Hvað eru sjófuglar?
Sjófuglar eru þeir fuglar sem ala mestan hluta ævinnar á eða við hafið og afla stærsta hluta fæðu sinnar úr sjó. Sjófuglar eru um þriðjungur varpfuglategunda landsins, alls yfir 20 tegundir. Sjófuglar eru mun þýðingarmeiri í fuglaríki Íslands en víðast annars staðar og hafa verið helstu nytjafuglar Íslendinga um langan aldur.
Lundinn
Lundinn er ein þeirra íslensku fuglategunda sem metin er í bráðri hættu á Válista fugla 2018 sem Náttúrufræðistofnun Íslands tók saman. Nýr válisti er í vinnslu.
Fýlar og fýlsungar
Fýlsungar yfirgefa hreiður frá miðjum ágúst fram í miðjan september. Þeir svífa frá hreiðursyllunni sinni og ná stundum ekki alla leið út að hafi og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fýslungar á Suðurlandi lenda í miklum háska ef þeir lenda norðan Suðurlandsvegar eða á honum.
Fuglameðafli
Líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu er undir miklum þrýstingi frá ýmsum athöfnum mannsins. Stór hluti af því vandamáli er fuglameðafli en talið er að í Evrópu einni saman týni árlega 200.000 sjófuglar lífinu við fiskveiðar í atvinnuskyni. Þeir koma sem meðafli á króka og í net.