Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vorverk í Vatnsmýrinni 2025

5. apríl @ 11:00 - 15:00

Free
Á hverju vori mæta sjálfboðaliðar Fuglaverndar í Vatnsmýrina til að hreinsa rusl og bæta aðgengi vatnafugla og vaðfugla að tjörnum og mýri.  Hlýr fatnaður og stígvél er lykilatriði og þeir sem eiga vöðlur ættu endilega að koma með þær.

Tiltekt í Vatnsmýrinni í Reykjavík verður undir stjórn Ólafs Einarssonar líffræðings og kennara, en ekki Ólafs Karls Nielsens eins og fyrr sagði en hann forfallast.  Starfsmaður Fuglaverndar verður einnig á staðnum.

Sjálfboðaliðar, jafnt félagar sem aðrir velunnarar Tjarnarinnar,munu tína rusl og bæta aðgengi fugla að tjörnum og síkjum í Vatnsmýrinni. Hádegismatur verður í boði veitingastaðarins Plöntunnar og Fuglaverndar. Norræna húsið býður okkur afnot af kaffistofu starfsmanna hússins. Allir hollvinir Tjarnarinnar velkomnir jafnt félagar og aðrir. Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram svo við getum áætlað magn súpu og brauðs fyrir mannskapinn.

Þeir sem eiga rusltatínur geta komið með þær en  umhverissvið Reykjavíkurborgar mun sjá okkur fyrir hrífum, ruslatínum og  greinum til að setja á bakka tjarna og síkja. Fyrir utan að tína rusl og snæða hádegisverð þá er hægt að skima eftir hvaða fuglar eru mættir í Vatnsmýrina.

Nauðsynlegt er að vera í stígvélum til að geta stigið út í vatnið og Fuglavernd hvetur alla þá sem að eiga vöðlur að vera í þeim, nóg af rusli á botni tjarna og síkja.

 

Skráning í Vorverk í Vatnsmýri: Nauðsynlegt er að skrá sig  svo Plantan verði með næga súpu fyrir alla sjálfboðaliðana sem að mæta.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir kl. 15, fimmtudaginn 3. apríl.

-Með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is
-Með símtali 5620477, síminn opinn kl. 9-13 virka daga nema föstudaga
-Messenger á Facebook

 

Hér er hægt að lesa meira um Vatnsmýrina og hollvini Tjarnarinnar.

Á Facebook er síða tileinkuð Vatnsmýrinni

Details

Date:
5. apríl
Time:
11:00 - 15:00
Cost:
Free
Event Categories:
,