Margæs (Margæs (Branta bernicla). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Uppfyllingar í Skerjafirði skaða alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði

Ólafur Karl Nielsen formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson fyrrum formaður Fuglaverndar birtu grein í Kjarnanum 6. febrúar 2022 til varnar lífríki Skerjafjarðar.

Skerja­fjörð­ur, grunn­sævi og fjör­ur, er flokk­aður sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grá­gæsa, margæsa, æðar­fugla, síla­máfa og send­linga sem þar búa eða fara um vor og haust. Kópa­vogur og Garða­bær hafa fyrir löngu sam­þykkt form­lega vernd síns hluta Skerja­fjarð­ar. Reykja­vík hefur ekki stigið það skref og ætlar með þessari landfyllingu að skerða verulega búsvæði þessara fugla og fjölda annarra sem koma þarna við árið um kring.  Fuglavernd vill benda á að búsvæðamissir er helsti áhrifaþáttur líffræðilegrar fjölbreytni og margt smátt gerir eitt stórt.  Endilega lesið þessa grein en hana má finna hér.

 

Fuglalíf í Vigur 2021

Tveir franskir stúdentar við Háskólasetur Vestfjarða þeir Milesi-Gaches David og Lhériau Alexandre rannsökuðu fuglalíf og töldu fugla í Vigur í sumarið 2021. Þeir töldu teistur, fýla, tjalda og máfa. Þeir skrifuðu vísindagrein sem lesa má hér sem lýsir sérstöðu fuglalífs á Vigur með tilliti til ferðamanna. Greinin er á ensku. 

Aðferðir við talningu eru þekktar og ekkert nýtt kemur  fram hvað varðar aðferðafræði. Greinin er á ensku og er áhugaverð fyrir alla fuglavini, þá sem starfa við ferðaþjónustu og þá sem heimsækja Vigur.

 

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Rjúpnastofninn vaktaður – hvernig fer slíkt fram?

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um framkvæmd rjúpnatalninga og metur aldurshlutföll og holdafar en Umhverfisstofnun safnar gögnum um veiði og sókn. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð, viðkomu og afföll og langtímabreytingar á þessum þáttum.

Á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar  er hægt að fræðast um vöktun rjúpnastofnsins.

Í vefverslun Fuglaverndar er hægt að versla jólakort með mynd af rjúpu.

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason
SveinnJonsson_stelkur

Bráðskemmtilegur útvarpsþáttur: Fuglar þáttur Höllu Ólafsdóttur á rás 1 í apríl s.l.

Ljosmynd, Sveinn Jónsson;stelkur

Tilvalið að hlusta og ekki verra að deila til þeirra sem vita ekkert um fugla.

Fjallað m.a. um fordóma og þekkingu á fuglum og hvernig maður verður fuglaáhugamaður.

Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir.

Hér er hægt að hlusta

SveinnJonsson_stelkur
SveinnJonsson_stelkur
Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungar á þurru landi

Fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni  og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Þeir eru í tugum á götum Víkur þegar þetta er ritað.

Fæstum fýlsungum þarf að bjarga, þeir spjara sig oftast sem hafa lent á söndum, túnum, engjum
eða viðlíka “flugbraut”. Þeir léttast á nokkrum dögum og verja tíma sínum við að styrkja vængi.
Þeir sem lenda á bílastæðum, vegum, skógi, háu grasi og í lúpínubreiðu gæti hinsvegar þurft að bjarga.

ATH: Þegar fýlsungar verja sig þá spýja eða æla þeir lýsiskenndu magainnihaldi sínu. Bunan getur verið
hátt í 2 m á lengd. Það er vissara að varast að lenda í bununni.

Flesta fýlsunga sem lenda á vegum þarf ekki að flytja á brott, yfirleitt er nóg að koma þeim af vegi
sjávarmegin við veginn.

EF ÞAÐ ÞARF AÐ FANGA FÝLSUNGA t.d. í þéttbýli, skóglendi, bílastæði, lúpinubreiðu eða af vegi þá er best að vera með réttan útbúnað.

Hér má sjá viðtal í Landanum á RÚV við hóp sjálfboðaliða sem fór í björgunaleiðangur

FÖT: Föt sem má fórna í fýla-ælu, gúmmíhanskar.  Áberandi lit á fatnaði ef verið er við vegi, t.d. áberandi gul vesti.

VERKFÆRI:
Handklæði til að fanga fýlsunga með.
Kassar 2 – 20 kassar til að setja ungana í.
Aðeins má setja einn fýl í kassa. Ef þeir eru tveir eða fleiri þá geta þeir ælt á hvorn annan og verða útataðir í lýsi.
Þá eru þeir í vondum málum.
Bíll og jafnvel kerru.

HVAR Á AÐ SLEPPA FÝLSUNGA: Alls ekki í sandfjöru þar sem er brim, þá velkjast þeir bara um og drepast.
Það verður að sleppa þeim þar sem þeir geta náð að svífa niður á sjávarflöt.
Lygnar ár og víðir ósar koma til greina. Jökulsár eru ekki lygnar ár.

Sleppistaðir í kringum Mýrdal og undir Eyjafjöllum:
Dyrhólaey, neðri ey og Dyrhólaós. Lónin hjá Höfðabrekku.
Sandar sunnan lúpínubreiða.
Holtsós. Skógaá.

Fýlsungar eru stríðaldir af foreldrum sínum svo þeir verða of þungir til flugs. Fýlavarp hefur teygt sig lengra inn til landsins, fjær sjó en hentugt er fyrir fýlsunga. En fýlum hefur fjölgað á s.l. áratugum og fýlahjón leita sér að góðu hreiðurstæði í björgum.
Nokkrar ástæður eru fyrir vali á björgum fjarri sjó. Þar má telja að sjóbjargastæðin eru frátekin, viðkomandi fýll ólst upp á syllu t.d. í Markarfljótgljúfrum og leitar heim.
Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir og geta komið upp einum unga árlega.

Við þiggjum með þökkum ábendingar um góða sleppistaði fýlsunga um land allt.

Meiri fróðleikur um fýla

Ragnheiður Blöndal og Sigurjón Halldór Birgisson bjarga fýlsungum, frétt á visir.is

 

Fýll. Ljósm: Jóhann Óli Hilmarsson

Framkvæmdastjóri Fuglaverndar segir frá félaginu Fuglavernd

Fyrirtaks viðtal frá því í vor 2021 við Hólmfríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fuglaverndar.
Viðtalið var í þættinum “Sögur af landi” á Rás 1 og er fyrsta erindi þáttarins. Smellið hér til að hlusta. Mjög góð kynning á félaginu.

Ef félagar Fuglaverndar vilja kynna félagið þá er gott að dreifa hlekknum til þeirra sem hafa áhuga.

Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Mark Day frá RSPB skoða skilti í Friðlandinu í Flóa © Ljósmynd: Dögg Matthíasdóttir
Tjaldur. Jóhann Óli Hilmarsson

Blogg um vaðfugla

Graham Appleton heldur úti bloggsíðu um vaðfugla. Hann er tengdur Íslandi gegnum rannsóknir sínar á farflugi vaðfugla og fleira. Hann hefur m.a. verið í samstarfi við Böðvar Þórisson, Sölva Rúnar Vignisson og Tómas Grétar Gunnarsson í rannsóknum á vaðfuglum og sérlega tjöldum.
Graham leitast við í bloggi sínu að gera rannsóknir á vaðfuglum aðgengilegri almenningi. Hann skrifar skemmtilegan texta. Bloggið um hvernig það eru tjalda feðurnir sem hafa áhrif á farflug afkvæmanna er áhugavert sem og allir aðrir dálkar í blogginu.
Hér er hægt að lesa um tjalda feðurnar.

Vel heppnaðar göngur í Friðlandi í Flóa

Þrjár göngur hafa verið farnar í Friðlandið okkar á vegum Fuglaverndar í júní og júli.
Mikið var af óðinshönum í byrjun júní og álftarpar var á vappi á ýmsum stöðum í mýrinni. Skúfendur á tjörnum svo og rauðhöfðar. Órólegir þúfutittlingar við fuglskoðunarhúsið en væntanlega eru þeir með hreiður rétt hjá. Enginn stari, hann hefur móðgast þegar lokað var fyrir hreiðurstæði hans í þakskeggi undir stiganum. Honum hefur ekkert litist á varpkassana.
Lómarnir stela agjörlega senunni á kvöldin með sínum margbreytilegu hljóðum; kurri, góli, væli, mali og svo fram eftir götunum. Einnig er mikið fjör þegar 7 – 12 lómar safnast saman og skemmta sér á dæli eða tjörn.
Hópurinn í gærkvöldi var svo heppinn að sjá branduglu með æti í klóm væntanlega á leið heim til unganna og sá einnig álftapar með nokkura daga unga.
Sjöstjarnan sem vex af miklum móð í mýrinni hefur verið í blóma og mýrin virkilega verið stjörnum prýdd. Þessi planta er algengust á austurlandi en í Friðlandinu er hún út um allt. Um sjöstjörnuna