Myndasýning frá Tyrklandi og Georgíu

Fuglar og náttúra í Tyrklandi og Georgíu verður umfjöllunarefni fræslufundar Fuglaverndar 26. febrúar kl. 20:30

Edward Rickson og Yann Kolbeinsson segja frá

Síðastliðið vor hélt lítill hópur fuglaskoðara af nokkrum þjóðernum í ferð um stóran hluta Tyrklands og í Kákasus-fjöllin í Georgíu. Landslag, náttúra og mannlíf er mjög fjölbreytt á þessu stóra svæði. Þar mætast austrið og vestrið. Þar eru Kúrdar, Armenar og fleiri minnihlutahópar. Þar eru ævafornar menningarminjar. Þar eru hæstu fjöll Evrópu. Þar er eldfjallalandslag og hraun sem gæti verið í Þingeyjarsýslum. Síðast en ekki síst afar fjölbreytt og ríkulegt fuglalíf. Leiðangursmenn sáu yfir 300 tegundir á þremur vikum, sem ku vera met fyrir þetta svæði.

Mikið var myndað í ferðinni og ætla þeir félagar að sýna brot af því besta á fræðslufundinum.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arions banka í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Á vef Fuglaverndar má finna frekari upplýsingar: www.fuglavernd.is.

Garðfuglahelgin 24-27. janúar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 24. – 27. jan. 2014. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudaginn 24. janúar, laugardaginn 25. jan., sunnudaginn 26. jan. eða mánudaginn 27. janúar. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. , þ.e. þá fugla sem eru ígarðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á Garðfuglavefnum um “fóðrun” og í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem má fá á skrifstofu félagsins.
Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að fara í krækjuna “skrá niðurstöður” sem er á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt að sækja þangað skráningarblað og senda á póstfang Garðfuglavefsins,gardfugl@gmail.com eða í pósti til Fuglaverndar, Þórunnartúni 6,105 Rvík.
Slóðin á Garðfuglavefinn er: http://www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/
Áhugamenn um fugla eru hvattir til að taka þátt í garðfuglatalningunni, þetta er einfallt og skemmtilegt verkefni.

Tímaritið Fuglar er komið út

Nú er níunda tölublað Fugla komið út en hér má sjá yfirlit yfir efni blaðsins:

Fylgt úr hlaði
Fuglaskoðun og velferð fugla – Ólafur Einarsson
Snípurnar í skurðinum – Örn Óskarsson
Uglur heimsækja garða – Ólafur Einarsson
Varp sjaldgæfra fugla 2012 og 2013 – Jóhann Óli Hilmarsson
Fuglaljósmyndarinn – Elma Rún Benediktsdóttir
Friðland í Flóa – Jóhann Óli Hilmarsson
Landnám bjargdúfna – Hjálmar Andrés Jónsson
Músarrindillinn í þjóðtrú heimsins -Sigurður Ægisson
Til varnar Tjörninni, minni gömlu fóstru! – Ólafur Karl Nielsen
Síld og fuglar í Kolgrafafirði – Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee
Hundrað ár frá friðun arnarins – Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Að fanga augnablikið – Sindri Skúlason
Húsandavarp í Veiðivötnum – Örn Óskarsson
Fuglalíf við Víkingavatn – Aðalsteinn Örn Snæþórsson
Kerkini-vatnið og hrokkinkaninn – Jóhann Óli Hilmarsson
Á brandugluslóðum – fallegar ljósmyndir af uglum

Félagsmenn Fuglaverndar fá Fugla – vertu félagi!

Jólamarkaður 8.og 9.des.

Um næstu helgi tökum við þátt í jólamarkaði upp við Elliðavatn – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – laugardag 7. desember og sunnudag 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, urtendurnar, rjúpuna og músarindilinn ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn,  arnarritiðfræðsluefni um fugla fyrir börn og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf og fylgir þá arnarbæklingurinn með og desember blað Fugla. Hér má sjá dagskrá helgarinar og  upplýsingar um staðsetningu.

Gefið félagsaðild í jólagjöf!

Skemmtileg jólagjöf fyrir fólk sem ann fuglum og íslenskri náttúru. Sendu okkur nafn, heimilisfang, og kennitölu þess sem skrá og nafn þitt og heimilisfang og við sendum þér inngöngupakka sem í er arnarritið (nýútgefið 50 síðna og myndum prýdd) og tímaritið okkar Fugla (afmælisrit-74 síður) til að setja undir jólatréið með fallegu fuglakorti.  Aðeins 3.500,- kr.

Sem aðili að Fuglavernd færð þú:

  • Áskrift að tímaritinu FUGLAR sem kemur út einu sinni á ári.
  • Átt kost á því að sækja fyrirlestra og mynda-sýningar sem haldnar eru á vegum félagsins, ásamt fuglaskoðunarferðum og vettvangsfræðslu.
  • Tekur þátt í að fylgja eftir markmiðum félagsins; að vernda fugla og búsvæði þeirra.

Árgjöld í Fuglavernd skiptast niður í nokkra flokka:

  • Einstaklingsaðild fyrir fullorðinn, 4200 kr.
  • Fjölskylduaðild fyrir tvo fullorðna, börn og unglinga undir 18 ára aldri, 5200 kr.
  • Fyrirtækja- og bókasafnsaðild 5200 kr.
  • Ungliðaaðild fyrir 18 ára og yngri, og eldriborgara aðild fyrir 65 ára og eldri 3200 kr.
  • Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á reikninginn okkar: 0301-26-22994 – kt. 500770-0159 og hægt er að greiða reglulega með greiðslukorti með þvi að hafa samband við skrifstofu Fuglaverndar.

Á myndinni má sjá hettusöngvara gæða sér á reyniberjum, myndina tók Haukur Snorrason.

Fuglar og landbúnaðar

Lilja Jóhannesdóttir mun segja frá rannsóknum sínum á fuglalífi á landbúnaðarsvæðum á Suðurlandi á fræðslufundi félagsins fimmtudaginn 28. nóvember. Fjallað verður um áhrif landnýtingar, farið verður yfir þéttleikatölur og samfélög í mismunandi búsvæðum og einnig verða stofnstærðir algengustu tegunda skoðaðar.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

 

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Garðfuglakönnun 2013-2014

Nú er komið að því að hefja árvissa garðfuglakönnun Fuglaverndar en Fuglavernd hefur um árabil staðið fyrir rannsókn á garðfuglum og fengið félagsmenn og aðra áhugasama í lið með sér. Markmiðið er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar á samsetningu tegunda yfir vetrarmánuðina. Sem athugunarsvæði má nota húsagarða, afmörkuð svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða skógarlundi. Meginatriðið er að sama svæði sé talið og reglulega sé fylgst með því í viku hverri. Fylgst er með fuglalífinu frá því í lok október fram í lok apríl – og niðurstöðurnar skráðar á þar til gert eyðublað.

Veturinn 2013-2014 er garðfuglakönnun Fuglaverndar frá 27. október 2013 til 26. apríl 2014. Á Garðfuglavefnum má lesa nánar um könnina en hér má nálgast eyðublaðið sem fylla á út.

Áhugafólk um fugla er hvatt til að taka þátt – engin binding – lítið umstang en mjög skemmtilegt. Ekki er skilyrði að maður gefi fuglunum þó það auki bara á ánægjuna.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skógarþröst, stara og gráþröst gæða sér á epli. Ljósmyndina tók Örn Óskarsson.

Alþýðuheiti íslenskra fugla

31. október n.k. ætlar Sigurður Ægisson að vera með erindi á fræðslufundi Fuglaverndar um alþýðuheiti fugla. Íslenskir varpfuglar – og margir aðrir sem landið okkar og miðin gista á ákveðnum árstímum – hafa ekki allir ætíð borið þau heiti sem nú eru opinberlega við lýði í fræðiritum og umræðunni, þótt vissulega séu mörg þeirra aldagömul og gróin í tungunni. Í sumum tilvikum er um nýyrði að ræða, tiltölulega ung. Á öllum tímum hafa auk þessa verið til með alþýðunni enn önnur heiti, líklega oftast  staðbundin, þó ekki alltaf, sem fæst komust á þrykk en varðveittust ýmist í munnlegri geymd, handritum eða í prentuðu máli. Sigurður Ægisson hefur í rúma tvo áratugi viðað að sér þessum aukaheitum og víða leitað fanga í því sambandi. Um 700 þeirra birtust í fuglabók hans sem út kom árið 1996 og nefndist Ísfygla en síðan þá hafa bæst við um 300. Í erindi sínu fimmtudagskvöldið 31. október næstkomandi mun hann á einni klukkustund reifa þetta áhugamál sitt og með aðstoð skjávarpa taka valin dæmi um fuglaheiti sem erfitt er að ráða í, og að auki leggja nokkrar þrautir fyrir áhorfendur.

Á meðfylgjandi mynd sem Sigurður Ægisson tók er steindepill eða depill, góutittlingur, grádílóttur steindepill, máríetlubróðir, steindelfur, steindepla, steindólfur, steinklappa, steinklöpp, steinverpill eða sumarþröstur.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

Myndasýning í Nýherja 9.10.2013

Fuglavernd í samvinnu við Nýherja og Canon efnir til myndasýningar í Nýherja miðvikudaginn 9. október 2013 þar sem ljósmyndararar Óskar Andri, Sindri Skúlason og Jóhann Óli Hilmarsson sýna glæsilegar fuglamyndir úr náttúru Íslands. Húsið opnar kl.17:00 þar sem gestir geta skoðað Canon ofuraðdráttarlinsur. Meðfylgjandi mynd er af haferni eftir Sindra Skúlason.  Ókeypis er á viðburðinn en óskað eftir að fólk skrái sig hér.

The big green weekend 5-6 okt.

Fyrstu helgina í október munum við í samvinnu við Umhverfisstofnun og fleiri náttúruverndarsamtök taka þátt í tveggja daga alþjóðlegum viðburði þar sem sjálfboðaliðar í náttúruvernd koma saman og láta gott af sér leiða undir yfirskriftinni The Big Green Weekend. Það er CVA (Conservation Volunteers Alliance) sem stendur fyrir þessum atburði og er það í þriðja sinn sem viðburðurinn fer fram í Evrópu. Markmiðið með Grænu helginni (The Big Green Weekend) er m.a. að vinna saman í þágu náttúruverndar, efla samstarf milli hópa, að kynnast sjálfboðaliðastarfi annarra og síðast en ekki síst ræða saman um náttúruvernd á Íslandi.

Sjálfboðaliðum verður skipt í teymi sem munu vinna sjálfboðaliðastörf við Esju og Reykjanesfólkvang (eða á örðum friðlýstum svæðum innan höfðuborgarsvæðisins). Hvert teymi verður með liðsstjóra sem eru annað hvort landverðir eða verkstjórar í náttúruvernd.
Helstu verkefni: Göngustígagerð, hreinsa gróður, afmörkun göngustíga, endurheimt mosagróðurs og hreinsun svæða.

Mæting er laugardaginn 5. október kl. 9:00 á Suðurlandsbraut 24 fyrir framan Umhverfisstofnun og á sama tíma sunnudaginn 6. október. Sjálfboðaliðum verður svo skipt í tvo hópa, þeir sameinast í eigin bíla og svo er farið á svæðin. Umhverfisstofnun útvegar vinnuhanska, regngalla, nesti fyrir hádegi (samlokur), kaffi og kex. Á laugardeginum er gert ráð fyrir að við hættum að vinna um kl. 16:30. Á sunnudeginum hættum við aðeins fyrr og komum öll saman á Suðurlandsbraut 24, þar sem við fögnum grænu helginni okkar með kökum, kaffi og tölum saman um náttúruvernd í matsal Umhverfisstofnunar.
Þeir sem vilja skrá sig fari eftir leiðbeiningum á vef Umhverfisstofnunnar: