Að taka góða fuglaljósmynd! 7.04.2016

Fuglavernd, Canon og Nýherji efna til viðburðar þann 7. apríl n.k. þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndirnar sínar auk þess sem veitt verður fræðsla um fuglaljósmyndun.

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari mun kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunar.  Síðan sýna þau Alex Máni, Elma Benediktsdóttir, Finnur Andrésson og Sindri Skúlason myndirnar sínar og segja sögurnar á bak við þær.

Nýherji hefur fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verður nýjasta flaggskip Canon ,EOS-1D X Mark II, væntanlega á staðnum!

Viðburðurinn fer fram í Nýherja, Borgartúni 37. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað. Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig (linkur hér).

Ljósmyndina af toppandarkollunni tók Finnur Andrésson.