Flórgoði - par. Ljósmynd ©Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglavernd mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við vesturjaðar friðlandsins við Ástjörn í Hafnarfirði

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við vesturjaðar friðlandisins við Ástjörn í Hafnarfirði, hefur Fuglavernd sent Hafnarfjarðarbæ mótmæli. Sjá undir Um Fuglavernd > Ályktanir og umsagnir.

Ástjörn í Hafnarfirði er friðlýst svæði síðan 1978 og var það stækkað 1996.

Alheimshreinsunardagurinn: Eyjahreinsun í Akurey og Engey

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 21. september munu Blái herinn, Björgunarsveitin Ársæll og hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík standa að strandhreinsun í Akurey og Engey á milli kl. 9:00 – 14:00. Mæting sjálfboðaliða er við smábátahöfnina við Norðurbugt (bak við Marshallhúsið) kl. 9:00. Hressing í Sjávarklasanum 14:30.

Ath 18 ára aldurstakmark og skráning á birna.heide@gmail.com

 

 

Akurey friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra og Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu formlega friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði við Eiðsgranda í dag, 3. maí 2019.

Þetta er fyrsta friðlýsing sem Guðmundur Ingi undirritar en nú stendur yfir átak friðlýsinga hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samvinnu við Umhverfisstofnun.

Búsvæðavernd

Akurey er að finna á nýjum vef, www.fuglavernd.is/sjofuglabyggðir en þar hefur Fuglavernd tekið saman upplýsingar um 37 sjófuglabyggðir við Ísland sem eru öll alþjóðlega mikilvæg, oftast vegna fjölda þeirra sjófugla sem reiða sig á þau.

Akurey er lítil, um 6,6 hektarar að stærð, láglend og flöt eins og aðrar eyjar á Kollafirði, hæsti punktur er 10 m.y.s. Eyjan er mjög gróskuleg og stórþýfð og einkennist af lundavarpinu sem þar er. Fjaran er stórgrýtt. Aðal varpfuglinn er lundi, um 20.000 pör í góðum árum, jafnframt verpur eitthvað af æðarfugli, fýl, hettumáfi, sílamáfi, svartabaki, teistu og kríu.

Í Akurey er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð, því þar verpa yfir 15.000 pör af lunda, um 0.7% af íslenska stofninum. Einnig verpa þar ýmsir sjófuglar í minna mæli, eins og sílamáfuræður og teista.

Á válista fugla Náttúrufræðistofnunar Íslands eru tegundir sem verpa í Akurey flokkaðar; tegund í bráðri hættu (CR): lundi, tegundir í hættu (EN): fýllsvartbakurteista og tegundir í nokkurri hættu (VU): kríaæðarfugl.

Næstu skref

Fuglavernd fagnar þessar friðlýsingu Akureyjar, en fyrst skoraði Fuglavernd á Reykjavíkurborg að friðlýsa Akurey og Lundey með bréfi þann 10. febrúar 2014, eins og sjá má undir /umsagnir.

Vernd mikilvægs búsvæðis tegundar í bráðri útrýmingarhættu er mjög mikilvægt skref, en á borði Umhverfis- og auðlindaráðherra liggur áskorun frá 12. nóvember 2018 um aðgerðir til varnar svartfuglum.

World Wetlands Day logo

Alþjóðlegi votlendisdagurinn

Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. Febrúar ár hvert.

Dagurinn er til að minnast Ramsarsamningsins sem var undirritaður í írönsku borginni Ramsar þennan dag árið 1971. Ramsarsamningurinn er alþjóðasamningur um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Árið 2016 eru aðilar að samningnum orðnir 169 og 2.252 svæði eru vernduð af samningnum.

Lesa meira um Ramsarsamninginn á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Markmið dagsins er að vekja vitund almennings á mikilvægi og virði votlendis.

Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem eru á mörkum lands og vatns. Vanalega eru vötn og grunnsævi, mýrar og ár flokkuð sem votlendi á Íslandi. Vatn er grunnforsenda fyrir lífi og gerir manninum mögulegt að nýta landið. Votlendi er einnig mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi. Votlendi er meðal þeirra vistkerfa á jörðinni þar sem framleiðni er mest og það er jafnframt uppvaxtarsvæði fyrir fjölda tegunda, þar á meðal tegunda sem hafa efnahagslega þýðingu.

Viðburðurinn á Facebook: Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2. febrúar 2017

Ramsarsvæðin á Íslandi

Á Íslandi var samningurinn gildur 2. Apríl 1978 og þá tilheyrðu honum þrjú svæði: Mývatn-Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður norðan Akrafjalls. Árið 2013 fjölgaði svæðunum í sex og þá bættust við Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri.

Mývatn og Laxá

Þjórsárver

Grunnafjörður

Andakíll 

Guðlaugstungur

Eyjabakkar

 

Ljósmyndasamkeppni fyrir 18-25 ára

Frá 2. Febrúar og fram til 2. Mars stendur ljósmyndasamkeppni sem opin er öllum á aldrinum 18-25 ára. Til þess að taka þátt er farið á www.worldvetlandsday.org og hlaðið upp ljósmynd af hvers konar votlendi. Vinningur er flugmiði til þess að heimsækja eitthvert Ramsarsvæði í boði Star Alliance Biosphere Connections.

Vefur Alþjóðlega votlendisdagsins http://www.worldwetlandsday.org/