Kattakragar – minnkum veiðar katta

Kattakragar
Frábærir kragar sem að gera ketti sýnilegri fyrir fugla.
Kettir eru mjög duglegir að leynast, sama hvort þeir eru bröndóttir, skjöldóttir, mjallahvítir eða annara lita þá geta þeir gert sig nær ósýnilega með því einu að liggja grafkyrrir jafnvel á miðri grasflöt. Fuglar sjá liti mjög vel og með því að setja litríkan kattakraga á köttinn þá er búið að auka líkur á því að fuglarnir komi auga á köttinn áður en það er um seinan.
Á kattakrögunum sem að Fuglavernd selur er endurskinsrönd á ystu brún kragans. Endurskinsröndin getur bjargað köttum frá því að verða undir bíl í skammdeginu en endurskinið sést í nær 100 m fjarlægð í ljósgeisla bílsins. Endurskinmerkislaus köttur sést ekki fyrr en hann er stokkinn út á götu framfyrir bílinn, og það getur verið of seint fyrir kisa, jafnvel þó kettir kváðu eiga níu líf.

Sjá nánar í vefverslun Fuglaverndar

 

Kattakragi - litríkar bylgjur
Kattakragi með litríkum bylgjum.