Ný jóla- og tækifæriskort

Fuglavernd hefur gefið út tvö ný glæsileg jólakort. Himbrimi með unga prýðir annað kortið en falleg silkitoppa á grein prýðir hitt . Nýrri kort eru á 200 kr. stk. en eldri kort á 150 kr. stk en við erum með þó nokkuð úrval. Einnig má panta kortapakka með 11 kortum á 1500 kr. en þar eru valin saman bæði ný og eldri kort og þannig hægt að gera góð kaup.

Kortasalan eru liður í að styrkja fjárhag og kynna félagið. Pantið beint á pöntunarsíðunni okkar eða hafið samband við skrifstofu í síma 562 0477 /fuglavernd@fuglavernd.is . Ljósmyndarar eru Sindri Skúlason (himbrimann) og Hrafn Óskarsson (silkitoppuna).