÐ FANGA FÝLSUNGA t.d. í þéttbýli, skóglendi, bílastæði, lúpinubreiðu eða af vegi þá er best að vera með réttan útbúnað.

Hér má sjá viðtal í Landanum á RÚV við hóp sjálfboðaliða sem fór í björgunaleiðangur

FÖT: Föt sem má fórna í fýla-ælu, gúmmíhanskar.  Áberandi lit á fatnaði ef verið er við vegi, t.d. áberandi gul vesti.

VERKFÆRI:
Handklæði til að fanga fýlsunga með.
Kassar 2 – 20 kassar til að setja ungana í.
Aðeins má setja einn fýl í kassa. Ef þeir eru tveir eða fleiri þá geta þeir ælt á hvorn annan og verða útataðir í lýsi.
Þá eru þeir í vondum málum.
Bíll og jafnvel kerru.

HVAR Á AÐ SLEPPA FÝLSUNGA: Alls ekki í sandfjöru þar sem er brim, þá velkjast þeir bara um og drepast.
Það verður að sleppa þeim þar sem þeir geta náð að svífa niður á sjávarflöt.
Lygnar ár og víðir ósar koma til greina. Jökulsár eru ekki lygnar ár.

Sleppistaðir í kringum Mýrdal og undir Eyjafjöllum:
Dyrhólaey, neðri ey og Dyrhólaós. Lónin hjá Höfðabrekku.
Sandar sunnan lúpínubreiða.
Holtsós. Skógaá.

Fýlsungar eru stríðaldir af foreldrum sínum svo þeir verða of þungir til flugs. Fýlavarp hefur teygt sig lengra inn til landsins, fjær sjó en hentugt er fyrir fýlsunga. En fýlum hefur fjölgað á s.l. áratugum og fýlahjón leita sér að góðu hreiðurstæði í björgum.
Nokkrar ástæður eru fyrir vali á björgum fjarri sjó. Þar má telja að sjóbjargastæðin eru frátekin, viðkomandi fýll ólst upp á syllu t.d. í Markarfljótgljúfrum og leitar heim.
Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir og geta komið upp einum unga árlega.

Við þiggjum með þökkum ábendingar um góða sleppistaði fýlsunga um land allt.

Meiri fróðleikur um fýla

Ragnheiður Blöndal og Sigurjón Halldór Birgisson bjarga fýlsungum, frétt á visir.is

 

Fýll. Ljósm: Jóhann Óli Hilmarsson

Framkvæmdastjóri Fuglaverndar segir frá félaginu Fuglavernd

Fyrirtaks viðtal frá því í vor 2021 við Hólmfríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fuglaverndar.
Viðtalið var í þættinum “Sögur af landi” á Rás 1 og er fyrsta erindi þáttarins. Smellið hér til að hlusta. Mjög góð kynning á félaginu.

Ef félagar Fuglaverndar vilja kynna félagið þá er gott að dreifa hlekknum til þeirra sem hafa áhuga.

Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Mark Day frá RSPB skoða skilti í Friðlandinu í Flóa © Ljósmynd: Dögg Matthíasdóttir