Á fundi með forsetanum

Formaður og framkvæmdastjóri áttu ánægjulegan fund með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni í vikunni sem leið, ásamt nokkrum fulltrúum náttúruverndar, sem margir hverjir eru jafnframt hagsmunaaðilar í náttúruvernd. Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóði villtra laxastofna,  átti heiðurinn að því að þessi fundur varð að veruleika en meðal annarra voru staddir þarna fulltrúar Auðlindar, Æðarræktarfélags Íslands, Félags smábátaeiganda og Fjöreggs(félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit).

Á myndinni með Guðna eru þau Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar og Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri. Ljósmyndari: GOLLI