Tjaldur. Jóhann Óli Hilmarsson

Blogg um vaðfugla

Graham Appleton heldur úti bloggsíðu um vaðfugla. Hann er tengdur Íslandi gegnum rannsóknir sínar á farflugi vaðfugla og fleira. Hann hefur m.a. verið í samstarfi við Böðvar Þórisson, Sölva Rúnar Vignisson og Tómas Grétar Gunnarsson í rannsóknum á vaðfuglum og sérlega tjöldum.
Graham leitast við í bloggi sínu að gera rannsóknir á vaðfuglum aðgengilegri almenningi. Hann skrifar skemmtilegan texta. Bloggið um hvernig það eru tjalda feðurnir sem hafa áhrif á farflug afkvæmanna er áhugavert sem og allir aðrir dálkar í blogginu.
Hér er hægt að lesa um tjalda feðurnar.

Fuglagarðurinn

Áhugaverður náttúruþáttur á sænsku

Í hálfa öld hefur sænskumælandi útvarpsstöð YLE, finnska ríkisútvarpsins sent út þátt sem heitir Naturväktarna, sem útleggst sem Nátturvaktin. Þátturinn er sem sagt á finnlandssænsku. Hann er útvarpaður vikulega á fimmtudagskvöldum frá maí til ágúst, en mánaðarlega september til apríl. Þátturinn byggist upp á fyrirspurnum hlustenda og aðrir hlustendur fræðast heilmikið. Undirrituð hefur hlustað á þættina úr sarpi YLE Vega í sumar og haft gaman að. Þátturinn er einnig með myndablogg þar sem eru birtar myndir sem að hlustendur senda með fyrirspurnum sínum Myndabloggið
Ef lesendur þessa pistils skilja sænsku, dönsku eða norsku og eru náttúruunnnendur þá er þetta fyrirtaks hlustun. Oft er spurt um fugla sem að vísu finnast ekki allir hér á landi, einnig er mikið spurt um fiðrildi, plöntur, spendýr og skriðdýr en svona getur maður ferðast í huganum og fræðst um leið.
Í einni útsendingu var einmitt rætt um fóðrun fugla að sumri, og nefnt að það bæri að forðast vegna meiri möguleika á smiti fugla á milli þegar hlýtt er í veðri.