Söngur svartþrastarins

Svartþröstur (Turdus merula)er venjulega fremur felugjarn, nema syngjandi karlfuglar á vorin, sem hreykja sér í trjátoppum, á ljósastaurum og húsmænum. Fuglar í makaleit syngja meira en þeir sem eiga maka og eru eingöngu að auglýsa óðal sitt. Frá svartþresti má heyra hvellan, hljómfagran og þunglyndislegan söng, sem og hart og hvellt kallhljóð.

Fuglarnir fara að syngja í lok febrúar, oft löngu fyrir birtingu og sérstaklega í dumbungsveðri og hlýindum. Þeir fyrstu verpa í lok mars, þeir verpa oft yfir sumarið og ófleygir ungar hafa fundist alveg fram í september. Íslenskt veðurfar með umhleypingum á útmánuðum, á eftir að síast inní gen fuglanna, þeir telja sig enn vera á suðlægari slóðum eða í mildara loftslagi. Utan varpstöðva sést hann í görðum, við bæi og í fjörum.

Fjöldi eggja: 3–5
Liggur á: 13–15 daga
Ungatími:13–14 dagar
Stofnstærð:yfir 2000 varppör

Svartþröstur verpur í trjám í görðum og trjálundum, stundum á húsum. Hann gerir sér vandaða hreiðurkörfu, svipaða eða efnismeiri en skógarþrösturinn. Ungarnir eru ósjálfbjarga, yfirgefa hreiðrið þegar þeir eru orðnir eða að verða fleygir. Urptin er 3-5 egg, álegan tekur um tvær vikur og uppvöxtur unga svipaðan tíma. Varptími svartþrasta er langur og verpa þeir nokkrum sinnum yfir sumarið.

Svartþröstur er þjóðarfugl Svía og þar er hann veðurviti.

Svartþrastarkarl. © Jóhann Óli Hilmarsson.
Svartþrastarkvenfugl. © Jóhann Óli Hilmarsson

Heimildir:

Fuglavefurinn – Svartþröstur
Náttúruminjaafn Íslands – fugl mánaðarins – svartþröstur