Garðfuglabæklingurinn er fáanlegur á skrifstofu

Nú fer að koma tími á að gefa fuglunum okkar. Garðfuglabæklingurinn, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um þá fugla sem vænta má í görðum. Þar má finna nöfn þeirra og lýsingu á þeim og mynd af hverjum og einum og einnig eru upplýsingar um hvernig má fóðra fuglana –  t.a.m. hvað hverri tegund þykir best.

Einnig er að finna upplýsingar sem nýtast vel á öðrum árstímum eins og um fuglahús og varp og er garðrækt fyrir fugla tekin fyrir, bæklingurinn inniheldur m.a. plöntulista yfir plöntur sem gefa af sér fæðu, skjól og varpstaði.

Bæklingurinn er fáanlegur á skrifstofunni og kostar kr. 500,- og sjálfsagt að senda hann í pósti líka og kostar hann þá 650 með póstburðargjaldi. Netfangið okkar er fuglavernd@fuglavernd.is og símanúmer 5620477.