©Eyþór Ingi Jónsson

Föstudaginn 22. september 2017 héldu Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands málþingið Veitir válisti vernd?

Á málþinginu voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi, um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti og staðbundnar tegundir.

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válista hjá IUCN Alþjóða náttúruverndarsamtökunum var sérstakur gestur fundarins. Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir ávarpaði fundinn. Þá átti Craig einnig fund með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar sem starfa að verð válista, fyrir fugla, plöntur og spendýr en sá válisti er í bígerð á Íslandi í fyrsta sinn.

Veitir válisti vernd? – Myndbönd

Með því að smella á hlekkina, má sjá upptökur af erindunum sem flutt voru föstudaginn 22. september.

15:00 Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar setur málþingið

15:05 Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, ávarpaði málþingið.

15:15 Alþjóðlegir válistar

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válistadeildar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN).

15:40 Íslenskir válistar

Starri Heiðmarsson sviðstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

15:50 Fuglavernd og válistar

Menja Von Schmalensee sviðstjóri á náttúrustofu Vesturlands.

16:00 Nýr fuglaválisti

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

16:20 Lundinn – algengasti fugl landsins á válista!

Erpur Snær Hansen sviðstjóri viðstfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands.

16:30 Rjúpan – vinsælasta veiðibráðin á válista!

Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðhöfundur: Jenný Brynjarsdóttir prófessor við Case Western Reserve University.

16:40 Sjálfbærar fuglaveiðar

Elvar Árni Lund fyrrverandi formaður Skotvís

16:50 Fundarstjóri, Arnór Þórir Sigfússon, sér um samantekt og umræður

 

Veitir válisti vernd? – Svipmyndir