Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Lífveruleit (Bioblitz) í Grasagarðinum

06.05.2017 @ 11:00 - 12:30

Frítt

Grasagarður Reykjavíkur, Reykjavík iðandi af lífi og Fuglavernd bjóða gestum og gangandi í lífveruleit í Grasagarðinum. Gestir garðsins og sérfræðingar leita uppi plöntur, skordýr, fugla, fiska, mosa og fléttur til greiningar. Starfsfólk garðsins þekkir hinar 5000 tegundir plantna sem hefur verið plantað skipulega í garðinn en í garðinum leynist einnig heilmikið af öðrum plöntum og lífverum sem  bíða uppgötvunar. Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur, stækkunargler, kíkja og myndavélar.

Hvar: Grasagarðinum í Reykjavík

Hvenær: Laugardaginn 6. maí kl. 11

Hvað er lífveruleit?

Lífveruleit er viðburður sem leggur áherslu á að finna og greina eins margar tegundir og mögulegt er á ákveðnum afmörkuðum stað yfir ákveðinn stuttan tíma. Meðan á lífveruleit stendur sameinast vísindamenn, fjölskyldur, nemendur, kennarar og aðrir áhugasamir um að telja heildarfjölda platna, dýra, skordýra, fugla, fiska, mosa og annara lífvera sem lifa á svæðinu.

Lífveruleit skapar tækifæri fyrir fólk til að vera úti í náttúrunni og njóta hennar og fræðast líffræðilega fjölbreytni í bakgarðinum. Lífveruleitin er þannig verkfæri til að njóta fjölbreytninnar og vernda umhverfið á sama tíma.

Meira um BioBlitz

https://en.wikipedia.org/wiki/BioBlitz

http://www.nationalgeographic.org/projects/bioblitz/ 

Upplýsingar

Dagsetn:
06.05.2017
Tími
11:00 - 12:30
Verð:
Frítt
Viðburður Categories:
,

Skipuleggjandi

Fuglavernd
Sími:
5620477
Netfang:
fuglavernd@fuglavernd.is
Vefsíða:
www.fuglavernd.is

Staðsetning

Grasagarðurinn í Laugardal
Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map
Sími:
411 8650
Vefsíða:
http://grasagardur.is/