Af fílum, flamingóum og furðufuglum
26. febrúar @ 20:00 - 22:00
ISK1000
Myndakvöld frá Tanzaníu með Jóhanni Óla og Óla Einars
Á góu í fyrra héldu þeir félagar Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson í ævintýraferð til Tanzaníu. Þeir lentu í Arusha og héldu svo í marga misþekkta þjóðgarða
og friðlönd, eins og Arusha, Tarangire, Manyara og Ndutu þjóðgarðana. Síðast en ekki síst Serengeti og hinn víðkunna
Ngorongoro eldgíg, hann er 90 km í þvermál og dýralíf óvíða janfmikið á nokkrum stað í heiminum.
Dýralíf á þessum slóðum er einstakt, bæði spendýr og fuglar og ýmislegt fleira. Þeir félagar tóku aragrúa mynda af lífríkinu og munu þeir sýna úrval myndanna og segja ferðasöguna.
Aðgangur að myndasýningum Fuglaverndar er innifalinn í félagsgjaldi einnig fyrir fjölskyldumeðlimi í fjölskylduaðild.
Aðrir áhugasamir borga 1000 kr.




