Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Lógó eða merki Fuglavernar prýðir spói. Ef enginn væri spói á merki félagsins væri það heldur ljótt eins og konan sagði. Þannig er lógó Fuglaverndar í þessari færslu.

Aljóðlegur dagur náttúrunnar er í dag og þá skulum við leiða hugann að því hvernig heimur það væri sem að innihéldi ekki neitt gras, tré, mosa, fugla, spendýr og þar fram eftir götunum.  Hvernig það verður að vera lifa í malbikuðum og steyptum plastheimi þar sem lítið líf annað en mannkyn og veirur þrífast eða bara veirur.  Er það framtíðin?

Örstutt myndband frá BirdLife International í tilefni dagsins. 

geirfuglinn er útdauður

Áskorun: Neyðarástand í loftslagsmálum

Þann 26. ágúst 2019 sendu forsvarsmenn nokkura náttúruverndarsamtaka bréf til forsætisráðherra, þar sem skorað var á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Bréfið er svohljóðandi:

Kæra Katrín!
Bretland lýsti nýlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og því vekur það furðu að ekkert Norðurlandanna hefur gert slíkt hið sama. Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkur um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þar sem allir norrænu ráðherrarnir koma saman á Íslandi í næstu viku, viljum við hvetja þig til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.

Jafnframt að þú hvetjir hina forsætisráðherrana til að gera slíkt hið sama.

Framtíð okkar allra og komandi kynslóða er í húfi. Þú getur sannarlega haft mikil áhrif.

Með vinsemd og virðingu,

Rakel Garðarsdóttir,
Vakandi

Hólmfriður Arnardóttir,
Fuglavernd

Auður Önnu Magnúsdóttir,
Landvernd

Brynhildur Pétursdóttur,
Neytendasamtökin

Jón Kaldal
IWF

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir,
Samband íslenskra framhaldsskólanema

Eyþór Eðvarðsson,
Votlendissjóður

Jóna Þórey Pétursdóttir
Stúdentaráð Háskóla Íslands

Harpa Júlíusdóttir,
Félag Sameinuðu þjóðanna á Ísland

Heiður Magný Herbertsdóttir,
Plastlaus september

Tómas Guðbjartsson,
Félag íslenskra fjallalækna

Stengrímur Þór Ágústsson,
JCI Reykjavík

Pétur Halldórsson,
Ungir umhverfissinnar

Árni Finnsson,
Náttúruverndarsamtök Íslands

Þorbjörg Sandra Bakke,
Foreldrar fyrir framtíðina

Bára Hólmgeirsdóttir,
Aftur

 

Bréfið er einnig að finna undir Ályktanir & Umsagnir

Heimildarmyndin A Plastic Ocean

Laysan Albatross © Forest and Kim Starr – fengið frá BirdLife International

Stikla: A Plastic Ocean

Plastmengun er vandamál sem fer ört vaxandi en á hverju ári eru framleiddar um 300 milljónir tonna af plasti, þar af helmingurinn einnota. Um átta milljónir af plasti enda árlega í hafinu með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið. Við getum leyst vandamálið með fræðslu og aðgerðum en nauðsynlegt er að endurhugsa það hvernig við notum plast.

A Plastic Ocean er heimildarmynd sem fjallar um plastmengun í hafi, umfang vandans og hvað hægt sé að gera til þess að sporna gegn honum.

Eftir sýningu myndarinnar verða stuttar umræður þar sem rætt verður um mögulegar lausnir við plastvandanum og alheimshreinsunin kynnt.

Heimildarmyndin er á ensku en umræður að myndinni lokinni verða á íslensku.

Landvernd í samstarfi við Norræna húsið býður til sýningar á þessari mynd til þess að vekja fólk til umhugsunar um rusl í náttúrunni og kynna alheimshreinsun sem fram fer þann 15.september nk.

Loftslagsgangan í Reykjavík

Hinn 8. september verður Loftslagsgangan gengin í Reykjavík í þriðja sinn og í ár verður baráttugleðin í fyrrirúmi.

Krafa göngunnar er einföld: Að tafarlaust verði gripið til árangursríkra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin verður að draga vagninn og greiða götuna fyrir sjálfbæru samfélagi.

Safnast verður saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 14 og gengið niður Skólavörðustíg, Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, þar sem haldinn verður stuttur kröfufundur.

Við hvetjum alla til að koma og ganga með loftslaginu!

 

Stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum – opinn fundur

Fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Starfandi umhverfisráðherra og tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar voru í hópnum.

Mánudagskvöldið 16. október héldu Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands opinn fund í Norræna húsinu um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum.

Fundinum var streypt á vef Norræna hússins og á samfélagsmiðlum náttúruverndarsamtakanna. Í umræðu voru notuð #umhverfismál og #kosningar2017.

Öllum framboðum bauðst að taka þátt í fundinum, en ekki komu fulltrúar frá Alþýðufylkingunni,  Dögun, Flokki fólksins eða Miðflokknum.

Á fundinum í Norræna húsinu var stóriðjustefnan endanlega slegin af. Viðreisn, Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG, allir sammála um að stóriðjan hefði sungið sitt síðasta. Flestir flokkar voru lýstu sig hlynnta stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Allir voru jákvæðir fyrir stofnun þjóðgarðs.

Hér má horfa á upptöku af fundinum frá því á mánudagskvöld.

 

Umhverfisþing 20. október

Skráning er hafin á X. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 20. október 2017 í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík. Að þessu sinni verða loftslagsmál í brennidepli þingsins.

Á þinginu verða flutt erindi um hinar margvíslegu hliðar loftslagsbreytinga,  áhrif þeirra á Ísland og hvernig best verður tekist á við þær breytingar sem fylgja hlýnun jarðar. Þinginu lýkur með pallborðsumræðum.

Heiðursgestur þingsins verður Monica Araya frá Costa Rica. Hún er doktor í umhverfisfræði og mikill frumkvöðull í heimalandi sínu í öllu er varðar sjálfbærni, þróun hreinnar tækni og vistvænna orkugjafa. Erindi hennar mun fjalla um möguleika lítilla ríkja á að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.

Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig eigi síðar en 18. október nk.

Hægt verður að fylgjast með Umhverfisþingi í beinni útsendingu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Skráning á umhverfisþing