Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.
Kettir veiða helst algenga garðfugla: (smellið á tegundina til að sjá varptíma)
Rannsóknir
Í Bandaríkjunum árið 2013 hjá The Smithsonian Conservation Biology Institute and the U.S. Fish and Wildlife Service var gerð rannsókn. Þar var talið að útikettir drepi um 2,4 milljarða fugla á hverju ári og sé það stærsti þáttur í afföllum fugla sem tengja má athöfnum manna. Síðan þá hafa svipaðar niðurstöður komið fram í Kanada og í Ástralíu.
Meira um rannsóknirnar:
The impact of free-ranging domestic cats on wildlife of the United States
Estimated Number of Birds Killed by House Cats (Felis catus) in Canada
How many birds are killed by cats in Australia?
Kattarkragar
Kattagragar hafa gefið góða raun við að draga úr veiðum katta. Þeir eru í skærum litum og gera það að verkum að köttunum tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel. Kattakragar eru seldir í vefverslun Fuglaverndar.
Rannsóknir sýna að kettir með kraga veiða allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Þá hafa kragar sem eru marglitir (regnbogalitir) gefið bestan árangur.
Meira má lesa um kattarkraga:
Birds be safe: Can a novel cat collar reduce avian mortality by domestic cats (Felis catus)?