Fuglar og fornminjar

Hlynur Óskarsson og Víðir Óskarsson verða með erindi um ferð fjögurra manna hóps til Perú sumarið 2014 í sal Arion banka, Borgartúni 19, þriðjudaginn 28. apríl.
Perú er ákaflega fjörbreytt land hvað varðar landslag, gróður, mannlíf og menningu, en ekki síst með tilliti til fuglalífs.  Greint verður frá helstu einkennum fuglafánu landsins auk þess sem yfirlit verður gefið yfir helstu búsvæði þeirra. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30.