Latest Past Events

Fuglaskoðun Kjarnaskógi – Dagur íslenskrar náttúru

Kjarnaskógur Kjarnavegur, Akureyri

Glókollur ©Eyþór Ingi Jónsson -  Dagur íslenskrar náttúru er laugardaginn 16. september.  Í tilefni af honum ætla Eyþór Ingi Jónsson og Fuglavernd að bjóða fólki í smáfuglaskoðunarferð um Kjarnaskóg. Tilgangurinn með ferðinni er að benda fólki á góða staði í skóginum, leyfa fólki að sjá og heyra í þeim fuglum sem þar má finna. Sérstök […]

Frítt

Matseðillinn í fjörunni

Menningarhúsin í Kópavogi, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Fuglavernd efna til fjöruferðar á Degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september kl. 13. Fuglalíf í Kópavogi og matseðill fuglanna verður skoðaður en farið verður fótgangandi frá Náttúrufræðistofu klukkan 13. Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma og fræðast úti í náttúrunni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Myllumerki: #íslensknáttúra og #DÍN

Frítt

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru, 16. september ár hvert, er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Dagurinn er viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska nátttúru. Ómar Ragnarsson hefur á undanförnum áratugum unnið framúrskarandi og óeigingjarnt starf á fjölmörgum sviðum. Hann […]