Fuglavernd var að setja þennan nýja vef í loftið og er hann ekki nándar nærri tilbúinn. Við munum setja inn á hann efni jafnt og þétt en ef þið eruð með tillögur að efnistökum eða sjáið einhverja vankanta sem við höfum ekki séð enn þá endilega sendið okkur línu: fuglavernd@fuglavernd.is. Þessa tilkynningu skreytum við með mynd frá fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði.
feb, 2013
Kolgrafarfjörður
Í hádegisfréttum í gær,5.feb., var sagt frá 6 milljón króna fjárveitingu ríkisstjórnarinnar til rannsókna á ástandinu í Kolgrafarfirði og hvort samhengi sé á milli þverunar fjarðarins og endurtekins síldardauða í firðinum. Fuglavernd fagnar þessu en hefur samt sem áður áhyggjur af ástandinu hér og nú. Rannsóknir eru þó af hinu góða. Á meðfylgjandi mynd má sjá grútarblauta langvíu en rannsakandi fjörunnar við Kolgrafarfjörð lýsti henni svona: Í þeim hluta fjörunnar sem hvað mest er af dauðri síld er grútarmengun veruleg, grútarlag er yfir allri fjörunni. Víðast er um að ræða þunna slikju sem hylur allt,gerir fjöruna mjög hála og litar svarta fjörusteina kremlitaða, en efst í fjörunni eru bunkar með blöndu af misstórum grútarkögglum, þangi og möl, allt að 1 m að þykkt. Grúturinn minnir helst á e.k. blöndu af smjöri og tyggjói og lyktin er mjög vond. Grúturinn festist í öllu sem við hann kemur, þ.á m.fötum, skóm, fiðri og fuglafótum. Við erum mjög uggandi yfir fuglalífinu á svæðinu. Þúsundir fugla leita í nýdauða síldina og mikil hætta á að grúturinn makist í fiðrið. Á myndinni má sjá grútarblauta langvíu en Róbert Arnar tók myndina.
jan, 2013
Sá ég spóa – 23. jan.2013
Borgný Katrínardóttir fuglafræðingur mun fjalla um spóann og rannsóknir á vistfræði hans á hálfgrónum áreyrum á fræðslufundi félagsins 23.janúar n.k, en þéttleiki spóa á slíkum búsvæðum er með því hæsta sem þekkist fyrir tegundina.
Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir. Verðum með fóðrara sem hæfa íslenskum aðstæðum til sölu fyrir fundinn og garðfuglabæklinginn okkar.
[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]
jan, 2013
Garðfuglahelgi 25.-28.jan.2013
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. – 28. jan. 2013. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudaginn 25. jan., laugardaginn 26. jan., sunnudaginn 27. jan. eða mánudaginn 28. jan. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. , þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem má fá á skrifstofu félagsins.
Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að fara í krækjuna “skrá niðurstöður” sem er á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt að sækja þangað þartilgert eyðublað og skrá þar upplýsingar í tölvu og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com eða hreinlega í pósti til Fuglaverndar, Skúlatúni 6,105 Rvík.
[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]
des, 2012
Jólakveðja Fuglaverndar 2012
des, 2012
Fugl fyrir milljón
Laugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði. Þrír ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar; Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina. Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja.Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.
FFM_2012_1.saeti_ErlendurGudmuWSLaugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmynda- samkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði. Þrír ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar; Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina. Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja.Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu. (Hinar verðlaunamyndirnar má sjá á fésbókarsíðu okkar)
des, 2012
Jólamarkaður – við Elliðavatn – 7.-8.des.2012
Minnum á jólamarkaðinn núna um helgina á Elliðavatni – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – föstudag og laugardag 7. og 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, silkitoppa og himbrima ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn okkar og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa og annan varning. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf. Hér má sjá frekari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá eða á www.fuglavernd.is.sjá á www.heidmork.is.
des, 2012
Fræðslufundur um farhætti skúma – 13. des.2012
Flestir sjófuglar dvelja langdvölum á hafi úti utan varptíma og því hefur þekking okkar á vistfræði sjófugla að vetrarlagi verið afar takmörkuð. Undanfarna áratugi hefur tækninni fleygt fram og framleiddir hafa verið ritar sem gera okkur kleyft að fylgjast með sjófuglum að vetrarlagi. Sumarið 2008 voru dægurritar settir á 40 fullorðna skúma á Breiðamerkursandi, 16 á eyjunni Foula, Skotlandi og 24 á Bjarnareyju, Noregi. Alls endurheimtust 23 dægurritar á næstu þremur árum og var unnt að finna út staðsetningar fuglanna yfir vetratímann sem gáfu mikilvægar upplýsingar um vetrarstöðvar skúma frá þessum þremur löndum. Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ætlar að segja okkur frá þessum nýju upplýsingum um farhætti skúma.
Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og opnar húsið klukkan 20:00. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Við verðum með jólakortin okkar og nýja fóðrara til sölu fyrir fundinn. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.
[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]
des, 2012
Ný jóla- og tækifæriskort
Fuglavernd hefur gefið út tvö ný glæsileg jólakort. Himbrimi með unga prýðir annað kortið en falleg silkitoppa á grein prýðir hitt . Nýrri kort eru á 200 kr. stk. en eldri kort á 150 kr. stk en við erum með þó nokkuð úrval. Einnig má panta kortapakka með 11 kortum á 1500 kr. en þar eru valin saman bæði ný og eldri kort og þannig hægt að gera góð kaup.
Kortasalan eru liður í að styrkja fjárhag og kynna félagið. Pantið beint á pöntunarsíðunni okkar eða hafið samband við skrifstofu í síma 562 0477 /fuglavernd@fuglavernd.is . Ljósmyndarar eru Sindri Skúlason (himbrimann) og Hrafn Óskarsson (silkitoppuna).
okt, 2012
Frá heiðalæpu til þangrottu – fræðslufundur 14.nóv.2013
Fræðslufundur félagsins verður að þessu sinni um sendlinga og lífshlaup þeirra. Sendlingar eru norrænir varpfuglar frá heimskautaeyjum NA Kanada í vestri til Taimyrskaga í Rússlandi. Innan þessa svæðis eru nokkrir stofnar sem eiga það sameiginlegt að halda til í grýttum fjörum í Atlantshafi yfir vetrartímann en engir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega og sendlingarnir. Á Íslandi verpur sérstök undirtegund sendlinga sem talin er vera staðfugl en utan varptímans koma hingað til lands aðrir stofnar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lífshlaup sendlinganna, helstu stofna og ferðalög auk verndargildis þeirra stofna sem tengjast Íslandi. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur heldur erindið en fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjum við kl. 20:30. Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.