Fuglavernd í samvinnu við Ylströndina í Nauthólsvík bjóða upp á fuglafræðslu og fuglagöngu þriðjudaginn 13. ágúst frá 17:00-18:00. Gengið verður í um eina klukkustund um fjöruna og fuglalífið skoðað. Lagt af stað frá Ylströndinni stundvíslega klukkan fimm. Edward Barry Rickson mun leiða gönguna. Munið eftir sjónaukanum og einnig getur verið gaman að hafa fuglabók með – og svo er bara að klæða sig eftir veðri. Allir velkomnir.
Þessa mynd af sendlingi tók Gunnar Þór Hallgrímsson