Óvenju margar ábendingar hafa að undanförnu borist Matvælastofnun um dauða auðnutittlinga, hvaðanæva af landinu frá fólki sem fóðrar smáfugla reglulega. Matvælastofnun mun á næstunni reyna að komast að því hvað veldur þessum dauða.
Fuglavernd hvetur fólk til að tilkynna MAST um dauða og sjúka auðnutittlinga.
2. nóvember s.l. sýndu Edward Rickson og Sigmundur Ásgeirsson myndir hins síðarnefnda frá átta daga ferð þeirra félaga um Texas. Í máli og myndum fræddu þeir áhorfendur um hina s.k. miðfarleið fugla um Ameríku. Þeir sáu um 200 tegundir fugla á átta dögum og kynntust ýmsu fólki með sama áhugamál og þeir; fugla og ljósmyndun fugla. Þeir félagar tóku eftir að hlutfall karla og kvenna á þessum slóðum var nokkuð jafnt hjá þeim sem að munduðu sjónauka eða myndavélar að fuglunum.
Fuglavernd hvetur fuglavini sem eiga leið um Suðurland undir Eyjafjöllum og í Mýrdal að bjarga fýlsungum.
Nú er runninn upp ágústmánuður, þegar nýfleygir fýlsungar þenja vængi sína og reyna að ná til sjávar. Tímabilið stendur fram yfir miðjan september. Það getur reynst ungun á Suðurlandi, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, þrautinni þyngri að ná á haf út. Björgin þar sem þeir alast upp eru norðan þjóðvegar. Ef lygnt er þegar ungarnir taka fyrsta flugið þá ná þeir stundum ekki til sjávar og lenda á vegum, bílastæðum og í skurðum þar sem þeirra bíður óþarfur, bráður bani.
Fuglavernd hvetur fólk sem á leið um þetta svæði að leggja hönd á plóg við að bjarga ungunum. Gott er að vera vel sýnileg og klæðast jafnvel gulu vesti og hafa með handklæði, létt teppi eða gamalt lak og kassa. Þegar ungi hefur verið fangaður skal sleppa honum af bryggju eða setja hann í árós eða í lygna á sem að mun endanlega bera hann til sjávar.
Starfsmaður RSPB
Hanna Philips, starfsmaður RSPB (breska fuglaverndarfélagsins), verður í Vík við björgun og við merkingar á fýlsungum til 3. september. Þeir sem vilja slást í för með henni geta haft samband við hana beint, sími +447793036536 eða fengið upplýsingar í Kötlusetri upplýsingamiðstöðinni í Vík í Brydebúð við Víkurveg.
Þeir sem nota Facebook og vilja taka þátt í fýlsungabjörgun geta verið með í lokuðum fýlsungabjörgunarhópi á FB. Vinsamlega meldið ykkur með pósti til: fuglavernd@fuglavernd.is og þið fáið senda slóð til að skrá ykkur í hópinn.
Tveir sjálfboðaliðar nýttu frídag til að endurnýja forn skilti og setja upp ný skilti í og við Friðland fugla í Flóa. Gömlu skiltin voru orðin máð og skiltið við vegamótin sást ekki úr bíl sem ók framhjá og var orðið ansi snjáð. Nýtt skilti var sett upp til að vísa fólki veginn. Það bar tilætlaðan árangur. Á meðan skiltafólkið bætti við stikum á gönguleiðinni um Friðlandið renndu ferðamenn í hlaðið, sumir því þeir höfðu lesið um Friðlandið og ætlað sér þangað aðrir komu því að þeir sáu skiltið við vegamótin.
Sunnan vindur og skúrir á köflum var þegar verkið hófst en það brast á með blíðu þegar drukkið var te á palli fuglaskoðunarhússins að verki loknu. Ljósmyndir; Anna María Lind Geirsdóttir.
Vissuð þið að fuglar og gróður í næsta nágrenni eykur hamingju fólks?
í Þættinum Samfélagið á rás 1 var umhverfisspjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem vildi nefna eitthvað jákvætt á þessum drungalegu tímum neikvæðrar loftslagsskýrslu og stríðs.
Náttúruskoðun og fuglaskoðun fólks hefur verið rannsökuð og er vísindalega sannað að náttúruskoðun og sérstaklega fuglaskoðun hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks og dregur úr þunglyndi. Fjöldi fugla í þéttbýli eykst með meiri gróðurþekju og hefur það bein áhrif á líðan fólks að vera með meiri gróður og þar af fleiri fugla í næsta umhverfi.
Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.
Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.
í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi: “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”
“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á meðal sjór allt að sex metra dýpi.”
Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnaldsson birtu nýverið grein í Bændablaðinu þar sem þeir útskýra að það skiptir gríðalega miklu máli að stunduð sér ábyrg skógrækt með langtímaáhrif skógræktar í huga. Einig ber að meta hvernig er staðið við alþjóðlega samninga hér á landi í þeim málum. Það er vandasamt verk að koma upp skógi á landi þar sem honum var eytt fyrir ekki svo löngu. Það er ekki sama hvaða tegundir eru valdar og ekki má fara offörum þegar finnast tegundir sem eru duglegar að breiða úr sér. Þar má nefna stafafuru sem er farin að sækja verulega á. Fuglavernd hefur áhyggjur af þessu því með dreifingu sinni er hætta á að furan taki yfir kjörlendi stofna varpfugla sem að flykkjast hingað á vorin. Margar tegundir sem hér verpa kjósa kjarrlendi, mýrlendi og votlendi þar sem ekki vex skógur. Nýsjálendingar gerður mistök í sinni skógrækt og eru víti til varnaðar. Hér er hægt að lesa greinina í Bændablaðinu.
Það þarf að viðhalda fuglaskoðunarhúsinu, rampi og palli í Friðlandinu. Fyrsta laugardag í október hittist þriggja manna hópur í Friðlandinu í Flóa til að vinna að viðhaldi mannvirkjanna þar. Fyrr á árinu mætti hópur á staðinn og hreinsaði lausa málningu af rampi og palli. Haust hópurinn náði að skrapa enn fremur og olíubera allan rampinn og borð og bekk á pallinum. Eftir stendur þá að fínskrapa pallinn og húsið sjálft og síðan olíubera pallinn og mála húsið næst þegar gefur. Gert er ráð fyrir að það verði næsta vor.
Í dag er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar og var sá dagur valinn sem Dagur íslenskrar náttúru af ríkisstjórn Íslands árið 2010.
Hipp húrra fyrir Ómari sem hefur aldeilis lagt sitt á vogaskálar til varnar íslenskri náttúru.
Hipp húrra fyrir degi Íslenskrara náttúru og allra félaga og samtaka sem standa vörð um náttúru okkar frá fjöru til fjalla – frá láði til lofts – frá smáfuglum til stórhvela.
Fuglaverndarfélag íslands var stofnað árið 1913 til varnar haferninum okkar sem var undir skipulögðum ofsóknum og var nær útdauður. Meira um haförninn hér
Þrjár göngur hafa verið farnar í Friðlandið okkar á vegum Fuglaverndar í júní og júli.
Mikið var af óðinshönum í byrjun júní og álftarpar var á vappi á ýmsum stöðum í mýrinni. Skúfendur á tjörnum svo og rauðhöfðar. Órólegir þúfutittlingar við fuglskoðunarhúsið en væntanlega eru þeir með hreiður rétt hjá. Enginn stari, hann hefur móðgast þegar lokað var fyrir hreiðurstæði hans í þakskeggi undir stiganum. Honum hefur ekkert litist á varpkassana.
Lómarnir stela agjörlega senunni á kvöldin með sínum margbreytilegu hljóðum; kurri, góli, væli, mali og svo fram eftir götunum. Einnig er mikið fjör þegar 7 – 12 lómar safnast saman og skemmta sér á dæli eða tjörn.
Hópurinn í gærkvöldi var svo heppinn að sjá branduglu með æti í klóm væntanlega á leið heim til unganna og sá einnig álftapar með nokkura daga unga.
Sjöstjarnan sem vex af miklum móð í mýrinni hefur verið í blóma og mýrin virkilega verið stjörnum prýdd. Þessi planta er algengust á austurlandi en í Friðlandinu er hún út um allt. Um sjöstjörnuna
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna