Portúgal: ósar Tagus ánnar í hættu – undirskriftasöfnun

Stjórn Fuglaverndar hefur sent frá sér bréf, bæði til forseta Portúgal og forsætisráðherra þar sem bent er á þá hættu sem steðjar að mikilvægu fuglasvæði í Portúgal. Þetta svæði eru ósar Tagus-árinnar við Lissabon. Þarna er mikilvægt búsvæði íslenska jaðrakansins (Limosa limosa islandica)

Áætlanir eru um byggingu flugvallar í ósnum (Montijo Airport).

Einnig hefur stjórn Fuglaverndar sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni Umhverfis- og auðlindaráðherra bréf um sama efni en þar segir: (Bréfið í heild má finna undir Ályktanir og umsagnir.

Fyrir hönd stjórnar Fuglaverndar vil ég benda á þá hættu sem steðjar að mikilvægu fuglasvæði í Portúgal. Þetta svæði eru ósar Tagus-árinnar við Lissabon. Áætlanir eru um byggingu flugvallar í ósnum (Montijo Airport). SPEA systurfélag Fuglaverndar í Portúgal hefur beitt sér hart gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum og stendur í málaferlum vegna þeirra. Aðstæður eru allar sérkennilegar, svæðið nýtur verndar skv. portúgölskum lögum og er á lista sem Ramsar-svæði, samt sem áður ætla stjórnvöld að knýja þetta fram.

Ósar Tagus-árinnar eru mikilvægasta votlendissvæði í Portúgal. Um 300 þúsund votlendisfuglar fara þar um vor og haust, um 200 þúsund fuglar hafa þar vetursetu og verndargildi þessa svæðis er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði. Þetta svæði snertir beint fuglaverndarhagsmuni hér á landi þar sem nokkrar af vaðfuglategundum okkar fara þar um vor og haust og íslenskir jaðrakanar hafa þar vetursetu.

SPEA systurfélag Fuglaverndar í Portúgal hefur beitt sér hart gegn þessum fyrirhuguðu framkvæmdum og stendur í málaferlum vegna þeirra. Sjá nánar á vef þeirra: http://www.spea.pt/en/news/airport-proposal-threatens-one-of-the-most-important-wetlands-in-europe/.

Þá stendur systurfélag okkar í Hollandi fyrir undirskriftasöfnun:

https://www.vogelbescherming.nl/petitie-grutto-lissabon.

Hafnarhólmi apríl 2018

Aðalfundi 2020 frestað

Fyrirhuguðum aðalfundi Fuglaverndar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna frekari takmarkana á samkomubanni. Vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja dagsetningu og auglýsa fundinn með löglegum fyrirvara, fyrir sumardaginn fyrsta, sem er þann 23. apríl 2020.

Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
  4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
  5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
  6. Ákvörðun árgjalds.
  7. Önnur mál.

Fugl dagsins á Fésbók – skrifstofa lokuð

Lóuþræll. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Fugl dagsins hjá Fuglavernd

Á Fésbókarsíðu Fuglaverndar mun birtast ein færsla á dag um fugl dagsins meðan á samkomubanni stendur.

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum, til að stytta fólki stundir og kannski aðeins að dreifa huganum, þó ekki sé nema í stutta stund á hverjum degi. Ef samkomubannið stendur í fjórar vikur þá komumst við yfir 28 fuglategundir alls, við þurfum þá að velja einhverjar þrjár sem eru ekki í hópi ábyrgðartegunda. Hægt verður að koma með ábendingar á Fésbókarsíðunni. Ef samkomubannið stendur lengur, þá finnum við bara til fleiri fuglategundir, það er af nógu að taka. 

Skrifstofa félagsins lokuð

Skrifstofa félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík verður lokuð á meðan samkomubannið er í gildi, en starfsfólk félagsins mun ýmist vera við vinnu þar, eða heimavið.

Hægt er að ná í starfsfólk félagsins í gegnum tölvupóst og fuglavernd@fuglavernd.is og gegnum samfélagsmiðla. 

Vefurinn er alltaf opinn og pantanir í vefverslun verða afgreiddar og afhentar eftir samkomulagi við viðskiptavini. 

 

Lóa. Ljósmyndari: Alex Máni 2014.

Umsagnir um hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og landsáætlun í skógrækt.

Stjórn Fuglaverndar hefur sent Umhverfis- og auðlindaráðuneyti umsagnir um þrjú mál sem eru í ferli í samráðgsátt stjórnvalda.

Umsagnirnar er að finna undir  Verkefnin > Ályktanir & umsagnir.

Þetta eru umsagnir um:

Umsögn um landsáætlun í skógrækt – drög að lýsingu.pdf  Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.pdf Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.pdf. Sjá einnig í Samráðsgátt stjórnvalda.

Rjúpa ©Jakob Sigurðsson

Ábyrgð veiðimanna er mikil – Sölubann á rjúpum

Rjúpa© Jakob Sigurðsson

Fuglavernd hvetur alla skotveiðimenn til að sýna hófsemi við veiðar í rjúpu í ár, sem fyrri ár, svo stuðla megi að sjálfbærni rjúpnaveiða.

Þá vill Fuglavernd minna á að í gildi er sölubann þannig að óheimilt er að bjóða til sölu, flytja út eða selja rjúpur eða rjúpnaafurðir. Með sölu er átt við hvers konar afhendingu gegn endurgjaldi. Umhverfisstofnun er falið að fylgja því banni eftir.

Rjúpnaveiðitímabil (Lagopus mutus)

Árin 2019 – 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.

  • Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
  • Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2019 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna- veiðar skuli vera sjálfbærar.

Náttúrufræðistofnun Íslands leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil.

Meira um: veiðiþol rjúpnastofnsins á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Sjálfbærni rjúpnaveiða

Markmið veiðistjórnunar á rjúpu er að veiðar verði sjálfbærar þannig að komandi kynslóðir geti stundað veiðar. Veiðistjórnun snýst því að vissu leyti um það langtímasjónarmið að vernda veiðistofna til framtíðar. Undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á þrjú atriði í veiðistjórnun. Sóknardögum hefur verið fækkað verulega, sölubann á rjúpu og rjúpuafurðum var komið á og biðlað var til veiðimanna um að sýna hófsemi á rjúpnaveiðum.

Sölubann á rjúpu er í gildi skv. reglugerð 800/2005 sem eru breytingar á reglugerð 456/1994 og eiga þær sér stoð í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994.

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með rjúpnaveiðum.

Þá viljum við minna á öryggi veiðimanna á veiðslóð og bendum á Vef Safetravel.is þar sem veiðimenn geta skilið eftir ferðaáætlun.

Hófsemi veiðimanna er lykillinn að sjálfbærum rjúpnaveiðum.

Veiðiverndarsvæði Suðvestanlands

Á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis kemur fram að líkt og undanfarin ár er veiðiverndarsvæði á SVlandi. Sjá einnig: Kort af veiðiverndarsvæði rjúpu suðvestanlands.

Um svæðið segir í reglugerð 800/2005:

“Allar rjúpnaveiðar eru óheimilar innan svæðis sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa og markast í norðri af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Mosfellsbæ, austurhluta Mosfellsheiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Skálafells og Skálafellshálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð og Kjósarhreppi. Hið friðaða svæði í Skálafelli og Skálafellshálsi markast af Kjósarskarðsvegi (48) frá vegamótum við Þingvallaveg (360) að vegamótum við Meðalfellsveg (461) og þaðan að brú á Svínadalsá og er ánni síðan fylgt að mörkum Reykjavíkur um Svínaskarð. Norðurhluti svæðisins markast síðan af Þingvallavegi frá gatnamótum Kjósarskarðsvegar að Grafningsvegamótum og þaðan af línu sem dregin er í austur frá Grafningsvegamótum í Þingvallavatn. Svæðið markast í austri af Þingvallavatni og fylgir síðan austurbakka Sogs og Ölfusár til sjávar.”

Álftir skotnar á Íslandi

Álftir eru skotnar á Íslandi og það er ólöglegt!

Allir fuglar eru friðaðir skv. lögum nr. 64/1994  með undantekningum, sjá veiðitímabil. Álftir hafa verið alfriðaðar frá árinu 1913.

Ólöglegar veiðar eru engu að síður staðreynd á Íslandi eins og meðfylgjandi mynd af álftum skotnum á Íslandi sýnir.

Rannsóknir á álftum (Cygnus cygnus) hafa verið framkvæmdar með röntgenmyndatöku á lifandi fuglum sem hafa vetrarsetu á Bretlandseyjum. Þær rannsóknir sýna högl í 13,2% – 14,9% allra álfta. Líkurnar á því að álft fái í sig högl, aukast með hækkandi aldri fuglsins.

Í rannsókninni kom einnig fram dánarorsök 361 álfta af 962 hringmerktum sem hafa fundist dauðar síðan 1980.  Af þeim sem höfðu verið skotnar voru 20 skotnar á Íslandi, fimm á Bretlandi, tvær á Írlandi og ein í Frakklandi.

Rannsóknina í heild má lesa hér:

Incidence of embedded shotgun pellets in Bewick’s swans Cygnus columbianus bewickii and whooper swans Cygnus cygnus wintering in the UK

Draga má þá ályktun að umfang ólöglegra veiða hér á landi sé töluvert miðað við þessa rannsókn.

Fuglavernd fordæmir allar ólöglegar veiðar sama um hvaða fuglategund þar á í hlut.

 

Myndir úr rannsókninni:

Fig. 1. Distribution of (a) the NW European Bewick’s swan population and (b) the Icelandic whooper swan population (from Robinson et al., 2004a, Robinson et al., 2004b).
Fig. 1. Distribution of (a) the NW European Bewick’s swan population and (b) the Icelandic whooper swan population (from Robinson et al., 2004a, Robinson et al., 2004b).
Fig. 2. X-ray of a Bewick’s swan with embedded shotgun pellets (arrows) and showing the gizzard (oval).
Fig. 2. X-ray of a Bewick’s swan with embedded shotgun pellets (arrows) and showing the gizzard (oval).
Fig. 3. Percentage of birds with embedded pellets in relation to their age (in years) for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 3. Percentage of birds with embedded pellets in relation to their age (in years) for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 4. Pellet count frequency in Bewick’s and whooper swans, recorded as the percentage of swans of each species found to at least one embedded pellet.
Fig. 4. Pellet count frequency in Bewick’s and whooper swans, recorded as the percentage of swans of each species found to at least one embedded pellet.
Fig. 5. Incidence of shotgun pellets for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 5. Incidence of shotgun pellets for Bewick’s swans X-rayed between 1970 and 2008 and for whooper swans X-rayed between 1988 and 2007.
Fig. 6. Percentage of Bewick’s and whooper swans with an increased pellet count on re-capture (n = number of birds shot/number of birds X-rayed more than once).
Fig. 6. Percentage of Bewick’s and whooper swans with an increased pellet count on re-capture (n = number of birds shot/number of birds X-rayed more than once).
Fig. 7. Mean body condition (calculated as the residuals from regressing mid-winter mass with body size) recorded for swans with and without embedded shotgun pellets for (a) Bewick’s swans and (b) whooper swans. For whooper swans, there was only one bird recorded with pellets for cygnet males, cygnet females and yearling females (n = number of birds recorded with mean body condition).
Fig. 7. Mean body condition (calculated as the residuals from regressing mid-winter mass with body size) recorded for swans with and without embedded shotgun pellets for (a) Bewick’s swans and (b) whooper swans. For whooper swans, there was only one bird recorded with pellets for cygnet males, cygnet females and yearling females (n = number of birds recorded with mean body condition).

 

geirfuglinn er útdauður

Áskorun: Neyðarástand í loftslagsmálum

Þann 26. ágúst 2019 sendu forsvarsmenn nokkura náttúruverndarsamtaka bréf til forsætisráðherra, þar sem skorað var á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Bréfið er svohljóðandi:

Kæra Katrín!
Bretland lýsti nýlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og því vekur það furðu að ekkert Norðurlandanna hefur gert slíkt hið sama. Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkur um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þar sem allir norrænu ráðherrarnir koma saman á Íslandi í næstu viku, viljum við hvetja þig til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.

Jafnframt að þú hvetjir hina forsætisráðherrana til að gera slíkt hið sama.

Framtíð okkar allra og komandi kynslóða er í húfi. Þú getur sannarlega haft mikil áhrif.

Með vinsemd og virðingu,

Rakel Garðarsdóttir,
Vakandi

Hólmfriður Arnardóttir,
Fuglavernd

Auður Önnu Magnúsdóttir,
Landvernd

Brynhildur Pétursdóttur,
Neytendasamtökin

Jón Kaldal
IWF

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir,
Samband íslenskra framhaldsskólanema

Eyþór Eðvarðsson,
Votlendissjóður

Jóna Þórey Pétursdóttir
Stúdentaráð Háskóla Íslands

Harpa Júlíusdóttir,
Félag Sameinuðu þjóðanna á Ísland

Heiður Magný Herbertsdóttir,
Plastlaus september

Tómas Guðbjartsson,
Félag íslenskra fjallalækna

Stengrímur Þór Ágústsson,
JCI Reykjavík

Pétur Halldórsson,
Ungir umhverfissinnar

Árni Finnsson,
Náttúruverndarsamtök Íslands

Þorbjörg Sandra Bakke,
Foreldrar fyrir framtíðina

Bára Hólmgeirsdóttir,
Aftur

 

Bréfið er einnig að finna undir Ályktanir & Umsagnir

Lokað skilti

Skrifstofa lokuð 1. júlí – 15. ágúst

Skrifstofa Fuglaverndar að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst.
Á þeim tíma verður tölvupóstur eitthvað lesinn, en stopult svarað. Ef erindið er brýnt má reyna að ná sambandi gegnum samfélagsmiðla.

Lokun á einnig við um vefverslun, þ.e. á þessum tíma verða ekki afgreiddar/afhentar pantir sem berast í gegnum vefverslunina.