Hettumáfur. Ljósmynd: Elma Rún Benidiktsdóttir

Dagur íslenskrar náttúru – fuglaskoðun við Bakkatjörn

Miðvikudaginn næstkomandi, 16.september, verður Fuglavernd með fuglaskoðun við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi – í tilefni Dags íslenskrar náttúru.  Við munum a.m.k. skoða endur, gæsir og máfa og líklega einhverja vaðfugla. Gaman er að taka með sér fuglabók og sjónauka en að auki verður stór fuglasjónauki með í för.

Mæting klukkan 5 við bílastæðið v. Bakkatjörn. Elma Rún Benediktsdóttir fuglaskoðari með meiru mun leiðbeina við fuglaskoðunina. Svo er bara að klæða sig eftir veðri.
Má einnig sjá á fésbók félagsins.

Elma Rún Benediktsdóttir tók þessa fallegu mynd af hettumáfi.