Vissuð þið að fuglar og gróður í næsta nágrenni eykur hamingju fólks?
í Þættinum Samfélagið á rás 1 var umhverfisspjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem vildi nefna eitthvað jákvætt á þessum drungalegu tímum neikvæðrar loftslagsskýrslu og stríðs.
Náttúruskoðun og fuglaskoðun fólks hefur verið rannsökuð og er vísindalega sannað að náttúruskoðun og sérstaklega fuglaskoðun hefur jákvæð áhrif á andlega líðan fólks og dregur úr þunglyndi. Fjöldi fugla í þéttbýli eykst með meiri gróðurþekju og hefur það bein áhrif á líðan fólks að vera með meiri gróður og þar af fleiri fugla í næsta umhverfi.
Mörg félög nota dýr og fugla í merkjum sínum. Fuglavernd er með mynd af spóa. Ef enginn væri spóinn væri merki félagsins tómlegt.
Alþjóða dýralífsdagur Sameinuðu þjóðanna er til að minna okkur á að veröld okkar væri fátæk ef ekki væri fyrir allar dýrategundir, þar með taldir fuglar, sem umkringja okkar líf frá smáum glóbrystingi á grenigreini upp í súlur sem steypa sér í hafið eftir æti.
Fuglar veraldar eru margir hætt komnir þar sem þeir eru að missa búsvæði sín og þurfa þá að færa sig um set og ef ekkert sambærilegt búsvæði finnst þá þurfa þeir að horfast í augu við útrýmingu.
Graham Appleton hefur unnið með íslenskum vísindamönnum að rannsóknum á vaðfuglum sem dveljast bæði á Íslandi og Bretlandseyjum og ferðast milli eyjaklasanna og eru þar með sameiginlegir fuglar okkar.
Að þessu sinni vakti þetta blogg athygli en það fjallar um hvað Tjaldar gera þegar fæðuskortur gerir vart við sig. Fara þeir annað eða leggja þeir upp laupana og deyja? Graham Appleton og sjálfboðaliðar rannsökuðu þetta og svona skrifar hann á blogginu sínu.
Fuglavernd er hluti af BirdLife International og þar er að finna ágæta grein um hvernig á að maður fer á stefnumót, parar sig og skilur að skiptum samkvæmt fuglum.
Um er að ræða: Kríur, albatrosa, súlur og rúkraga.
Ólafur Karl Nielsen formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson fyrrum formaður Fuglaverndar birtu grein í Kjarnanum 6. febrúar 2022 til varnar lífríki Skerjafjarðar.
Skerjafjörður, grunnsævi og fjörur, er flokkaður sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grágæsa, margæsa, æðarfugla, sílamáfa og sendlinga sem þar búa eða fara um vor og haust. Kópavogur og Garðabær hafa fyrir löngu samþykkt formlega vernd síns hluta Skerjafjarðar. Reykjavík hefur ekki stigið það skref og ætlar með þessari landfyllingu að skerða verulega búsvæði þessara fugla og fjölda annarra sem koma þarna við árið um kring. Fuglavernd vill benda á að búsvæðamissir er helsti áhrifaþáttur líffræðilegrar fjölbreytni og margt smátt gerir eitt stórt. Endilega lesið þessa grein en hana má finna hér.
Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.
Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.
í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi: “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”
“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á meðal sjór allt að sex metra dýpi.”
Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.
Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland
Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.
Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.
Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.
Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.
Aðferðir við talningu eru þekktar og ekkert nýtt kemur fram hvað varðar aðferðafræði. Greinin er á ensku og er áhugaverð fyrir alla fuglavini, þá sem starfa við ferðaþjónustu og þá sem heimsækja Vigur.
Upplýsingar frá Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands úr grágæsa og heiðagæsa talningu í október
Alls fengum við upplýsingar um 230 heiðagæsir á landinu í kringum talninguna 30. – 31. Október.
Í þetta sinn var ekki hægt að telja grágæsir úr lofti vegna veðurs en í staðinn var keyrt um Suðurlandið og einnig um Vesturland og leitað af gæsum. Alls sáust og voru tilkynntir 15.595 grágæsir í kringum talninguna 27. – 28. nóvember og er dreifingin eftirfarandi:
Jól 2024: Hægt er að versla í vefverslun og fá sent í pósti til kl. 14 þann 23. desember. Hægt verður að sækja vöru og versla á staðnum á skrifstofu Fuglaverndar til kl. 15 sama dag. Það verður lokað um jól og Fuglavernd opnar aftur á nýju ári fimmtudag 2. janúar kl. 9. Gleðilega hátíð, fuglavinir nær og fjær. Loka
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna