Loading Events

« All Events

Vorverk í Friðlandi í Flóa 2025

26. apríl @ 10:00 - 4. maí @ 17:00

Free
Sjálfboðaliðar í Friðlandi í Flóa 2023. Ljósmynd AMLG

Við stefnum á  að fara í leiðangur í Friðland í Flóa til að dytta að fuglaskoðunarhúsinu og í önnur verk. Farið verður eftir sumardaginn fyrsta, veður ræður hvaða dag.

Það er kominn tími á að mála fuglaskoðunarhúsið og til þess þurfum við þurrviðri og góðan mannskap til að skrapa, grunna og mála. Einnig þarf að tína rusl og þrífa kamarinn og fleiri vorverk.

Sjálfboðaliðar mætið í gúmmístígvélum og vinnugallanum og verið hlýlega klædd og með aukaflíkur fyrir hádegishressinguna og kaffið sem  verður í boði Fuglaverndar á pallinum.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði á virkum degi eða um helgi.

Þeir sem hafa áhuga á að koma í sjálfboðavinnu í Friðland í Flóa; endilega sendið okkur  línu á fuglavernd@fuglavernd.is

Hér er hægt að fræðast um Friðland í Flóa

Details

Start:
26. apríl @ 10:00
End:
4. maí @ 17:00
Cost:
Free
Event Categories:
,