Aðalfundur 2023
Á nýliðnum aðalfundi Fuglaverndar var Menja von Schmalensee kosin nýr formaður félagsins. Menja hefur setið í stjórn Fuglaverndar frá árinu 2018 og verið varaformaður frá 2019.Hún hefur mikla reynslu af fuglavernd og var m.a. formaður nefndar umhverfisráðherra sem vann viðmikla úttekt um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og spendýra á Ísland. Hér má opna og lesa skýrsluna á heimasíðu stjórnarráðs. Þá hefur hún skrifað fjölda greina sem tengjast fugla- og náttúruvernd og finna má hér. Menja er líffræðingur að mennt og starfar sem sviðsstjóri á Náttúrustofu Vesturlands.
Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í 60 ára sögu félagsins að kona gegnir stöðu formanns, sem verður að teljast tímamót.
Svenja Auhage og Aldís Erna Pálsdóttir voru kosnar nýjar inn í stjórn. Þær eru báðar fuglafræðingar með mikla reynslu af fuglarannsóknum.
Úr stjórninni gengu Ólafur Karl Nielsen og Erpur Snær Hansen og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf til margra ára í þágu félagsins.
Stjórn Fuglaverndar 2023-2024 er því þannig skipuð:
Menja von Schmalensee, formaður
Aldís Erna Pálsdóttir
Daníel Bergmann
Skarphéðinn G. Þórisson
Snæþór Aðalsteinsson
Svenja Auhage
Trausti Gunnarsson
Í tilefni kosningarinnar hélt nýkjörinn formaður Fuglaverndar ræðu sem finna má hér